Fréttablaðið - 22.04.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 22.04.2007, Síða 1
www.xf.is Verðtrygging er verðbólguhvetjandi. AFNEMUM VERÐTRYGGINGU! framsokn.is Árangur áfram - ekkert stopp Leikkonan Ylfa Edelstein landaði nýlega stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum Law & Order Undanfarin átján ár hefur Orri Vigfússon, athafnamaður og sérlegur vernd- ari villtra laxastofna í Norður- Atlantshafi, helgað líf sitt barátt- unni fyrir verndun og viðgangi villts laxs á norðurslóðum. Aðferðafræði hans í umhverfis- vernd byggir á kapítalískum hug- myndum. Hann kaupir upp veiði- réttindi og ræðst þannig gegn laxveiðum í net á hafi úti, í fullri sátt við sjómenn því markmið hans er að allir hagnist. Í gegnum tíðina hafa Orra hlotnast ýmsar viðurkenningar fyrir þessa baráttu sína. Mesta viðurkenning hans hingað til er að vera nú meðal sex sem fá verðlaun og viðurkenningu frá hinum virta Goldman-umhverfis- verðlaunasjóði sem eru þau stærstu sinnar tegundar á heims- vísu. Ráð sem í sitja fulltrúar ýmissa umhverfisverndarsam- taka víðs vegar að úr heiminum velur verðlaunahafana. Orra er meðal annars þakkað öðrum mönnum fremur að villti laxinn á norðurslóð er ekki útdauður. Bjargar villtum laxi á norður- hveli jarðar Danska krónprinsessan Mary Donaldson fæddi síðdegis í gær dóttur á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Prinsessan er annað barn Mary og Friðriks krón- prins. Fyrir eiga þau hinn átján mánaða gamla Kristján prins. Friðrik krónprins sagði á blaða- mannafundi í gær að móður og barni heilsaðist vel. Stúlkan var rúmlega þrettán merkur og fimm- tíu sentimetrar. Krónprinsinn var viðstaddur fæðinguna og sagði það hafa verið auðveldara en í fyrra skiptið. Hann var ánægður með að eignast stúlku, en hjónin höfðu ekki vitað hvors kyns barnið væri. Krónprinsessan fæddi stúlku Samfylkingin og Vinstri græn eru nánast með jafnt fylgi í nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins. 20,3 prósent segjast myndu kjósa Samfylkingu en 19,7 prósent segjast myndu kjósa Vinstri græn. Miðað við þetta fengi Samfylking fjórtán menn kjörna á þing en Vinstri græn þrettán. Formenn flokkanna tveggja eru báðir bjartsýnir. „Þetta er ágætis útkoma hjá okkur. Við erum á upp- leið aftur miðað við síðustu mæl- ingu. Vonbrigðin eru þau að of miklar líkur eru á því að ríkis- stjórnin haldi velli því að kraftarn- ir dreifast svo mikið. Það er stemn- ing fyrir breytingum í vor,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „Ég er sannfærð um að Sam- fylkingin er á mikilli siglingu, ég hef fundið það bæði á fólki og í landshlutakönnunum sem gerðar hafa verið, þannig að ég held að þessi könnun sé bara undantekn- ingin sem sannar regluna,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur mælist enn sem áður stærsti flokkurinn og segjast nú 41,2 prósent myndu kjósa flokkinn. Hann fengi því 29 þingmenn kjörna. Framsókn bætir svolítið við sig og mælist fylgi flokksins nú 10,4 prósent og hann fengi sjö þing- menn kjörna. Jón Sigurðsson, for- maður Framsóknarflokksins, segir flokksmenn hafa haft fylgisaukn- ingu sterkt á tilfinningunni. „Þetta er í samræmi við þróun í skoðana- könnunum fyrir réttum fjórum árum. Mér finnst á þessu að fylgið sé farið að koma fram.“ Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl 2003 mæld- ist Framsóknarflokkurinn með 12,8 prósenta fylgi. Fylgi annarra flokka mælist innan við fimm prósent og er þeim því ekki úthlutað þingsæti. 4,0 pró- sent segjast myndu kjósa Íslands- hreyfinguna, 3,2 prósent styðja Frjálslynda flokkinn og 1,2 prósent styðja Baráttusamtök eldri borg- ara og öryrkja. Samfylkingin og Vinstri græn jöfn Samfylking og Vinstri græn eru með nánast jafnt fylgi samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsinns. Núverandi ríkisstjórn myndi halda velli með 36 þingmenn. Fylgi Framsóknarflokks mælist aftur í tveggja stafa tölu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.