Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 44
BLS. 4 | sirkus | 30. MARS 2007 Flottur á afmælinu Eins og greint var frá í Sirkus mun Björgólfur Thor Björgólfsson halda upp á fertugsafmæl- ið sitt um helgina með því að bjóða um eitt hundrað vinum og vandamönnum í fimm daga óvissuferð. Sirkus hefur heimildir fyrir því að ætlunin sé að fara til sólríks staðar enda var gestum Björgólfs uppálagt að mæta með léttan og ljósan klæðnað. Björgólfur Thor hefur tekið allsvakalega á því í líkamsræktinni frá áramótum og verið í stífum æfingum með einkaþjálfara. Er jafnvel talið að drifkrafturinn hafi verið að líta vel út í sundskýlunni á sólarströnd þegar fertugsafælinu væri fagnað. Hver kemur á eftir Clinton? Baugur Group heldur sinn árlega Baugsdag um miðjan maí en þá býður fyrirtækið starfsmönnum sínum og yfirmönnum dótturfyrirtækjanna í óvissuferð. Þetta verður í þriða sinn sem dagurinn er haldinn. Í fyrsta skiptið var vettvangurinn Reykjavík en í fyrra var haldið til Kaupmannahafnar. Þar var sjálfur Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, heiðursgestur og hélt hann ræðu yfir mannskapn- um í Tívolíinu. Spurningin sem menn spyrja sig nú er hvernig Baugsmenn ætli að toppa Clinton þetta árið? B ubbi Morthens er mikill bílaáhugamaður og kann því vel að aka góðum bílum. Hann endurnýj- aði í síðustu viku Land Rover Discovery-bifreið sína og skipti úr svörtum í ljósbrúnan eða „arctic frost-litaðan“ eins og Bubbi sjálfur orðar það. Bíllinn, sem er með 189 hestafla dísilvél, er breyttur, á 32“ dekkjum og kostar frá umboðinu um 7,5 milljónir. Það er ekki hátt verð ef marka má Bubba, sem dregur hvergi af sér þegar hann lýsir bílnum fyrir blaðamanni Sirkuss. „Land Rover-fjölskyldan er einfaldlega með bestu bílana sem völ er á. Ég er búinn að eiga fjóra Range Rover-bíla og síðan þrjá Discovery og þeir bílar henta mér betur. Discov- ery-inn er á grind og er meiri jeppi heldur en Range Rover-inn. Það eru sömu eiginleikar í grunninn í þessum bílum og að innan er sami lúxusinn,“ segir Bubbi, hæstánægður með nýja bílinn. „Ég held því fram að Discovery-jeppinn sé afburðabíll í sínum flokki, bæði hvað varðar verð og lúxus, og hvorki Mitsubishi Pajero eða Toyota Landcruiser eiga séns í hann,“ segir Bubbi. Því er ekki að neita að bíllinn hans Bubba er fallegur á að líta og sker sig meira úr en svarti bíllinn sem hann átti áður. „Ég endurnýja bílana mína á ellefu mánaða fresti og skipti alltaf um lit. Þetta er svona arctic frost-litur þótt hann sé skilgreindur sem ljósbrúnn hjá tollayfirvöldum. Hann er mjög flottur,“ segir Bubbi. Sirkus leitað til Ellýar Ármanns sem rekur vefsíðuna spamadur.is og hún var ekki lengi að litgreina Bubba út frá ljósbrúna litnum á bílnum hans. „Eigandi bílsins leitast við að vera hagsýnni en áður ef hann ákveður að velja ljósbrúnan lit. Eigandi ljósbrúna bílsins spennir alltaf beltin og lendir sjaldan í árekstri, eða með öðrum orðum þá fer hann varlega. Ljósbrúnn bíll segir til um þroskaðan ökumann sem er loksins búinn að sætta sig við að hann er kominn á efri árin. Enginn vafi leikur á því að eigandi ljósbrúna bílsins hefur áttað sig á því að liturinn skiptir alls engu máli,“ segir Ellý. oskar@frettabladid.is BUBBI MORTHENS ELSKAR LAND ROVER OG ER KOMINN Á NÝJAN BÍL „AFBURÐABÍLL HVAÐ VARÐAR VERÐ OG LÚXUS“ VILL EKKI MENGA Bubbi Morthens segist bara hafa átt dísilbíla þar sem þeir menga minna. LANGBESTUR Bubbi er ekki í vafa um að Land Rover Discovery séu bestu bílarnir. „Ég er ekki að hanna sjálf eins og stendur en ég mun gera það seinna meir,“ segir Marín Manda Magnús- dóttir fatahönnuður, sem opnaði nýlega barnafataverslun í Danmörku. Verslunin heitir Baby Kompagniet og er til húsa í gömlu fallegu húsi á Lille Strandstræde í grennd við Nýhöfn. Marín Manda segir að hugmyndin hafi kviknað þegar hún varð ólétt að dótturinni, Ölbu Mist. Hún stendur ein vaktina í versluninni en ætlar að ráða til sín starfsfólk í sumar. Auk annarra flottra merkja í barnafatnaði selur hún íslenskar lopapeysur frá Frida Icelandic design og barnavörur frá 66° Norður. Aðspurð segir hún fjölda Íslendinga hafa komið í verslunina á þeim tíu dögum sem hún hefur verið opin. „Flestir verða hissa að sjá þessar íslensku vörur, sérstaklega ef þeir hafa ekki uppgötvað að ég er íslensk. Lopa- peysurnar eru vinsælar hjá Íslending- unum en Danirnir eiga erfitt með að meðtaka þær, þar sem nú þegar er 15 stiga hiti hér, í marsmánuði,“ segir Marín Manda og hlær. Áhugamálin breyttust þegar dóttirin kom MARÍN MANDA Opnaði barnafataverslun í Danmörku. ÞROSKAÐUR ÖKUMAÐUR Ellý Ármanns segir að ljósbrúnn bíll beri þess merki að eigandinn sé þroskaður ökumaður sem spenni alltaf beltin. REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007 Heyrst hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.