Fréttablaðið - 22.04.2007, Page 61

Fréttablaðið - 22.04.2007, Page 61
FORRITARI Reiknistofnun leitar að færum forritara sem vill starfa í skapandi og skemmtilegu starfs- umhverfi. Um Hugbúnaðarþróun Reiknistofnunar Reiknistofnun er tölvudeild Háskóla Íslands og Hugbúnaðarþróun sér um alla innanhúss hug- búnaðargerð skólans. Öflugt starfsmannafélag og jákvæður starfsandi hefur gert Reiknistofnun að skemmtilegum stað til að vinna á og nábýli við helstu fræðimenn þjóðarinnar og akadem- íska starfshætti hefur gert Reiknistofnun að uppvaxtarstöð margra þekktustu forritara Íslands. Um starfið Starfið felst í því að hanna og smíða Uglu, sem er innri vefur Háskóla Íslands. Uglan er einn stærsti og mest notaði vefur á Íslandi. Innan Uglu fara fram samskipti nemenda, kennara og starfsfólks Háskóla Íslands. Um starfsmanninn Við leitum að aðila með reynslu af forritun í PHP eða sambærilegu máli. Reynsla af Linux, Apache og gagnagrunnsforritun er kostur. Háskólamenntun á sviði raungreina er kostur en áhugi og reynsla eru skilyrði. Sjá nánar á www.rhi.hi.is, www.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun Háskólans. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.