Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 2

Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 2
Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Mikill meirihluti lands- manna, eða 75 prósent, telur 35,72 prósenta skatt á tekjur einstakl- inga of háan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Einungis 1,5 prósent telja tekjuskattinn of lágan. Þá telja tæp tuttugu prósent að tíu prósenta fjármagnstekjuskatt- ur sé of hár, um 53 prósent að hann sé hæfilegur og tæp 28 prósent að hann sé of lágur. Um 23 prósent telja að 18 prósenta skattur á fyrirtæki sé of lágur, 58 prósent að hann sé hæfilegur og 19 prósent of hár. Flestir vilja lægri tekjuskatt Landssamtök landeigenda á Íslandi ítreka í fréttatilkynningu ósk sína um svör frá frambjóðendum og flokkum um þjóðlendumálið. Samtökin kölluðu í byrjun mánaðar eftir skriflegum svörum frá stjórnmálaflokkum um hvort þeir hygðust beita sér fyrir breytingu á lögum um þjóðlendur eða framkvæmdum þeirra laga. Í tilkynningu segir að engin svör hafi enn borist samtökunum. Í tilkynningu segir að ályktanir af flokksþingum og landsfundum dugi ekki til, kallað sé eftir yfirlýsingu um áform flokkanna í þjóðlendumálum. Krefjast svara um þjóðlendur Lífeyrissjóðirnir hafa hagnast um 170 milljarða frá árinu 2002 vegna kaupa á hlutabréfum bankanna. Þetta segir Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, í grein í Fréttablaðinu í dag. „Því hefur verið haldið fram að þjóðin hafi verið hlunn- farin þegar ríkið seldi bankana og verðhækkun þeirra nýtist nú einungis fámennum hópi eigenda þeirra. Þetta er auðvitað rangt. [...] Þessi glæsilegi árangur lífeyrissjóðanna er árangur okkar allra,“ segir Illugi, sem vísar því á bug að ójöfnuður hafi aukist í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Lífeyrissjóðir hagnast mikið Samningaviðræður um kaup borgarinnar á lóðunum að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 hefjast í vikunni. Kaupverðið er ekki ljóst en á lóðinni við Austurstræti er byggingarréttur fyrir stærra hús en var fyrir. Talið er að verðmæti byggingarréttarins á Austurstrætislóðinni einni nemi hátt í 200 milljónir króna. Verðhugmyndir hafa ekki enn verið nefndar en Ást- ráður Haraldsson, lögmaður eigendanna að Austur- stræti 22, segir byggingarréttinn mjög verðmætan. Á lóðinni megi reisa stórhýsi upp á 1.700-1.800 fermetra. Jón Guðmundsson fasteignasali áætlar að endanlegt söluverð geti numið um 400 milljónum króna. Inni í þeirri tölu sé kostnaður við kaupin, endurbyggingin og svo hagnaður byggingaraðilans. Borgaryfirvöld funduðu með eigendum og fulltrú- um tryggingafélaganna í gærmorgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að ákveðið hafi verið að ganga til samningaviðræðna við eigendur lóðanna. Garðar Hannes Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri fasteignafélagsins Eikar sem á Lækjargötu 2, segir að Eik komi til viðræðnanna með opnum hug gagnvart Reykjavíkurborg. Ástráður Har- aldsson telur að það geti að sumu leyti verið heppilegt að borgin hafi full umráð yfir framkvæmdum á lóðun- um. Austurstræti 22 hefur verið í eigu sömu fjöl- skyldu frá 1915. Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgar- stjóra, segir að brunarústirnar séu „svöðusár í hjarta borgarinnar“. Vinna við endurbygginguna þurfi að hefjast sem fyrst og ákvörðun um það sé á hendi borgarstjóra. Málið þurfi ekki að fara fyrir borgar- stjórn fyrr en niðurstaða hafi fengist um kaupverð. Þá verði kaupsamningur gerður og hann lagður fyrir borgarstjórn. Hanna Birna segir að stefnt sé að því að byrgja brunasárin með einhverjum aðlaðandi hætti á næstunni. Þar komi ýmislegt til greina en ekkert hafi verið ákveðið enn. Erlendis tíðkist til dæmis að reisa veggi umhverfis svona svæði, jafnvel með myndum af húsunum sem þar voru. Net hefur þegar verið strengt yfir brunasvæðið til að varna foki. Kostar borgarsjóð hundruð milljóna Samningaviðræður um kaup á Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 hefjast í vikunni. Verðmæti byggingarréttarins í Austurstræti nemur 200 milljónum króna. Kaup og endurbygging getur kostað borgina um 400 milljónir. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins gagnrýndu framkvæmd forsetakosninganna í Nígeríu í gær harðlega. Margir af 120 þúsund kjörstöðum í landinu voru opnaðir mörgum klukkutímum of seint og kosningaþáttaka var víða afar lítil. Tilraun var gerð til að sprengja aðalkosningaskrifstof- una og sjö lögreglumenn létu lífið í fyrirsát í Nassarawa- héraði, skammt frá höfuðborg- inni Abuja. Kosningabaráttan stendur helst milli Atiku Abubakar, varaforseta, Umaru Yar’Adua frambjóðanda stjórnarflokksins og Muhammadu Buhari, sem tapaði fyrir sitjandi forseta, Olusegun Obasanio, í kosningun- um 2003. Óeirðir og tafir á kjörstöðum Rúmlega þrítugur karlmaður var handtekinn í heimahúsi í Þorlákshöfn um hádegisbil í gær eftir að hafa ráðist á annan mann með hnífi og barið hann með stól. Fórnar- lambið, sem einnig er rúmlega þrítugt, slapp mjög vel að sögn lögreglunnar á Selfossi. Hann hlaut þó skurð á handlegg sem sauma þurfti fyrir. Ekki er ljóst hver aðdragandi árásarinnar var, en að sögn lögreglu kom upp ósætti á milli mannanna sem leiddi til þess að annar þeirra barði hinn með stól í höfuð og líkama, greip síðan borðhníf, lagði til hans og stakk í handlegg. Sá sem ráðist var á hlaut skurð á handlegg og þurfti að sauma fyrir það á sjúkrahúsinu á Selfossi. Lögregla segir báða mennina hafa verið undir áhrifum áfengis, en þó ekki dauðadrukkna. Lögregla handtók árásarmanninn skömmu eftir árásina. Vettvang- urinn var skoðaður og var maðurinn yfirheyrður í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir um hvað mennirnir deildu svo heiftarlega. Fjölskylda Seung-hui Cho, sem skaut 32 til bana og fyrirfór sér í Virginia Tech-háskól- anum í Bandaríkjunum á mánu- dag, baðst á föstudag fyrirgefn- ingar á eyðileggingunni sem Cho olli. „Hann hefur grætt heiminn. Við lifum í martröð,“ segir systir hans, Sun-kyung Cho, í skriflegri yfirlýsingu frá fjölskyldunni. Sun- Kyung hefur haldið sig til hlés ásamt foreldrum sínum og systur síðan á mánudag. Fjölskyldan hafði ekki tjáð sig um hörmulega atburði mánudagsins fyrr en á föstudag. Sun-kuyng segir fjölskylduna biðja fyrir öllum fórnarlömbum bróður síns, og nefnir þau öll á nafn. „Við syrgjum með fjölskyld- unum, Virginia Tech-samfélaginu, Virginíuríki og þjóðinni allri. Og heiminum,“ skrifar hún. „Við erum úrkula vonar, hjálparvana og týnd. Þetta er manneskja sem ég ólst upp með og elskaði. Nú finnst mér að ég þekki þessa manneskju ekki,“ skrifar Sun- kuyng um bróður sinn. „Við hefð- um aldrei getað ímyndað okkur að hann væri fær um svona mikið ofbeldi,“ segir hún. Hátt í tylft jarðarfara og minn- ingarathafna um fórnarlömbin Cho fóru fram í Blacksburg og víðar í Bandaríkjunum í gær. Við lifum í martröð Þorgrímur, þarf að fara að banna þig börnum? Lögreglan á Djúpavogi fékk tilkynningu í gærmorgun um að bíll lægi hálfur í flæðarmálinu við þorpið. Þegar lögregla kom á vettvang var bíllinn mannlaus. Lögreglan hafði uppi á eigand- anum, manni á þrítugsaldri, og kom í ljós að hann hafði misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann steyptist fram af vegkanti við fjöruborðið og lenti á hjólunum í flæðarmál- inu. Ökumaðurinn meiddist ekki en bíllinn mun vera mikið skemmd- ur. Lögreglu grunar að maðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. - Ók fram af veg- kanti og út í sjó

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.