Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 13

Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 13
VR hefur ákveðið að lækka fé- lagsgjöld um þrjátíu prósent eða úr einu pró- senti af heildarlaunum í 0,7 pró- sent. Lækkunin tekur gildi 1. júlí, að sögn Stefaníu Magnús- dóttur, varaformanns VR. „Það tekur auðvitað tíma að ganga frá svona breytingum í sam- bandi við launakerfi og þess vegna tekur breytingin ekki gildi fyrr en þá,“ segir hún. VR var rekið með 980 millj- óna króna hagnaði í fyrra. „Fé- lagið stendur það vel að við teljum enga ástæðu til að safna í sjóði heldur viljum frekar láta félagsmenn njóta þess. Við njótum hagkvæmni stærðarinnar,“ segir hún. Í VR eru nú 26 þúsund félagsmenn og snerta þessar breytingar því um fjórða hvern starf- andi mann á höfuðborgarsvæðinu. Langflest félögin innan Rafiðnaðarsam- bandsins hafa samþykkt lækkun félagsgjalda upp á tæp tíu prósent, eða úr 1,1 prósenti í 1,0 prósent, og afnám iðgjaldaþaks. Björn Ágúst Sigurjónsson, fulltrúi hjá Rafiðnaðarsamband- inu, segir að lækkunin taki gildi um áramótin ef öll félögin samþykki hana. Hallór Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóri ASÍ, býst við að frekari umræða fari í gang í kjölfarið á þessum lækkunum, sérstak- lega hjá verkalýðsfélögum með sterka rekstr- arstöðu. - VR lækkar félagsgjöld um 30 prósent Þrettán manns voru handteknir eftir óeirðir ung- menna í járnbrautastöðinni Gare du Nord í París á miðvikudag, að því er franski innanríkisráðherr- ann greindi frá. Óeirðirnar hófust er miðalaus maður kýldi tvo miðaverði sem voru við eftirlit í jarðlestarstöð Gare du Nord. Gengi ungmenna gekk berserksgang, braut rúður og rændi verslanir. Nýi innanríkisráðherrann Fran- cois Baroin, sem tók við embætt- inu af Nicolas Sarkozy á mánudag, sagði viðbrögð við miðaeftirlitinu hafa „farið úr böndunum og breyst í skæruhernað, í ólíðandi ofbeldi“. Margt þeirra ungmenna úr inn- flytjendafjölskyldum í úthverfun- um norður af París, þar sem óeirð- irnar urðu verstar í nóvember 2005, á leið um Gare du Nord. Berserksgangur eftir miðaeftirlit Lögregla í Japan notaði fiskinet og hendurnar til að moka peningaseðlum upp á 2,7 milljón- ir jena, andvirði rúmlega 1,5 millj- ónum króna, upp úr á utan við Tókýó. Vegfarandi gerði lögreglu við- vart er hann sá peningaseðla á floti í Sakai-ánni á mörkum Tókýó- og Kanagawa-sýslna, að því er tals- maður lögreglu greindi frá. Alls tókst að veiða 270 10.000-jena seðla upp úr ánni. Rannsókn stend- ur yfir á því hvernig á því stendur að seðlunum var fleygt í ána. Séu þeir ófalsaðir og þeirra ekki vitjað af réttmætum eiganda innan hálfs árs rennur féð í ríkissjóð. Seðlar veiddir upp úr á í Japan Samtök um betri byggð lýsa yfir eindreginni and- stöðu við fyrirhugaða stækkun ál- vers ALCAN í Straumsvík. Í yfirlýsingu frá samtökunum kemur fram að stækkun álvers svo nærri byggð sé fullkomin tímaskekkja. Samtökin benda á að útblástur frá stækkuðu álveri geti haft áhrif á heilsufar íbúa á höfuðborgarsvæðinu og að um- hverfisspjöll vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár verði veruleg. Þá harma samtökin það hve ójafn leikurinn í áróðursstríðinu sé. ALCAN hafi ótakmarkað fjár- magn meðan grasrótarsamtök á borð við Sól í Straumi þurfi að leita í vasa félagsmanna sinna. Samtök um betri byggð eru umhverfis- og neytendasamtök á sviði borgarskipulags á höfuð- borgarsvæðinu. Telja álverið tímaskekkju
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.