Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 106

Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 106
 Körfuboltastjarnan Le- Bron James stendur í stórræðum þessa dagana enda að byggja hús sem er rúmlega 35 þúsund fer- metrar. Þeir sem til þekkja segja húsið miklu frekar líkjast höll enda verður bío, keilusalur, spila- víti og rakarastofa í höll James. Húsið er byggt á stórri jörð rétt fyrir utan Cleveland og verður til- búið á næsta ári. Byggingarsvæð- ið er tæplega sex hektarar. Fyrir utan spilasalinn, bíóið og allan íburðinn þá er heimilið sjálft með ellefu svefnherbergjum. Á fyrstu hæðinni verður svíta þar sem meðal annars er tveggja hæða fataskápur sem er stærri en flest húsin í nágrannabæ hall- ar James. Nú þegar er fjöldi fólk farinn að leggja leið sína að byggingasvæð- inu þó enn sem komið er sé lítið að sjá. Gárungarnir eru þegar byrjað- ir að nefna húsið, búgarðinn eða skemmtigarðinn LeBron Land. Ungstirnið hefur sett sér það markmið að verða fyrsti íþrótta- maður sögunnar sem er metinn á einn milljarð dollara. Byggir hús með keilusal og spilavíti Eyjólfi Sverrissyni var tíðrætt í aðdraganda leiks Spánar og Íslands hvort þeir leikmenn sem honum stæði til boða væru í leikæfingu eða ekki. Sérstak- lega þó hvort þeir væru búnir að venjast við að spila á grasi eða gervigrasi undanfarna mánuði. Fram undan væri leikur sem færi fram á, jú, grasi. Þessi rök hafa ekki komið fram hjá landsliðs- þjálfara áður. Skiptir það einhverju máli hvort menn hafa spilað á gervigrasi eða ekki? Aðalmál- ið er hvort menn hafi spilað einhvern alvöru bolta eða ekki. Það er þó kórrétt hjá Eyjólfi að hans höfuðverk- ur stafar að miklu leyti til af því að hans menn eru flestir að spila annaðhvort yfir sumartímann (Ís- land, Svíþjóð, Noregur) eða vetrartímann (önnur lönd). Það er því ekki nema að hluta til sem allir leikmenn eru í leikæfingu. Grasmennirnir, þeir sem eru í leikæfingu, duttu út hver á fætur öðrum í aðdraganda leiksins. Fyrst Heiðar Helguson af persónulegum ástæðum. Svo Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvalds- son vegna meiðsla og Jóhannes Karl Guðjónsson vegna barneigna konu sinnar. Þetta eitt og sér var nóg til að dæma þennan leik gegn Spánverjum dauð- an og ómerkan að flestra mati. En þeir íslensku strákar sem fengu að spila í fyrradag stóðu sig flestir þokkalega. Það var þó allt of áberandi hvaða leikmenn væru í leikformi og hverjir ekki. Arnar Þór Viðarsson á 22 mínútur í hollensku úrvalsdeildinni í vetur, Emil Hallfreðsson á ekki alvöru leik síðan í október og Kristján Örn Sigurðsson er rétt að skríða saman eftir meiðsli. Þá hefur Hannes Sigurðsson verið sjóðheitur í und- anförnum æfingaleikjum Viking en þurfti að víkja fyrir varaliðsmanni Tottenham. Grétar Rafn Steinsson var annar tveggja í liðinu sem var í almennilegri leikæfingu. En af einhverj- um óskiljanlegum ástæðum var hann látinn spila aðra stöðu en þá sem hann hefur gert í allan vetur! Margir stóðu sig þó vel: Árni Gautur þrátt fyrir að hafa farið í uppskurð fyrir skömmu og nýliðinn Gunnar Þór Gunnarsson komst klakklaust í gegnum leikinn. Hann féll með Fram í 1. deildina fyrir einu og hálfu ári síðan. Það var margt ágætt í þessum leik. En byrjun- arliðið var skrítið. Fyrsta skrefið ætti að velja þá menn sem eru bestir í hverri stöðu fyrir sig. Áður- nefnt tilfelli Grétars er ágætt dæmi um það. Það er bara einn maður yfir þessa umræðu hafinn í ís- lenska landsliðinu, það er vitanlega fyrirliðinn. Gras og gervigras er spurningin, segir Eyjólfur. Það var einnig lykil- þáttur í þeirri ákvörðun að fara ekki til Svartfjallalands á laugardaginn síðasta. Það voru mistök. Eftir stend- ur einn ómarktækur leikur sem fór fram í gríðarmiklum vatnselg, þar sem menn lágu í vörn langstærsta hluta leiksins. Næst eru það Li- echtenstein og Svíþjóð. Krafan hlýtur að vera að minnsta kosti fjögur stig en enn á ný rennum við að miklum hluta blint í sjó- inn vegna skorts á almenni- legum verkefnum undan- farna mánuði. Gras og gervigras Það er greinilega mik- ill léttir í herbúðum Spánverja ef marka má blöð gærdagsins á Spáni. Mörg þeirra, sérstaklega þau sem eru á bandi Barcelona, segja að markaskorarinn Iniesta hafi reynst hetja spænska liðsins. Mundo Deportivo segir hann vera „ofurstjörnu“ Spánverja. Það blað er eitt þriggja af þeim fimm stóru á Spáni sem gáfu Árna Gauti Arasyni fullt hús fyrir frammistöðu hans í íslenska markinu í gær. As gengur skref- inu lengra og gefur honum einum bestu einkunn í báðum liðum. Blöðin voru misánægð með fyr- irliðann Eið Smára Guðjohnsen. Íþróttablöðin í Madríd, Marca og As, gefa honum núll á meðan Sport og Mundo Deportivo, frá Barce- lona, koma honum til varnar. Stað- setning blaðanna er þó engin til- viljun. Marca og As eru reyndar ansi grimm í sinni einkunnagjöf og gefa ófáum leikmönnum núll í ein- kunn. Ívar Ingimarsson er eini varnarmaðurinn sem fær núll hjá Marca. Hjá As er einkunnagjöfin ekki flókin; Árni Gautur er maður leiksins, vörnin fékk tvo, djúpu miðjumennirnir einn og restin núll. Þrír gáfu Árna Gauti fullt hús Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, er aftur kominn í fréttirnar vegna slæms heilsufars. Maradona liggur nú á sjúkra- húsi vegna reykinga og ofneyslu á mat og áfengi. Þetta 47 ára arg- entínska knattspyrnugoð hefur nú verið sprautað niður á heilsu- hæli á meðan líkaminn nær að jafna sig. Kappinn var þó sjálfur ekkert á þeim buxunum að leggj- ast inn. Maradona er ekki í lífshættu en hann hefur oftar en ekki farið illa með sig, ekki síst á meðan hann var háður eiturlyfjum. Áfengi og reykingar eru hins vegar tveir af löstunum sem hann hefur aldrei tekist að losna við. Sprautaður nið- ur á sjúkrahúsi Spænski landsliðsfram- herjinn Fernando Morientes fór úr úr axlarlið í lok fyrri hálf- leiks gegn Íslandi á miðvikudags- kvöldið. Morientes spilar með Valencia sem mætir Chelsea í átta liða úr- slitunum meistaradeildarinnar en getur ekkert verið með í leikjun- um vegna meiðslanna. Morientes má ekki hreyfa öxlina í fimmtán daga og verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur. Hann hefur áður farið úr axlar- lið og það gerir meiðslin erfiðari viðfangs. Hann flæktist í mark- netinu og datt illa eftir að hafa verið að fylgja eftir einu af þeim mörgu skotum sem Árni Gautur Arason varði í leiknum. Ekki með á móti Chelsea V in ni ng ar v er ða a fh en d ir h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey ti ð. 9. HVER VINNUR! SENDU SMS BTC CCF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU STALKER, COMMAND AND CONQUER, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA SMS LEIKUR LENDIR 29. MARS Í BT! LENDIR 23. MARS Í BT! 9. HVERVINNUR! SMSLEIKUR V in ni ng ar v er ða a fh en d ir h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.