Fréttablaðið - 22.04.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 22.04.2007, Síða 18
Í hópnum sem málið bein- ist að eru tíu manns á aldr- inum fimmtán til 26 ára. Ákæruliðirnir eru alls sjö- tíu talsins og eru flestir þeirra vegna innbrota og annarra þjófnaða, fjársvika, fíkni- efnamisferlis, eignarspjalla og mýmargra bílþjófnaða. Þrír menn tengjast langflestum brotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson (19 ára), Sigurbjörn Adam Baldvinsson (22 ára) og Jón Einar Randversson (24 ára). Þeir hlutu allir fangelsis- dóma í febrúar síðastliðnum sem hluti af Árnesgenginu svokallaða. Því fer nærri að mennirnir séu nokkurs konar methafar í þess- ari tegund afbrota. Á tímabilinu júní 2006 til og með janúar 2007 voru 1.007 einstaklingar á aldrin- um 16-25 ára kærðir fyrir hegn- ingar- eða sérrefsilagabrot (önnur en umferðarlagabrot) hjá embætt- um sem nú tilheyra embætti lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu. Langstærsti hluti þeirra var aðeins með eitt mál en um fjög- ur prósent einstaklinga á þessum aldri voru með fimm mál eða fleiri á tímabilinu. Sá sem var með flest var með 36 mál, en það eru ekki endilega allt mál sem farið hafa í ákæru. Þeir Sigurbjörn (39 ákæru- liðir) og Davíð (38 ákæruliðir) eru því greinilega nokkuð sér á báti. Helgi Gunnlaugsson, prófess- or í félagsfræði, sagði nýverið í Fréttablaðinu að um óvenjulega mikla virkni væri að ræða hjá litl- um hópi fólks á ekki lengra tíma- bili. „Ég man ekki eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma. Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem af- brot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera.“ Stefán Eiríks- son, lögreglu- stjóri höfuð- borgarsvæðis- ins, segir það hafa verið skýrt markmið og stefnu lög- reglunnar frá því að skipu- lagi hennar var breytt um áramót að taka af festu á síbrota- mönnum. „Frá síðustu áramótum hafa á þriðja tug manna verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald út af ýmsum fjármunabrotum, fyrst og fremst á grunni heimildar fyrir sí- brotagæslu. Þetta er mikil aukning sem bæði endurspeglar það að við erum að takast á við erfitt ástand en líka þá skýru stefnumörkun okkar að við tökum mjög hart á þessu og ætlum að reyna að grípa inn í um leið og hægt er.“ Hann segir þetta vera eitt af þeim aðalatriðum sem stefnt hafi verið að með breyttu skipulagi lögreglunnar. „Ég held að menn sjái þetta sem árangur af þess- um skipulagsbreytingum hjá lög- reglunni því fjöldi þeirra sem hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varð vegna fjármunabrota held ég að hafi ekki þekkst áður hér á landi. En þetta rímar fullkomlega við þessi meginmarkmið okkar að auka öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að gera það verðum við að sýna fram á að við höfum tök á því að takast á við ástand sem þetta.“ Erum að sýna festu „Við getum eflaust aukið og bætt þjónustu við þennan hóp harðra fíkla sem eru endurtekið að brjóta af sér og valda þjóðfélaginu skaða,“ segir Bjarni Össurarson, yfirlæknir vímuefnadeildar Land- spítalans. Hann segir líklegra til árang- urs að bjóða þeim upp á með- ferð með ákveðnum gulrótum en að dæma þá til meðferðar. „Þetta er gert víða erlendis, til dæmis í Bretlandi. Þar er samvinna milli dómskerfisins og heilbrigðiskerf- isins þannig að dómskerfið sér um eftirlit með einstaklingunum og heilbrigðiskerfið kemur á móti með meðferðarúrræði. Það þarf eflaust að fara yfir þessi mál hér á landi. Við erum heilbrigðisstofnun sem er að vinna með fólki, reyna að hafa áhrif á það og hjálpa því. Við setjum okkur því svolítið í lið með sjúklingunum. Þess vegna getum við ekki verið bæði með- ferðaraðilar og eftirlitsaðilar og því tökum við ekki oft við föngum í meðferð. Það er einfaldlega mjög erfitt að hjálpa þeim og hafa eft- irlit með þeim. Hlutverkaskipting milli eftirlitsaðilans og okkar um hvernig þetta ætti að vera þarf að vera alveg skýr.“ Getum ekki sinnt eftirliti líka Ótrúleg afbrotasaga Nýverið var þingfest mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hópur ungmenna var ákærður í alls sjötíu liðum vegna afbrota sem framin voru að langmestu leyti frá júlíbyrjun í fyrra og fram í lok janúar síðastliðins. Þórður Snær Júlíusson skoðaði ótrúlega afbrotasögu hópsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.