Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 80
Ádögunumkynnti fé- lagsmálaráð- herra Fram- sóknarflokksins nýtt frumvarp um róttækar aðgerðir í jafn- réttismálum sem hann ætlar þó ekki að leggja fram á þessu þingi. Félagsmálaráðherra hefur sagt að hann ætli að leggja frumvarp- ið fram í haust en miðað við gengi flokks hans í skoðanakönnunum er alls óvíst hvað verður um frum- varpið á nýju þingi eftir kosning- ar. Kynbundinn launamunur er staðreynd. Frumvarpinu er ætlað að jafna rétt og stöðu karla og kvenna og í frumvarpinu felast margar góðar tillögur sem geta stuðlað að því markmiði, og ber hæst að nefna afnám launaleynd- ar. Þrátt fyrir að á Íslandi hafi verið í gildi sérstök jafnréttislög í þrjá áratugi er enn langt í land með að jafnrétti sé náð. Þess vegna er brýnt að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. Kynbundinn launamunur hefur nú í 13 ár verið 16% og er mál að linni. Nefnd- armenn og umsagnaraðilar sem komu að gerð frumvarpsins voru langflestir sammála um þetta. Þeir sem voru því mótfallnir voru annars vegar fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins og hins vegar Samtök atvinnulífsins, með framkvæmda- stjóra samtakanna og fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálm Egilsson, í fararbroddi. Launaleynd er það þegar at- vinnurekendur skylda launþega til að þegja yfir laununum sínum. Þegar fólki er bannað að segja frá því hvað það er með í laun. Hug- myndin er að launaleynd gefi at- vinnurekendum frjálst spil til að umbuna starfsmönnum sem standa sig betur en aðrir. Að mínu mati er hins vegar óskiljan- legt að það þurfi að vera eitthvert leyndarmál að starfsmenn standi sig vel og þeim sé umbunað fyrir það, þ.e.a.s. ef það eru í raun gild- ar ástæður fyrir umbuninni en ekki bara þær að yfirmaðurinn og starfsmaðurinn sem fær umbun- ina nota sömu salernisaðstöðu. Þessu er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki sam- mála. Hann telur að afnám launa- leyndar muni ala á of mikilli sam- keppni innan fyrirtækja, og valda slæmum vinnuanda. Kona sem veit ekki að karlmaðurinn við hliðina á henni fær meira borg- að fyrir sömu vinnu verður aug- ljóslega ekki mjög spæld yfir hlutskipti sínu. En það réttlæt- ir ekki mismununina. Misrétti er ekki einkamál. Það er samfélags- legt vandamál sem þarf að vinna bug á. Launaleynd er tilgangs- laust fyrirbæri til þess fallið að viðhalda misrétti og hindra laun- þega í að afla sér vitneskju um hvort þeim sé mismunað. Vinstri- græn vilja launaleyndina burt tafarlaust. Eins og komið hefur fram í nýlegri könnun Capacent/ Gallup fyrir félagsmálaráðuneyt- ið er stöðnun í launajafnréttismál- um hérlendis. Síðastliðin 13 ár hefur engin framþróun átt sér stað í þessum málaflokki. Viljum við virkilega 13 ár í viðbót? Það vilja Vinstri- græn ekki. Vinstri-græn vilja launaleyndina í burtu og vilja því að nýja jafnréttisfrumvarp- ið verði gert að lögum á Alþingi þegar í stað. Afnám launaleynd- ar er mikilvægt skref á leiðinni til jafnréttis sem Vinstri græn þora og vilja stíga tafarlaust. Höfundur er formaður Ungra Vinstri grænna og skipar 3. sæti á lista VG í Reykjavík suður. Afnemum launaleyndina strax Það voru sannarlega góð tíð-indi sem lesa mátti úr skoð- anakönnun sem unnin var fyrir Bændasamtökin um viðhorf Ís- lendinga til íslensks landbún- aðar. En þar kom fram að ekki eingöngu eru flestir Íslending- ar á því að gæði íslenskra land- búnaðarvara séu meiri en er- lendra heldur eru Íslendingar tilbúnir að greiða hærra verð fyrir sömu vörur en aðrar. Vert er að taka undir með nýendurkjörnum formanni Bændasamtakanna að þessar niðurstöður úr könnun samtak- anna ætti að vera þeim „áminn- ing sem hæst tala óábyrgt og af vanþekkingu“ og að þeir ættu að endurskoða málflutn- ing sinn, eða eins og fram kom í þessu ágæta blaði sl. mánu- dag. Þar kemur jafnframt fram herhvöt formannsins um „[e]kki [að] gefast upp gegn þeim sem vilja koma landbún- aðinum á kné“ og að niðurstöð- urnar væru „umhugsunarefni fyrir þá sem árum saman hafa alið á óvild í garð landbúnaðar og bændastéttar“. En óvildarmönnum íslensks landbúnaðar má líklega skipta í þrjá meginflokka, a) þeirra sem af græsku sinni og ill- mennsku vilja leggja hinar dreifðu byggðir landsins í auðn, b) þeirra sem telja að frjáls viðskipti án tollamúra og niðurgreiðslna sé besta leiðin til að hjálpa þróunarlöndum að byggja upp atvinnuvegi sína og brjótast úr fátækt og c) þeirra sem með bölmóði telja að ís- lenskur landbúnaður eigi enga framtíð fyrir sér nema í klafa ríkisforsjár, reglugerðafarg- ans, verðsamráðs, tollamúra og niðurgreiðslna. Um mál- flutning fyrst- nefnda hóps- ins er lítið að segja, forherð- ingin er slík að ólíklega verð- ur nokkru viti fyrir hann kominn. Þó svo að ætla megi að b)-hópnum gangi gott til, þá sýnir könn- unin svo ekki sé um villst að þó svo að áðurnefndir tollar og álögur sem og niðurgreiðsl- ur væru felld niður, þá myndu Íslendingar hvort sem er ekk- ert annað vilja éta en innlenda gæðaframleiðslu, þannig að barátta þessa hóps er því hvort sem er vonlaus. Um síðasta hópinn er það að segja, hann veður um í villu og svíma. Hvorki sé þörf á að viðhalda tollum, enda fúlsa Ís- lendingar við erlendum mat- vælum, né niðurgreiðslum, sem eru með öllu óþarfar enda borga Íslendingar upp til hópa með bros á brá það verð sem innlend gæðaframleiðsla sann- arlega kostar. Allur óábyrgur hræðsluáróður um hnignun eða jafnvel eyðingu íslensks land- búnaðar, og þar með sveitanna, sleppi ríkið honum úr kæfandi faðmi sínum, hefur því vonandi verið kveðinn niður í hinsta sinn. Þá kom fram í þessari sömu könnun að 23,0% svarenda töldu gæði íslenskra landbún- aðarvara þau sömu og erlendra og 2,3% að þau væru verri. Morgunljóst má vera að flestir þeirra sem á þá lundina svöruðu er líklega lítilsiglt og lítið siglt fólk sem aldrei hefur ferðast til útlanda og bragðað afrakst- ur þarlendra landbúnaðarvara og tala því, eins og formaður- inn sagði, óábyrgt og af van- þekkingu. Hafa líklegast aldrei smakkað mozzarella-ost á ít- ölsku veitingahúsi, camembert að frönskum sið eða argent- ínskt Angus-nautakjöt. Óhætt er að fullyrða að með frjálsum og óheftum innflutningi slíkra vara myndu sömu aðilar, og það án dýrra ferðalaga til útlanda, skjótlega kynnast af eigin raun yfirburðum íslenskrar landbún- aðarframleiðslu og því skapast enn meiri eining um innlendan landbúnað en jafnvel nú er. Hin rökrétta niðurstaða þess- arar könnunar er því að fella þegar í stað niður alla tolla og vörugjöld af erlendum mat- vælum sem og niðurgreiðslur og styrki til handa innlendri framleiðslu, enda eru niður- greiðslur á því sem nánast allir neyta og munu neyta óháð verðinu auðvitað með öllu til- gangslausar. Að lokum verður seint nægi- lega oft áréttuð þau gríðarlegu tækifæri sem liggja í íslensk- um landbúnaði. En sem dæmi má nefna þá dvaldi ég nokkra daga á Ítalíu nú á þorra. Þarna reyndu heimamenn að bera fyrir mig lágklassa mozzarella- osta í öll mál auk þess sem þeir virtust sjálfir nota hann sem mannafæðu. Ljóst má vera að á Ítalíu er innbyrt ógrynni af þessum osti og ef Ítal- ir bara vissu af tilvist hins ís- lenska bróður mozzarella-osts sem framleiddur er af Osta- og smjörsölunni sf. og hvers gæði hafa nú verið svo eftir- minnilega sönnuð í títtnefndri könnun, er ég viss um að Ítal- ir myndu kaupa allt sem okkar litla þjóð gæti framleitt og gott betur. Höfundur er verkfræðingur og áhugamaður um íslenskan landbúnað. Bjart yfir íslenskum landbúnaði Áður var hún ung og keik með eftirsóknarverðan búk. Núna, gömul, visin, veik og valdasjúk. Afi minn var einn af stofnend-um Framsóknar en móðir mín „jarðaði“ frambjóðendur annarra flokka ef þeir komu í eldhúsið til hennar. Undirritaður var lengi í fótgönguliðinu, náði þó að komast í miðstjórn SUF og á framboðslista hér á Vestfjörðum. Á formannsdögum Ólafs Jóhann- essonar með sína hægri sveiflu var vinstri armurinn, sem ég til- heyrði, höggvinn af maddömunni. En miðjuflokkur sem aðeins á sér þann kost að laða til sín fylgi frá hægri verður smátt og smátt hægrimennsku að bráð, eins og nú er komið á daginn með afmælis- barnið. Vegna fortíðar minnar hef ég enn tengsl inn á gafl hjá maddöm- unni og fyrri samherjar hringja stundum, þegar pólitísk andnauð verður þeim óbærileg. Uppdráttarsýkin hófst að marki í valdatíð Ólafs en Steingrími Her- mannssyni tókst nokkuð að halda sjó enda naut hann víðtækra vin- sælda. Arftaki hans, Halldór Ás- grímsson, hefur aldrei þolað gagn- rýni og raðaði strax jábræðrum í kringum sig, hinum var ýtt á dyr. Flokkurinn var dauðhreinsaður af náttúruverndarfólki, fest voru kaup á Kristni H. Gunnarssyni, sem er vænn maður en í engum takti við hirð Halldórs. Brátt log- aði flokkurinn í illdeilum stafn- anna á milli. Sem faðir kvótakerf- isins auðgaðist Halldór ekki bara bærilega sjálfur heldur hrukku líka molar af borðum sægreifanna til hinnar gjaldþrota maddömu og síðar enn meira vegna einkavina- væðingar og sýsls með Sambands- fyrirtæki. Kárahnjúkar, kvóta- og þjóðlenduránið, einkavinavæðing- in og undirgefni við Stóra-Íhald- ið hafa sviðið fylgið af Framsókn, ásamt fjölbreyttu sukki og spill- ingu svo sem Byrgismálinu þar sem framsóknarmenn virðast vera undir, yfir og allt um kring. Davíð Oddsson varð pólitískur banamaður Hall- dórs með því að tæla hann með sér í Íraksstríð- ið. Það, ásamt áðurnefndum ávirðingum og Evrópustefnu Halldórs, gerði formannaskipti óhjákvæmileg. Þegar Halldór samdi við Davíð um forsætisráðherrastólinn eftir síðustu kosningar var sú vegsemd ekki fyrir Framsókn heldur Hall- dór persónulega. Síðan var stóln- um skilað til Stóra-Íhaldsins svo Guðni kæmist ekki í hann og Hall- dór lagði sig í framkróka við að draga hann með sér í fallinu. Einn- ig þurfti að koma Valgerði í skjól en milli hennar og Halldórs hefur hnífurinn aldrei gengið. Eru þau hjúin skýrust dæmi um pólitíska flóttamenn í eigin landi. Nú er staða maddömunnar sú að engar líkur eru á að aftur komi betri tíð með blóm í framsóknar- haga. Hún fær engin prik fyrir að hafa leitt mammon til öndveg- is í þjóðfélaginu undir kjörorð- inu „Græðgi er góð“. Því síður fyrir að geta ekki horfið frá álver- svillu síns vegar. Við byggðafólk höfum enga samúð með flokki sem kom sameign þjóðarinnar, fisk- inum í sjónum, í hendurnar á fá- einum gróðapungum og gerir út á okkur þjóðlenduræningjasveitir. Því síður með Valgerði sem hækk- aði rafmagnsreikningana okkar um 20-40% með vanhugsuðum og alls óþörfum orkulagabreytingum. Eigum við að fyllast lotningu yfir því hvað Framsókn ferst vel úr hendi, þvert á orð og eiða, að hag- ræða Ríkisútvarpinu á einkavæð- ingarhöggstokki Stóra-Íhaldsins? Ætlar framsóknarfólk að fyrir- gefa Jóni, Guðna, Siv, Valgerði og Magnúsi það að láta Halldór kom- ast upp með Írakssvívirðuna? Þá mundi enn sannast af hverju út- brunnar eldspítur hafa lengi verið kallaðar framsóknarmenn. Nýi formaðurinn, sem slær úr og í, er opinn í báða enda og getur í hvorug- an fótinn stigið, herðir bara á hrap- inu. Miðjan er löngu töpuð, ekkert skjól hjá SÍS og sveitafylgið horf- ið til VG. Aldrei hef ég heyrt eins víðtækan haturs- og fyrirlitningar- tón í garð stjórnmálaafls og Fram- sóknar nú. Til að klifra upp úr þeim táradal sem formannstíð Halldórs Ásgrímssonar hefur leitt maddöm- una í duga engar 400-500 milljónir fyrir kosningar til að hylja græðg- isglottið, sparsla í ólifnaðarhrukk- urnar og kæfa ódauninn, Því á framsóknarfólk, réttsýnt, friðsamt og með sjálfsvirðingu, engan annan kost í vor en rífa þetta þjóðfélagsillgresi upp með rótum og varpa því út í ystu myrkur. Höfundur er skáld. Maddama Fram- sókn níræð Nú er staða maddömunnar sú að engar líkur eru á að aftur komi betri tíð með blóm í framsóknarhaga. Hún fær engin prik fyrir að hafa leitt mammon til öndvegis í þjóðfélaginu undir kjörorðinu „Græðgi er góð“. Fermingarspilin fást hjá okkur Fræðandi spil fyrir forvitin fermingarbörn frá Chiellini úr Alabaster. Verð frá 21.000.- (20% afsl.) Skybridge! Hug- kvæmisleikur. Besti byggingameistarinn rtekur borgina. Verð frá 4.449.- Kubana! Tveir leikmenn reyna að gera út af við hvorn annan með því að leggja pinnana ofan á hvern annan og ná fjórum í röð. Verð frá 5.850.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.