Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 10
 Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri ætlar að verða við óskum íbúa og húseig- enda á Njálsgötu og eiga með þeim fund um fyrirhugað heimili fyrir heimilislausa á Njálsgötu 74. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur fjöldi fólks í nágrenni Njálsgötu 74 skrifað undir mótmæli vegna heimilisins sem þar á að reka fyrir tíu karla. Nágrannarnir telja borgaryfirvöld hafa staðið illa að því að kynna málið. Langflestir vissu fyrst um málið eftir að Fréttablaðið skýrði frá því. Kröfðust nágrannarnir þess að Vilhjálmur borgarstjóri og Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, útskýrðu málið á opnum fundi. Samkvæmt tölvupósti sem nágrannarnir hafa fengið frá Jór- unni er borgarstjórinn reiðubúinn að eiga með þeim fund eftir tvær vikur, eða þriðjudaginn 22. maí. Í tölvupósti nokkurra íbúa við götuna hvetja þeir nágranna sína til að mæta á fundinn: „Mjög mikilvægt er að við fjöl- mennum á þennan fund, ekki bara til að mótmæla heldur til að afla okkur upplýsinga um fyrirhugaða starfsemi og fá tækifæri til að spyrja gagnrýnna spurninga. Leggjum við til að allir undirbúi nokkrar spurningar og spyrji borgarstjóra, formann velferðar- ráðs og aðra sem þarna mæta fyrir hönd borgarinnar þeirra spurn- inga sem á þeim brenna,“ segir í fjöldapósti til íbúa nærri Njáls- götu 74. Fundar með íbúum Njálsgötu Landhelgis- gæsla Íslands (LGH) fær nýja eft- irlitsflugvél sem sérstaklega er hönnuð fyrir löggæslu, leit og björgun afhenta í júlí 2009, en skrifað var undir samning um kaup og breytingar á vélinni í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Vélin er af gerðinni Dash 8- Q300, og mun leysa hina 30 ára gömlu Fokker-vél gæslunnar af hólmi. Flugvélin verður smíðuð af fyrirtækinu Bombardier í Kan- ada, og svo breytt í eftirlitsflugvél af Field Aviation í Kanada. Kostn- aður við kaup og breytingar á vél- inni verða um 2,1 milljarður króna, miðað við gengi dollarsins í dag, auk þess sem um 200 milljónum króna verður varið í að koma upp varahlutalager fyrir vélina. Georg Kr. Lárusson, forstjóri LGH, segir að þegar vélin verði afhent verði gjörbylting á starf- semi gæslunnar. Stærsta breyt- ingin sé trúlega afar fullkominn samskiptabúnaður vélarinnar. „Við erum að fá flugvél með nýjustu tækni til að stunda eftirlit, fylgjast með umferð, mengun og fleiru,“ segir Georg. Vélin verður búin ýmsum tækja- búnaði, og mun geta greint meng- un og hafís að nóttu sem degi, sem og skipategundir, athafnir og auð- kenni. Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugrekstrarstjóri LGH, nefnir sem dæmi að myndavél á vélinni geri áhöfninni kleift að lesa 25 cm háa stafi á bátshlið í um 9 kíló- metra fjarlægð að degi, og 2,8 kílómetra fjarlægð að nóttu til. Geirþrúður segir að vélin henti afar vel við íslenskar aðstæður, hún geti lent og tekið á loft af stuttum flugbrautum og í tals- verðum hliðarvindi. Flugþolið sé svipað og á Fokker-vélinni sem landhelgisgæslan á í dag. Sænska strandgæslan hefur samið um kaup á þremur sams- konar vélum, og fær þá fyrstu afhenta í sumar. Georg segir að haft hafi verið samstarf við sænsku strandgæsluna, sem hafi stytt til muna þann tíma sem hafi þurft til að undirbúa útboð á vél- inni, ákveða hvaða búnað þurfi að kaupa og hvað henti við eftirlit yfir Norður-Atlantshafi. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra skrifaði undir samninga um kaup á vélinni í gær. Hann segir það tilviljun að skrifað sé undir slíkan samning í vikunni fyrir kosningar. „Ég hef ekki stýrt nein- um tímasetningum í þessu, það eru ríkiskaup og þeir sem eru í þessum samningum sem ráða því.“ Samið um kaup á nýrri eftirlitsflugvél Skrifað var undir samning um kaup á nýrri eftirlitsflugvél fyrir Landhelgis- gæslu Íslands í gær. Kemur til landsins í júlí 2009 og kostar 2,1 milljarð króna. Tilviljun að skrifað er undir samning mánudag fyrir kosningar segir ráðherra. Hvað er að vera ég? 64 ungskáld takast á við stóra spurningu. Hugmyndaauðgi, sköpunarkraftur og hæfni nemenda til þess að tjá sig í rituðu máli birtist nú á mjólkurfernum landsins. Kíktu á öll verkin á www.ms.is. Mjólk, andleg næring á fernum! Jafnrétti í reynd - atkvæði kvenna Allir velkomnir! Framsókn í Reykjavík Hádegisfundur um jafnréttismál í Iðnó í dag 8. maí kl. 12:15 Árelía Eydís Guðmundssdóttir mun kynna vottun á jafnlaunastefnu fyrirtækja. Frambjóðendur sitja fyrir svörum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.