Fréttablaðið - 22.04.2007, Page 11

Fréttablaðið - 22.04.2007, Page 11
Fyrir nokkrum árum var reist yfir Reykjanesbraut, rétt ofan Blesu- grófar, 100 metra löng vindharpa með tvö þúsund lóðréttum hljóm- blöðum. Lengd hljómblaðanna er alls fjórir km. Hörpunni var þannig lýst í Frétta- blaðinu að: „í stífum suðlægum vindi berast ómar henn- ar upp á Bú- staðaháls. Ríkjandi tónar eru F, G, A og H undir háa C- i. Stundum slær harpan sér niður um nokkrar áttundir og myndar þá djúpa breiða vofutóna, sem hræða börn.“ Sagt var að slagur hörpunn- ar ylli ískri í hlustatækjum heyrnar- skertra og slíkri skelfingu hjá hund- um að þeir fengju niðurgang og skriðu ýlfrandi undir rúm. Sá kost- ur fylgdi þó, sagði í Fréttablaðinu, að mýs þyldu illa hátíðnihljóð og flýðu svæðið þó bjartur dagur væri. Vindharpan er jafnframt ætluð sem göngubrú yfir Reykjanesbraut. Íbúar norðan vindhörpunnar kvörtuðu sáran undan óþægindum og svefnleysi, sem óhljóð hennar ollu. Vegagerðin brást drengilega við og dembdi krossviði innan við hljómblöðin. Harpan þagnaði, og hönnuðir nöguðu handarbökin og hugsuðu – vitlaust. Að ráðum Línuhönnunar, sem hannaði vindhörpuna, var kross- viðurinn fjarlægður í haust er leið og í hans stað settar gataðar plötur úr ryðfríu stáli. Í hverri plötu eru 4.300 göt 1 cm í þvermál. Plöturn- ar eru 66 og heildarfjöldi gatanna því 283.800. Fáum til undrunar en flestum til ama gerist það nú í suðlægum áttum að þessi 283.800 göt breyt- ast í púkablístrur, sem væla og ýla eins og tónstiginn spannar. Þegar það ærandi blístur kemur saman við veinið úr tvö þúsund hljóm- blöðum vindhörpunnar, þá verður það að árás á almannaheill. Nú hafa svefnvana íbúar grátbeð- ið Vegagerðina að létta þessum ósköpum af og koma aftur með gamla lúna krossviðinn. En allt kemur fyrir ekki. Það er eins og blístrið hafi ært úr henni heyrn- ina. Þolendur hremminganna hug- leiða nú að skenkja samgönguráð- herra og vegamálastjóra nokkra skammta af þeirra eigin graut. Það yrði gert þanneginn, að hljóðrita ærandi blístur og vein mannvirk- isins, og endurflytja það svo um nætur í íbúðahverfum þeirra. Það er vitað að þolendur hremm- inganna eiga talsmenn innan Vega- gerðarinnar. Vonandi auðnast þeim talsmönnum að ná fram úrbótum og fría þannig samgönguráðherra og vegamálastjóra og saklausa nágranna frá þeirri raun og háð- ung að ná ekki svefni sínum vegna eigin óhljóða. Þess ber að geta að í frásögn Fréttablaðsins, sem vitnað er til hér að ofan, var tekið fram sérstak- lega að Línuhönnun sú, sem um er rætt, er ekki tengd Línu Langsokk. Höfundur er íbúi í Stjörnugróf. 283 þús- und púka- blístrur ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 53 62 0 4/ 07 Aldraðir hafa átt allan okkar stuðning í áratugi. Taktu þátt því þörfin er brýn. Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. Opið um helgina í aðalumboðinu Tjarnargötu 10, kl. 12:00 - 18:00. Hringdu núna í síma 561 7757 - Kauptu miða á www.das.is V- RO DHarley6x + 3 milljónir í bakpokann á tvöfaldan miða! + 6,3 milljónir í skottið á tvöfaldan miða! 6xLexus GS 300 Miðasalan er hafin -vinningur í hverri viku 768 skattfrjálsar milljónir í peningum á árinu Vinningarnir ver ða til sýnis í Smáralindinni um helgina Smáralind um helgina Nýtt happdrættisár - enn glæsilegri vinningar! Ekki fara heim með ókunnugum! Þú getur treyst TOYO dekkjunum til að koma þér öruggum heim. Sími 561 4110 Vagnhöfða 23 - S: 590 2000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.