Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 90
Ný hugsun. Nýr lífsstíll Nýtt hverfi 15. maí. Ekki er búist við miklu átakaþingi hjá körfuknattleiks- sambandinu á Flúðum 4. til 5. maí næstkomandi. Athyglisverðustu tillögurnar snúa að kröfu um park- ett í íþróttahús allra liða í efstu deildum karla og kvenna tíma- bilið 2008-09 og svo er mælt með nýju mótafyrirkomulagi í kvenna- boltanum. „Parkettreglan hefur verið í umræðunni til margra ára. Málið er þannig að kröfur alþjóðasam- bandsins eru að aukast og þetta er einfaldlega einn af þessum hlut- um sem verða að vera í lagi. Við erum í raun að hlýða tilskipunum alþjóðasambandsins líkt og KSÍ hefur verið að hlýða reglum sinna alþjóðasambanda með leyfiskerfið og annað,“ sagði Friðrik Ingi Rún- arsson, framkvæmdastjóri KKÍ, og bætir við að félögin sjálf hafi viljað fá þessa reglu inn enda mörg hver orðin langþreytt á að leika á dúk. Nokkur lið eru enn að leika á dúk og þar á meðal eru Íslandsmeist- arar KR en til stendur að leggja parkett í það hús fyrir næsta vetur. Seljaskóli, Sauðarkrókur og Hveragerði eru á meðal þeirra húsa sem enn hafa dúk á gólfinu en reynslan sýnir að slysatíðni er mun hærri á dúk en á parketti og það er ein af ástæðunum fyrir því að hreyfingin vill losna við dúkinn úr íþróttahúsunum. Ágúst Björgvinsson, Yngvi Gunnlaugsson og Guðjón Skúla- son leggja til breytingu á mótafyr- irkomulagi efstu deildar kvenna. Samkvæmt tillögunni verður liðum fjölgað úr sex í átta. Liðin átta leika tvær umferðir og eftir það verður deildinni skipt í tvo riðla – fjögur efstu og fjögur neðstu. Þessi lið leika tvær umferðir inn- byrðis og svo tekur við sex liða úr- slitakeppni. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé jákvæðni fyrir þessari breytingu sem er ætluð til þess að öll lið fái meira út úr vetrin- um,“ sagðu Friðrik Ingi en margir hafa viljað sjá þetta kerfi í knatt- spyrnunni hjá konunum en af því hefur ekki orðið. Launaþakið og útlendingamál hafa oftar en ekki verið heitt um- ræðuefni í kringum ársþingin og nú ber svo við að engin tillaga ligg- ur fyrir þinginu sem snertir breyt- ingar á þessum tveim hlutum. Ber það ekki vott um sátt og ánægju með hlutina í hreyfingunni? „Ég held að menn hafi áttað sig á því að veturinn í ár var mjög góður. Það komu ekki upp nein leiðindamál og engin óánægja. Það sátu allir sáttir við sama borð. Ég tek þessu sem svo að allir séu sátt- ir við þá umgjörð sem er í kringum boltann núna,“ sagði Friðrik Ingi. Umræða hafði verið um að til- laga sem vildi skylda félögum að hafa þrjá Íslendinga inn á vellin- um hverju sinni yrði sett fram en af því varð ekki. Ársþing KKÍ fer fram í byrjun maí. Fáar stórar breytingatillögur liggja fyrir þinginu og helst vekur athygli tillaga um að öll lið í efstu deild verði að leika á parketti eftir ár og svo er mælt með nýju mótafyrirkomu- lagi í kvennaboltanum. Engin tillaga um breytt launaþak eða útlendinga liggur fyrir að þessu sinni. Hinn hávaxni Njarð- víkingur Egill Jónasson tjáði Fréttablaðinu í gær að hann væri að hugsa sér til hreyfings þessa dagana. „Ég er nýbyrjaður að skoða möguleikann að komast eitt- hvert út til Evrópu en það heill- ar mig. Ég vil endilega prófa eitt- hvað nýtt og væri skemmtilegast að komast að á Þýskalandi, Spáni eða Ítalíu. Málið er samt á algjöru byrjunarstigi,“ sagði Egill í gær en fari svo að hann finni sér ekki félag erlendis, er þá sjálfgefið að hann leiki áfram með Njarðvík? „Nei, alls ekki. Ég er opinn fyrir öllu og mun skoða mín mál vandlega. Það er ekki sjálfgef- ið að ég verði áfram í Njarðvík,“ sagði Egill. Vill komast út til Evrópu Sá orðrómur hefur verið þrálátur síðustu daga að Grindavík væri á höttunum eftir Brenton Birmingham, leikmanni Njarðvíkinga. Almar Sveinsson, formaður körfuknattleiksdeild- ar Grindavíkur, segir orðróm- inn ekki sannan. Brenton sé með samning við Njarðvík og því sé Grindavík ekki að ræða við hann. Grindvíkingar eru búnir að ganga frá samningum við alla sína lykilmenn og Friðrik Ragn- arsson verður áfram þjálfari. Nú síðast var samið við Dan- ann Adame Darboe sem reyndar getur fengið sig lausan allt fram til júlí fái hann freistandi tilboð frá Evrópu. Ekki á eftir Brenton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.