Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 59
[Hlutabréf] Baugur Group er ekki að skoða sölu á eignum sínum í Bretlandi líkt og breska dagblaðið Daily Te- legraph sagði á sunnudag. „Það stendur ekkert annað til en að halda áfram eins og við höfum gert hingað til,“ segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Baugs í Bretlandi, og vísar frétt breska blaðsins á bug. Blaðið sagði Baug vera að íhuga sölu á eignum í Bretlandi til að losa um fé sem þar sé bundið. Hafi félagið verið stórtækt í fyr- irtækjakaupum og ekkert selt síð- astliðin fjögur ár. Gunnar segir Baug hafa á þess- um árum unnið að því að byggja upp eignasafn í Bretlandi af miklum krafti. Hafi tekist mjög vel til enda séu frábær fyrirtæki í safninu. Á meðal eigna Baugs í Bretlandi eru leikfangakeðjan Hamleys, matvörukeðjan Iceland, Whittard of Chelsea og verslana- keðjurnar Oasis, Karen Millen, Jane Norman og fleiri. Þá keypti Baugur verslanakeðjuna House of Fraser ásamt fleiri fjárfestum fyrir 77 milljarða króna í byrjun nóvember í fyrra. Nú á það í við- ræðum um yfirtöku á Mosaic Fas- hions. „Fjárfestingastefna okkar hefur í engu breyst. Við sjáum áfram mikil tækifæri í að hjálpa núver- andi eignum að vaxa og sjáum fram á að stækka á næstu árum, helst með svipuðum hraða og und- anfarin ár,“ segir Gunnar. Óbreytt stefna í Bretlandi Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska bankann Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times segir að Lands- bankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans. Irish Nationwide Building Soc- iety var stofnað árið 1873 og því þrettán árum eldri en Landsbank- inn. Þetta er einn elsti banki Ír- lands með starfsemi víða. Bankinn sinnir hefðbundinni fjármálastarf- semi en mesta umfangið liggur á sviði fasteignalána á Írlandi. Að sögn Irish Times greindi stjórn Irish Nationwide Build- ing Society starfsmönnum frá því á ársfundi fyrirtækisins um þar- síðustu helgi að stjórnin vonist til að sala á bankanum verði gengin í gegn fyrir árslok. Blaðið segir hins vegar að forsvarsmenn Lands- bankans hafi ekki viljað tjá sig um viðskiptin. Skoða Írland Tvö félög standa eftir í bar- áttunni um samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Þetta staðhæfir Bloomberg- fréttastofan. Í síðustu viku dró Actavis sig út úr baráttunni um félagið. Fyr- irséð var að það yrði dýrara verði keypt en stjórnendur félagsins töldu skynsamlegt. Þá hafa fjár- festingarsjóðirnir Apax Partn- ers og Bain Capital einnig dregið sameiginlegt tilboð sitt til baka. Ísraelska lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals og bandaríska félagið Mylan standa eftir. Lík- legt er talið að gengið verði frá samningum innan tveggja vikna. Talið er að kaupandi muni greiða í kringum 4,5 milljarða evra fyrir samheitalyfjahluta Merck. Það nemur um fjögur hundruð millj- örðum íslenskra króna. Tvö félög standa eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.