Fréttablaðið - 22.04.2007, Page 82

Fréttablaðið - 22.04.2007, Page 82
Sellósveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni TÍBRÁ en þar koma einnig fram sópran- söngkonan Ingibjörg Guðjónsdótt- ir og Valur Freyr Einarsson leik- ari, sem les úr verkum eftir Willi- am Heinesen, Þórarin Eldjárn og Pablo Casals. Efnisskráin er með eindæm- um fjölbreytt og spannar hún um 350 ár. Elsta verkið er samið fyrir gömbu af hinu lítt þekkta tón- skáldi Johann Hentzschels en nýj- asta verkið, Scherzo eftir Þórð Magnússon, er samið sérstaklega fyrir þetta tilefni. Verkið byggir á gömlu rímnalagi en sellókórverk eru ekki algengar tónsmíðar hér- lendis. Auk þess leikur hópurinn verk eftir Guillaume Paque, Astor Piazzolla, Bach og Heitor Villa- Lobos. Sellósveitina skipa Auður Ingva- dóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Hrafn- kell Orri Egilsson, Inga Rós Ing- ólfsdóttir, Lovísa Fjeldsted, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Sigurgeir Agnarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Frumflutningur í Salnum Borgarbókasafnið býður börn- um og fjölskyldum þeirra í bók- menntagöngu í miðbænum í til- efni Viku bókarinnar sem lýkur á morgun á Alþjóðalegi bókarinnar. Lagt verður af stað frá Grófar- húsinu í Tryggvagötu kl. 15 og síðan staldrað við á stöðum í ná- grenninu sem tengjast nýlegum bókum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Leiðsögumenn verða Hólm- fríður Gunnlaugsdóttir og Ingi- björg Hafliðadóttir og einnig mun Sigrún Eldjárn hitta göngufólk- ið við Tjörnina, spjalla um kynni sín af Tjörninni og eigin bækur sem eiga sér söguslóðir á þessum ævintýralega stað í hjarta mið- bæjarins. Hún mun lesa úr einni þeirra, Eyju gullormsins, sem kom út á síðasta ári, en sögusvið henn- ar er undarlegur hólmi í kunnug- legri tjörn. Aðrar bækur sem koma við sögu í göngunni eru eftir ýmsa höfunda en þar á meðal eru Guð- rún Helgadóttir, Gerður Kristný, Kristín Steinsdóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Kristín Helga Gunnarsdóttir. Gangan tekur um það bil klukku- stund og er fólk á öllum aldri vel- komið. Borgarbókasafnið hefur reglulega staðið að hliðstæðum gönguferðum um miðbæinn og ná- grenni hans og hafa þær mælst afar vel fyrir enda eru þær bæði fræðandi og skemmtileg nálgun á bókmenntir og umhverfi. BókmenntavappDraumalandiðeftir Andra Snæ Magnason Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is 28. apríl lau. 10 sýning kl. 20 5. maí lau. 11 sýning kl. 20 12. maí lau. 12 sýning kl. 20 Síðustu sýningar! „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.