Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2007, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 22.04.2007, Qupperneq 88
Enska úrvalsdeildin Spennan á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er að verða óbærileg. Manchester United sá á bak tveim mikilvægum stigum í gær þegar Middlesbrough kom í heimsókn á Old Trafford. Chel- sea getur því minnkað muninn í eitt stig í dag en United og Chel- sea mætast í næsta mánuði. „Það er ekki nokkur spurn- ing að við erum búnir að opna dyrnar fyrir Chelsea með því að klára ekki þennan leik. Við gerð- um okkur alltaf grein fyrir því að Chelsea hefði getuna til að ná okkur ef við misstigum okkur. Það verður mikið verk að landa doll- unni úr því sem komið er,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, eftir leikinn og var ekki sér- staklega skemmt. Ekki bætti úr skák að Rio Ferdinand og Kieran Richardson meiddust í leiknum. „Við erum engu að síður enn á toppnum og því má ekki gleyma. Þetta er undir okkur komið.“ Það voru fleiri áhugaverðir leikir í gær. Liverpool vann ör- uggan sigur á Wigan og Arsen- al tapaði tveim mikilvægum stig- um gegn Tottenham. Jenas jafnaði undir lokin í leik sem Arsenal átti að vinna. Það kjaftshögg kemur beint í kjölfar innanbúðarátaka sem leiddu til þess að David Dein hætti sem varastjórnarformaður. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að þrátt fyrir lætin verði hann áfram. „Ég er búinn að fullvissa leik- mennina um að ég verði áfram hjá félaginu,“ sagði Wenger, sem var eðlilega svekkur að landa ekki sigri. „Við áttum að fá þrjú stig hér í dag. Ef það væri hægt að fá sex stig þá hefðum við átt að fá sex stig. Mér líður eins og ég hafi tapað þessum leik.“ Rafael Benitez, stjóri Liver- pool, var ívið kátari enda spiluð- ust hlutirnir vel fyrir Liverpool og hann gat þess utan hvílt lykilmenn í leiknum. „Þetta var frábært. Við vildum spila vel, vinna og líka hvíla menn eins og Gerrard. Þetta var nánast fullkominn dagur,“ sagði Benitez kátur. „Það er frábært að vera öruggir í Meistaradeildina á næsta ári. Það var algjört frumskilyrði hjá okkur.“ Íslendingaliðið West Ham beit frá sér á ný í gær er það lagði Ev- erton og liðið á því enn von um að halda sæti sínu í ensku úrvals- deildinni. „Mér fannst liðið standa sig frá- bærlega. Við höfum of oft verið undir í leikjum og það var ágætis tilbreyting að vera yfir. Við hefð- um átt að skora fleiri mörk í dag,“ sagði Alan Curbishley. Hann bætti við að hans menn yrðu að standa sig betur gegn liðum sem eru einn- ig í fallbaráttu en West Ham mætir Wigan í næsta leik. „Við verðum að breyta þessu munstri gegn Wigan. Ef ekki þá er þetta búið.“ Watford gerði jafntefli gegn Man. City og er fallið í 1. deild. Manchester United heldur áfram að gefa eftir í toppbaráttunni á Englandi en liðið varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Middlesbrough í gær. Chelsea getur minnkað forskotið í eitt stig í dag. West Ham á enn von um að halda sæti sínu í úrvalsdeild eftir sigur á heimavelli, 1-0, gegn Everton.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.