Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 22
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Gömul ljóðskáld víkja fyrir þeim yngri Óhreinir peningar? Sunnudagurinn 1. apríl er upprisudagur íslenskra stangveiðimanna. Þá hefst silungsveiðin í nokkrum ám og vötnum. Jón Mýrdal er klár í slaginn. „Veturinn fór í að horfa á veiði- myndbönd og plana næsta sumar,“ segir Jón Mýrdal, stangveiðimað- ur og blaðamaður. Löng bið fyrir Jón og aðra veiði- menn er senn á enda. Á sunnudag hefst stangveiði sumarins. Jón verður þá mættur að vatnsbakk- anum. „Ég get ekki sleppt því,“ segir hann þótt ákvörðunarstað- urinn sé að vísu enn ekki fastá- kveðinn. „Það er svo margt sem kemur til greina. Kannski fer ég í Vífilsstaðavatn.“ Jón er bjartsýnn á að stangveið- in hefjist með glæsibrag þetta árið. „Vorið er svo miklu betra nú en það var í fyrra. Þá var allt frosið og snjór yfir öllu,“ rifjar hann upp með léttum hrolli – þótt kuldinn hafi auðvitað ekki haldið aftur af honum þá. Stangveiðimenn þekkja Jón frá vinsælli veiðiumfjöllun sem hann annaðist í DV í fyrrasumar undir nafninu Veiðimál Mýrdals. Flutti Jón þar líflegar fréttir af gangi mála við árbakka og veiðivötn. Sjálfur hóf Jón sinn veiðmanns- feril sem smástrákur uppi í Borg- arfirði. „Þetta var einfaldlega í blóðinu. Ég byrjaði á því að veiða kola á Litlubryggju í Borgarnesi. Síðan hef ég bara alls ekki getað hætt,“ segir hann. Fyrir utan að leggja drög að veiðiferðum komandi sumars og stúdera veiðimyndbönd þá hefur Jón nýtt veturinn til að huga að veiðigræjunum sínum. „Maður byrjar að fara í veiðibúðirnar í janúar að skoða og kaupa flugur og endurnýja það sem þarf. Og kannski bæta við einhverju nýju dóti.“ Sumarið í heild er þó alls ekki skipulagt í þaula hjá Jóni. „Mér leiðist að vera með allt fast fyr- irfram langt fram á sumar. En ég fer alltaf á vissa staði, til dæmis í Þingvallavatn og í Varmá og Þor- leifslæk. Í sumar ætla ég í Vatns- dalsá og Laxá í Kjós,“ upplýsir Jón. Spenntastur segist Jón í augna- blikinu vera fyrir túr í Minnivalla- læk upp úr miðjum apríl. „Þar eru tíu punda urriðar á sveimi. Ætli ég verði ekki and- vaka næstu vikurnar,“ segir Jón og heldur áfram að dytta að veiði- græjunum. Veiðimenn andvaka af spenningi Skoppa og Skrítla í Ameríku V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . Sendu SMS JA HFF á 1900 og þú gætir unnið! Vinningar eru HAPPY FEET á DVD, DVD myndir, Fullt af Pepsi og margt fleira! „Mig langar til að hjálpa fá- tæku fólk á Filippseyjum. Marg- ir eiga enn um sárt að binda eftir flóð, auk þess sem mikill skort- ur á nauðsynjum ríkir á sumum stöðu,“ segir María Priscilla Za- noria, ræðismaður Filippseyinga á Íslandi. Hún stendur ein fyrir fatasöfnun þessa dagana. Afrakst- urinn ætlar hún svo að senda til Filippseyja. María stendur sjálf straum að flutningi söfnunargámsins og mun fylgja honum til Filipp- seyja og sjá til þess að varning- urinn komist í réttar hendur. „Ég hvet fólk til að láta eitthvað sem það er hætt að nota í söfnunina. Það þurfa ekki endilega að vera föt heldur bara eitthvað sem fólk sér fram á að geti komið öðrum að notum. Til dæmis gömul barna- leikföng,“ segir María sem telur mun ánægjulegra að gefa öðrum en safna munum upp í skápa. Annir Maríu eru miklar þessa daganna enda virðist hún láta flest mál sig varða. „Nú er ég með fjóra Pólverja heima hjá mér. Einn þeirra hafði lent í erfiðum veik- indum. Það kostaði fjölskylduna mikið og því misstu þau húsnæð- ið,“ segir filippseyski ræðismað- ur sem þótti sjálfsagt að skjóta skjólshúsi yfir fólkið í vandræð- um þeirra á Íslandi. Þeim sem vilja leggja Maríu lið við söfnunina er bent á að hægt er að skilja föt eða aðra muni eftir við Auðbrekku 18 í Kópavogi. Safnar fyrir Filippseyinga og skýtur skjólshúsi yfir Pólverja Gott mál og punktur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.