Fréttablaðið - 22.04.2007, Page 10

Fréttablaðið - 22.04.2007, Page 10
greinar@frettabladid.is Pólitískar umræður geta tekið á sig hinar furðulegustu mynd- ir. Hver kannast ekki til dæmis við eftirfarandi brot úr umræðu- þáttum: „Það eru 4.600 fátæk börn á Íslandi.“ er sagt með dramat- ískri röddu stjórnarandstæðings. Til svars er stjórnarliðinn: „Já, en þessi tala er nú þannig fengin að það er tekið miðgildi tekna og þetta er sá hluti fjölskyldna sem er undir 25% af miðgildinu og kjör þessa hóps hafa batnað um 50% á síðustu tíu árum og reyndar eru þessir útreikningar þannig að ef allir hækkuðu um milljón á mánuði þá myndi áfram mælast 4.600 börn fátæk með þessari aðferð og....“ Stjórnarandstæðingurinn og þáttastjórnandinn horfa nú illilega á stjórnarliðann, þáttastjórnand- inn æfur yfir því að áhorfið er að þurrkast út vegna talnaflóðsins og stjórnarandstæðingurinn er fyrir löngu búinn að gefa sér að allt sem stjórnarliðinn segi sé hvort sem er andstyggilegur áróður og út- úrsnúningar. Og áður en stjórnar- liðinn kemst lengra í að ræða for- sendur þeirrar fullyrðingar að 4.600 börn mælist fátæk þá grípur stjórnarandstæðingurinn inn í og horfir meiningarfullur á andstæð- ing sinn: „Það á ekki að ræða um fátækt í tölum.“ Réttarhöldin hjá Kafka verða eðlileg og blátt áfram í samanburði við þessar samræður. Áður en lengra er haldið er því rétt að vara lesendur við því að í næstu línum eru nokkrar tölur. Við erum mjög rík þjóð sama á hvaða mælikvarða er litið og við höfum efnast vel á undanförnum árum. Það breytir ekki því að í samfélaginu okkar er til fátækt fólk á öllum aldri. Ég er þeirrar skoðunar að stjórnmálastarfið ein- kennist öðrum þræði af eilífri baráttu okkar gegn fátækt, bar- áttu sem lýkur seint og jafnvel aldrei. Það sem mestu skiptir er hvort okkur miðar áleiðis eða ekki. Engum blöðum er um það að fletta að það eru til fátæk börn á Íslandi, samkvæmt þeirri rannsókn sem vísað var til í upphafi þá eru nú hlutfallslega jafn mörg börn fátæk eins og þegar Alþýðuflokkurinn var síðast í ríkisstjórn þ.e. árið 1994. Munurinn er sá að kjör þessa hóps hafa batnað að raungildi um 50% og það skiptir máli. Gjarnan er því haldið fram að ójöfnuður hafi vaxið gríðarlega í tíð þessarar ríkissjórnar og að ein- ungis fáir hafi notið góðærisins. Ég mæti varla svo á pólitíska kapp- ræðufundi án þess að þessi full- yrðing heyrist. Þegar litið er nánar á málið þá kemur í ljós að þessar fullyrðingar eru ekki studdar nein- um marktækum rökum. Alþjóð- legar rannsóknir sýna til dæmis að á Íslandi er hvað mestur jöfn- uður í Evrópu og mælingar á ráð- stöfunartekjum fólks á undanförn- um árum sýna að allir hópar hafa aukið kaupmátt sinn verulega. Aðalmálið er að við búum til sam- félag þar sem fólk festist ekki í fá- tæktargildrum, að það eigi allir möguleika á því að bjarga sér. Næg atvinna og fjölbreytt efna- hagslíf er besta vörnin gegn fá- tækt og öflug efnahagsstarfsemi gerir okkur mögulegt að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi. Vissulega er það rétt að það er hópur fólks sem hefur aukið tekj- ur sínar gríðarlega á undanförnum árum. En það er fjarri öllu lagi að halda því fram að einungis lítill hluti þjóðarinnar hafi bætt stöðu sína. Nærri 60% kaupmáttaraukn- ing sýnir hversu almennur ávinn- ingurinn þjóðarinnar er. Gríðarleg- ur fjöldi hefur aukið eignir sínar með því að fjárfesta í hlutabréfum og um leið eflt viðskiptalífið veru- lega. En það eru ekki bara þeir sem hafa fjárfest sjálfir í hluta- bréfum sem hafa hagnast á því að þau hafa hækkað í verði. Við höfum öll hagnast á hlutabréfa- markaðinum og notið góðs af því að fyrirtækjunum í landinu hafa verið búin góð rekstrarskilyrði. Lífeyrissjóðirnir eru í eign heimilanna í landinu. Þeir fjár- festa lífeyrissparnað okkar og við njótum árangurs af starfi þeirra þegar við setjumst í helgan stein. Hækkunin á hlutabréfavísitölunni hefur gert það að verkum að líf- eyrissjóðirnir okkar hafa hagnast gríðarlega. Á síðasta áratug hafa íslensk hlutabréf í eigu lífeyris- sjóðanna hækkað í verði um sam- tals 300 milljarða króna á verðlagi ársins 2006. Heildareignir lífeyris- sjóðanna í landinu eru núna um 1.500 milljarðar og þetta eru pen- ingar sem við eigum öll saman. Því hefur verið haldið fram að þjóðin hafi verið hlunnfarin þegar ríkið seldi bankana og verðhækkun þeirra nýtist nú einungis fámenn- um hópi eigenda þeirra. Þetta er auðvitað rangt. Ríkið seldi bank- ana á eins háu verði og hægt var að fá fyrir þá á þeim tíma. En ekki er síður mikilvægt að líta til fjárfest- inga lífeyrissjóðanna í hlutabréf- um bankanna. Verðmæti þeirra bréfa hefur hækkað samanlagt um 170 milljarða frá 2002. Þessi glæsi- legi árangur lífeyrissjóðanna er ár- angur okkar allra, við njótum vel- gengni bankanna og fyrirtækj- anna í myndarlegri og tryggari lífeyrisgreiðslum á næstu árum og áratugum. Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru metnaðarfyllstu markmið sem al- þjóðasamfélagið hefur sett sér frá stofn- un S.þ. Alls eru þúsaldarmarkmiðin átta og leggur hið áttunda í röðinni áherslu á að styrkja hnattræna samvinnu um þróun. Í þessu felst ekki aðeins að auka beri opinber framlög til þróunarsam- vinnu, stuðla að lækkun erlendra skulda þróunarríkjanna og bæta aðgang þróun- arlandanna að mörkuðum í iðnríkjunum, heldur einnig viðurkenning á því mikilvæga hlut- verki sem einkageirinn getur leikið við að skapa al- menningi í fátækari ríkjum heims betri lífskjör. Fyrir skemmstu skrifaði ég undir samstarfs- samning utanríkisráðuneytisins og Þróunaráætlun- ar Sameinuðu þjóðanna um að efla samstarf hins opinbera og einkageirans í þróunarlöndum. Í samn- ingnum felst að á næstu þremur árum verða sett saman fimm tilraunaverkefni í samstarfi við ís- lensk fyrirtæki, stofnanir og samtök sem miða að uppbyggingu á raunhæfu samstarfi opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum. Utanríkisráðu- neytið mun verja um 10 milljónum króna til verk- efnisins. Af þessu tilefni héldu utanríkisráðuneytið og Þróunaráætlun S.þ. morgunverðarfund þar sem Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hélt meðal annars ávarp. Í máli Bjarna kom glögglega fram að Glitnir hefur með skýrum hætti skilgreint sam- félagslega ábyrgð sína og sett sér ákveðin markmið um hvernig fyrirtækið ætlar sér að standa undir þeirri ábyrgð. Það er sannfæring mín að öflug alþjóð- leg fyrirtæki sem axla samfélagslega ábyrgð sína af heilum hug geti skipt sköp- um fyrir efnahagsþróun í fátækari ríkjum heims. Þess vegna tel ég mjög brýnt að auka samstarf hins opinbera og einkageir- ans enn frekar þegar kemur að þátttöku Íslands í þróunarsamvinnu. Undirritun samstarfssamningsins við Þróunar- áætlun S.þ. er meðal fyrstu skrefanna í þessa átt. En ég tel að við eigum að taka fleiri og stærri skref. Eitt slíkt skref gæti verið stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs sem komið gæti að útrás ís- lenskra fyrirtækja til þróunarríkja og uppbygg- ingu viðskipta við þróunarlönd. Fyrirmyndir af slíkum sjóðum má finna víða í nágrannalöndum. Leiðin að þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anan kann að virðast löng og torsótt. En með hverju því skrefi sem við stígum af þessu tagi fær- umst við nær þessum brýnustu markmiðum al- þjóðasamfélagsins. Höfundur er utanríkisráðherra. Þróun í útrás 13.-17. maí 2007 Fræðslu- og kynnisferð til Kasakstan Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Kasakstan er eitt af stærstu löndum heims og er mjög auðugt af náttúruauðlindum. Landið er að opnast fyrir erlendum fjárfestingum. Hagkerfi Kasakstan er stærra en allra hinna Mið-Asíuríkjana samanlagt og hagvöxtur í landinu er yfir 10%. Útflutningsráð stendur fyrir fræðslu- og kynnisferð til Kasakstan um miðjan maí. Fyrirtæki sem hafa áhuga á viðskiptum á þessum ört vaxandi markaði eru hvött til að hafa samband sem fyrst og skrá þátttöku, en skráningarfrestur er til 26. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Svansson, gudjon@utflutningsrad.is og í síma 511 4000. I R A P P • AÍ S • 70 79 1 Árangur okkar allra A lþingi hefur fjölþætt stjórnskipulegt hlutverk. Löggjafar- hlutverkið er samkvæmt hlutanna eðli fyrirferðarmest. Þingræðisreglan felur síðan í sér að þingið axlar ábyrgð á ríkisstjórn á hverjum tíma. Loks er fjárveitingavaldið í höndum þess. Ákvarðanir Alþingis sem fjárveitingavalds renna beint í æðar borgaranna með margvíslegum hætti. Í pólitískri umræðu er þó oft og einatt gert lítið úr þessu mikilvæga starfi þjóðþingsins. Þeir þingmenn sem mest láta sig skipta hvernig tekjum ríkisins er deilt niður eru gjarnan kallaðir fyrirgreiðsluþingmenn í fremur niðrandi merkingu. Sumir vilja afnema kjördæmaskipan með þeim rökum að koma þurfi í veg fyrir að þingmenn togist á um fjármuni á grundvelli persónulegra kynna og þekkingar á málefnum eftir byggðarlögum. Þetta er mikill misskilningur á eðli Alþingis sem fjárveitinga- valds. Oftrú á yfirborðsþekkingu og meðaltölum bætir ekki lýðræðið. Þvert á móti má færa fyrir því gild rök að núverandi kjördæmi séu of stór. Afleiðingin er sú að þingmenn hafa minni möguleika en ella að komast í náin kynni við dagleg viðfangsefni kjósenda sinna og óskir þeirra um skiptingu skattpeninganna. Alþingi á að endurspegla fjölbreytt viðhorf kjósenda um þessi efni. Það er lágkúrulegt að tala niðrandi um þá þingmenn sem leggja rækt við hlutverk sitt sem fjárveitingavald. Hitt er annað að oft má gera meiri kröfur um ábyrgð til þeirra sem um þessi mál fjalla. Það á ekki síst við í aðdraganda kosninga. Vandinn er sá að það freistar margra að lofa meiri útgjöldum en tekjurnar leyfa. Þeir fundir frambjóðenda sem nú berast út til almennings, mest á öldum ljósvakans, eru flestir þessu marki brenndir. Hér hefur ekki skapast öguð umræðuhefð um þessi efni. Þegar frambjóðandi er spurður hvernig hann hyggist afla fjár til að uppfylla loforð um ný verkefni gefur hann það einfalda svar að það muni gerast með nýrri forgangsröðun. Þar við situr. Forgangs- röðun er lausnarorðið. Það verkar eins og töfrar. Sjaldnast er kall- að eftir frekari skýringum. Forgangsröðun felur hins vegar í sér að eitt verkefni er lagt niður til þess að rýma fyrir öðru. Þeir frambjóðendur sem víkja sér undan að gera grein fyrir því hvað eigi að víkja að jöfnu verðmæti fyrir nýjum viðfangsefnum fara með tál. Þeir eru ekki heiðarlegir gagnvart kjósendum sínum. Kjarni málsins er hins vegar sá að hér er ekki hefð fyrir því í stjórnmálaumræðum né heldur fjölmiðlaumfjöllun að knýja menn til þess að setja ákveðin gildi beggja megin í jöfnuna. Meðal sumra þjóða er pólitísk umræða um skiptingu skattpen- inganna svo öguð að frambjóðendur koma sér helst aldrei í þá stöðu að láta andstæðinga sína eða fjölmiðla spyrja um þau verkefni sem eiga að víkja þegar forgangsraðað er upp á nýtt. Þá verða menn að athlægi og missa trúnað þeirra sem valdið hafa á kjördag. Á hverjum tíma eiga frambjóðendur allra flokka hlut að máli að því er þetta varðar. Eðli máls samkvæmt eru það þó fremur stjórnar- andstæðingar sem sækja á með málflutningi af þessu tagi. Hinir verja að öllu jöfnu gildandi ákvarðanir þó að á því geti líka verið misbrestur. Bragarbót yrði að sterkum umræðuaga um þessu efni. Töfrar eða tál?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.