Fréttablaðið - 22.04.2007, Síða 34
Á hverju ári sækir fjöldi
fólks um störf hjá sumar-
búðunum í Reykjadal og
Laugalandi í Holtum.
„Þetta er að flestu leyti
sambærilegt hefðbundn-
um sumarbúðum, nema að
tekið er tillit til sérþarfa
hvers og eins,“ segir Alda
Róbertsdóttir, forstöðu-
maður sumarbúða í Reykja-
dal og Laugalandi í Holtum
fyrir fötluð börn og ung-
menni.
„Starfsemin snýst mikið
um útiveru og leiki,“ heldur
Alda áfram. „Hér eru
kajakbátar, hestar, sundlaug
og íþróttahús til afnota. Svo
ekki sé minnst á náttúruna
í kring, sem er óspart notuð
í fjallgöngur, veiðitúra, rat-
leiki og það sem kann að
veita krökkunum ánægju.“
Að sögn Öldu eru sumar-
búðirnar opnaðar um miðj-
an maí og þeim lokað aftur
um miðjan ágúst. „Tekið er
á móti samanlagt 250 börn-
um og ungmennum á aldrin-
um sex til átján ára. Hvert
þeirra fær úthlutað einni til
tveimur vikum og er raðað
niður í hópa eftir aldri og
skerðingu. Svo er ungmenn-
um á aldrinum 18 til 25 ára
boðið upp á sumarnámskeið
og verður Jónsi Í svört-
um fötum meðal annars
með tónlistarnámskeið í ár.
Síðan er boðið upp á helgar-
dvöl á veturna.“
Eins og gefur að skilja
þarf stóran hóp til að halda
utan um búðirnar og segir
Alda 70 starfsmenn tekna
inn á sumrin. „Það er
gríðarleg aðsókn hingað,
yfirleitt 200 umsóknir, og
við getum því valið úr úr-
valsfólki. Yfirleitt er þetta
skólafólk á aldrinum 18 til
28 ára, sem er að mennta sig
á uppeldissviði. Við tökum
inn þá sem hafa brennandi
áhuga og uppfylla kröfur
um menntun og hæfni. Þeir
sitja síðan þriggja daga
skyldunámskeið, þar sem
allt sem viðkemur starfinu
er kennt. Starfsmennirn-
ir fá síðan vinnu yfir vetur-
inn og hafa sumir unnið hér
í heil sex ár.“
Alda telur gott orðspor
vera helstu ástæðuna fyrir
ofangreindri aðsókn. Vel sé
látið af sumarbúðunum og
fólki finnist heiður að vinna
með krökkunum. Svo spilli
útiveran og leikirnir heldur
ekki fyrir.
Alda bendir á að laun séu
greidd samkvæmt kjara-
samningum Eflingar. „Þau
eru í samræmi við laun ann-
arra uppeldisstétta. Starfs-
fólk vinnur langa daga og
við það hækka launin.“
Að sögn Öldu ríkir mikil
eftirvænting hjá starfsfólki
að hefja störf enda spenn-
andi og lærdómsríkt sumar
fram undan.
Sjá www.slf.is
Margir vilja vinna
í sumarbúðum
Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða
bifreiðarstjóra í framtíðavinnu sem og sumar afleysingar.
Hægt er að fylla út Umsóknareyðublöð á www.teitur.is
Eins má senda umsókn á E-Mail starf@teitur.is
Upplýsingar í síma: 515-2700 Mán-Föst 09-16
Einar eða Ágúst
Fasteignasala - skjalagerð
ug og rótgróin fasteignasala á Höfuðborgarsvæðnu
óskar að ráða löggiltan fasteignasala og/eða lögmann
til samninga- og skjalagerðar.
Umsækjandi þarf að vera nákvæmur, glöggur og góður
í mannlegum samskiptum.
ð hentar jafnt konum sem körlum.
Umsóknir skulu berast á box@frett.is fyrir 26. apríl
merkt: Skjalagerð - 101
Nova leitar eftir verk- og tölvunarfræðingum,
vefurum og netstjórum í ýmis störf á tækni-
sviði. Klárir og áhugasamir munu starfa við
þróunarvinnu, kerfishögun, vefhönnun og
margvíslegan net- og kerfisrekstur.
Allar nánari upplýsingar um Nova á
www.nova.is