Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 16

Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 16
Fasteignafélagi› Sto›ir hf., kt. 450599-3529, hefur gefi› út l‡singu vegna skráningar skuldabréfa sem Kauphöll Íslands hefur samflykkt fyrir hönd Fjármálaeftirlitsins og gert a›gengilega almenningi frá og me› 30. mars 2007. Eftirfarandi skuldabréfaflokkur hefur veri› gefinn út: Skuldabréfaf lokkur a› f járhæ› kr . 3.000.000.000 var gefinn út flann 21. ágúst sl. og er au›kenni flokksins í Kauphöll Íslands STOD 06 2. Bréfin ver›a skrá› í Kauphöll Íslands flann 30. mars 2007. Hver eining bréfanna er kr. 5.000.000. Skuldabréfin eru óver›trygg› og skulu bera 3ja mána›a REIBOR vexti auk 1,9% álags. Höfu›stóll bréfanna skal endurgrei›ast flann 21. ágúst 2011, en vaxtagjalddagar skulu vera fjórum sinnum á ári, sá fyrsti var flann 21. nóvember 2006 og sí›an á flriggja mána›a fresti L‡singu flessa er hægt a› nálgast hjá útgefanda Fasteignafélaginu Sto›ir hf., Kringlunni 4 - 12, 103 Reykjavík og á vefsetri Kauphallar Íslands www.news.icex.is og á vefsetri útgefanda Fasteignafélagsins Sto›a hf. www.stodir.is. Umsjónara›ili skráningarinnar er Kaupfling banki hf. Reykjavík 30. mars 2007 Verði Jón Ásgeir Jó- hannesson eða Tryggvi Jónsson sakfelldir fyrir eitthvert af þeim brotum sem þeir eru ákærðir fyrir í Baugsmálinu mega þeir ekki sitja í stjórnum fyrir- tækja eða stýra þeim næstu þrjú árin. Jón Ásgeir yrði því að hætta störfum sem forstjóri Baugs Group. Þetta kom fram í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, og Jakobs R. Möller, verj- anda Tryggva, í munnlegum mál- flutningi í málinu í gær. Þeir vísuðu í 66. grein hlutafé- lagalaga, þar sem segir: „Stjórn- armenn eða framkvæmdastjórar skulu vera lögráða, fjár síns ráð- andi og mega ekki á síðustu þrem- ur árum hafa í tengslum við at- vinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahluta- félög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.“ Vegna þessa ákvæðis er í raun verið að svipta sakborninga at- vinnu sinni, verði þeir fundnir sekir, sagði Jakob. Slík óbein refs- ing hljóti að vega þungt í huga dómenda. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugs- málinu, sagði ekki duga að benda á þessar afleiðingar. Hægt sé að líkja þessu við leigubílstjóra sem sé sakfelldur fyrir umferðarlaga- brot og sviptur ökuréttindum. Þó refsingin hafi áhrif á atvinnu- starfsemi hans eigi það ekki að verða til þess að honum sé ekki gerð refsing. Jakob dró í gær enga dul á það að Tryggvi hefði gert mistök þegar hann færði andvirði kredityfirlýs- ingar frá færeyska fyrirtækinu SMS sem tekjur í hálfsársuppgjöri Baugs sumarið 2001. Mistökin eigi sér þó skýringar, Tryggvi hafi þurft að gera margt á stuttum tíma þegar hann kom til lands- ins þegar verið var að ljúka uppgjörinu. „Þarna var að sjálf- sögðu enginn ásetning- ur um að blekkja eða færa bók- haldið í sjálfu sér á rangan hátt, enda ekki Tryggvi sjálfur sem færði bókhaldið. Þetta var ekki ásetningur heldur afsakanlegt gá- leysi mjög önnum kafins manns,“ sagði Jakob. Gestur Jónsson sagði skýring- ar Jóns Ásgeirs og Tryggva um mánaðarlegar greiðslur Baugs til Nordica, félags Jóns Geralds Sul- lenberger, ekki hafa tekið breyt- ingum. Tryggvi og Jón Ásgeir eru ákærðir fyrir að draga fé úr Baugi til að fjármagna hlut Fjárfestinga- félagsins Gaums í skemmtibátn- um Thee Viking, en Gaumur er fjölskyldufyrirtæki Jóns Ásgeirs. Gestur sagði rannsókn lögreglu vegna þessa ákæruliðar gagnrýni- verða. Í fyrsta lagi hafi ekki verið kannað í hvað Jón Gerald hafi eytt peningunum sem Baugur greiddi til Nordica. Endurskoðendur verj- enda hafi ekki séð samhengi milli mánaðarlegra greiðslna frá Baugi og greiðslna vegna Thee Viking. Í öðru lagi hafi Jón Ásgeir og fleiri bent á að greiðslurnar til Nordica hafi átt sér hliðstæðu í viðskiptum við danska fyrirtækið Simon‘s Agentur, sem hafi gegnt sama hlutverki fyrir Baug og Nordica. Það hafi ekki verið rann- sakað. Yrði að hætta sem forstjóri Verði sakborningar í Baugsmálinu sakfelldir mega þeir ekki stýra fyrirtækjum í þrjú ár. Hlýtur að vega þungt í huga dómenda segir verjandi. Eins og leigu- bílstjóri sem brýtur umferðarlög segir sækjandi. BAUGS M Á L I Ð Vísa á ákæru á hendur Jóni Gerald Sullenberger, einum hinna ákærðu í Baugsmálinu, frá dómi á grundvelli sömu sjónarmiða og urðu til þess að ákæru gegn olíu- forstjórunum var vísað frá dómi nýverið. Þessa krafðist Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, þegar hann flutti málið fyrir hönd skjólstæðings síns í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Með þessu vísaði Brynjar til þess að Jón Gerald hafði stöðu vitnis í málinu við rannsókn þess, og veitti lögreglu upplýsingar um viðskipti sín við Baug. Þegar settur ríkissak- sóknari hafi tekið við málinu hafi Jón Gerald verið kallaður til yfir- heyrslu, en þá með stöðu sakborn- ings. Honum hafi verið rétt skýrsla sem hann gaf lögreglu sem vitni, og spurður hvort hann stæði við það sem þar hafi komið fram. Hann hafi svarað því játandi, og skömmu síðar verið birt ákæra. „Ég held að þetta sé það galnasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt,“ sagði Brynjar um þessi vinnubrögð lögreglu. Vitni geti verið refsað fyrir að greina rangt frá, en sak- borningi ekki. Og ef Jón Gerald hefði neitað því að staðfesta skýrsl- una hefði hann trúlega verið ákærð- ur fyrir ranga skýrslugjöf. Ef ákæru á hendur Jóni Gerald verður ekki vísað frá dómi sagði Brynjar að sýkna ætti umbjóð- anda sinn. Ekki væri rétt sem verj- andi annars sakbornings, og raun- ar sækjandi líka, hafi haldið fram að Jón Gerald hafi játað saknæmt brot. Hann er ákærður fyrir að að- stoða hina ákærðu við bókhalds- brot með því að útbúa tilhæfulaus- an kreditreikning. „Það er ekki refsivert að útbúa tilhæfulausan reikning,“ sagði Brynjar. Ekkert bendi til þess að reikningurinn hafi verið til staðar þegar færslan sem ákært er vegna var færð í bókhald Baugs. Auk þess hafi reikningurinn verið útbúinn í Bandaríkjunum, og til að dæmt verði fyrir það hér á landi verði saksóknari að vera búinn að sýna fram á að slíkt sé saknæmt í Banda- ríkjunum líka, sem hann hafi ekki gert. Meðferðin á Jóni Gerald til skammar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.