Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 36
þá 12,8 stig að meðaltali í sinni fyrstu úrslitakeppni. Jackson elti betri samning til Atlanta og var síðan skipt yfir til Indiana. Það var ekki langt liðið á hans fyrsta tímabil með Pacers þegar allt varð vitlaust í leik gegn Detroit. Jack- son var dæmdur í 30 leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum. Jackson var handtekinn rétt fyrir tímabilið fyrir að hafa lent í ólátum fyrir utan súlu- dansstað í Indianapolis. Jackson var síðan á endanum skipt til Golden State í janúar þar sem átta menn skiptu um lið. Hann skoraði 29 stig í sínum fyrsta leik og var frábær þann tíma sem Baron Davis var frá vegna meiðsla. HINN FULLKOMNI LIÐSFÉLAGI Jackson hefur slæmt orð á sér en margir hafa komið honum til varnar. Hann er skapbráður og fljótfær en þykir jafnframt trúr og tryggur félagi. Tim Duncan kallaði hann á sínum tíma hinn fullkomna liðsfélaga. Frammistaða Jacksons í einvíginu gegn Dallas var mögnuð og ekki síst varnarlega þar sem hann komst inn í kollinn á Dirk Nowitzki og átti mikinn þátt í að Þjóðverjinn var nánast óþekkj- anlegur í einvíginu. Í lokaleiknum setti Jackson niður sjö fyrstu þriggja stiga skotin sín og skoraði alls 33 stig. Þar af setti hann niður fjóra þrista og alls 15 stig þegar Golden State gerði út um leikinn með því að vinna fimm mínútna kafla 19-3. GETUR BARA STOPPAÐ SIG SJÁLFUR „Sá eini sem getur stoppað Stephen Jackson er hann sjálfur. Þegar hann missir stjórn á skapi sínu verður henn einskis verður leikmaður en þegar hann heldur haus getur enginn stoppað hann á vellinum,“ sagði Don Nelson um Stephen. Jackson var rekinn út úr húsi í tveimur leikjanna og fékk alls þrjár tæknivillur í einvíginu en þegar betur var skoðað var eins og orðspor hans hefði mikið um það að segja. Baron Davis talaði um það eftir leikinn að hann biðlaði til Jackson þegar hann fann að meiðslin myndu hamla hans leik. Þó að Davis hafi gert Dallas grikk á annarri löppinni var það framganga Jackson sem sló Dallas-liðið algjörlega út af laginu. Golden State Warriors mætir Utah Jazz í næstu umferð og fór fyrsti leikur liðanna fram í nótt. Það verður fróð- legt að sjá hvort ævintýri þeirra Baron Davis og Stephen Jackson haldi áfram eða hvort Jerry Sloan og lærisveinar hans komi Warriors-liðinu aftur niður á jörðina. 6 sport Þegar Don Nelson setti Baron Davis og Stephen Jackson hlið við hlið í bakvarðarsveit Golden State uppgötvaði hann hinsvegar tvíeyki sem hreinlega keyrði yfir besta lið deildarkeppn- innar, Dallas Mavericks. Saman skoruðu þeir félagar tæp 48 stig að meðaltali í einvíginu, Davis var með 25,0 stig í leik en Jackson skoraði 22,8 stig í leik. JACKSON HJARTAÐ OG SÁLIN Baron Davis segir Jackson vera hjarta og sál liðsins og ekki að ástæðulausu. Jackson hefur fundið nýja lífdaga í Golden State eftir erfitt ár þar sem hann lenti bæði í slagsmálunum í leik Detroit og Indiana sem og handtöku fyrir utan strippstað á síðasta ári. Snilli Chris Mullin nær nú út fyrir körfuboltavöllinn því hann hefur komið öllum þessum mönnum saman. Það var hann sem fékk Baron Davis í skiptum fyrir Speedy Claxton og Dale Davis í febrúar 2005, það var hann sem hringdi í Don Nelson og sannfærði hann um að fara að þjálfa aftur og það var hann sem nældi í Stephen Jackson í átta manna skiptum við Indiana Pacers. Framhaldið er orðið hluti af sögunni, Indiana Pacers komst ekki í úrslitakeppnina en Golden State er búið að vinna 13 af síðustu 16 leikjum sínum og er komið inn í undanúrslitin í úrslitakeppni Vesturdeildar. ÞURFTI AÐ VERA LEIÐTOGI „Frá mínum sjónarhóli séð hefur þetta verið tækifæri fyrir mig að sýna hvað ég get,“ sagði Baron Davis um skiptin frá New Orleans til Golden State. Tími Davis með Hornets-liðinu, bæði í Char- lotte og New Orleans, var allt annað en dans á rósum. Davis var kominn með slæmt orð á sér, stóð í sífellum illdeil- um við þjálfara sína á milli þess að hann glímdi við erfið meiðsli. Lykillinn að velgengninni var koma Don Nelson til Golden State. „Hann sagði mér að ég þyrfti að verða leiðtogi þegar hann hringdi í mig. Ég vissi að allt sem þurfti til var að ég fengi rétta leik- menn í kringum mig,“ sagði Davis og leikstíll Nelson hentar honum líka betur en nokkuð annar. Davis hefur líka fórnað ýmsu til þess að vera klár í þessa úrslitakeppni. Hann var til dæmis aðeins frá í tíu daga eftir að hafa farið í hnéaðgerð í febrúar. Golden State þurfti á öllu sínu að halda til þess að komast í úrslitakeppnina og komst þangað loksins á síðasta degi eftir að hafa unnið 9 af síðustu 10 leikj- um sínum. SÁ HÆFILEIKARÍKASTI Nelson hefur lýst Davis sem hæfileika- ríkasta körfuboltamanni sem hann hefur þjálfað, sem eru stór orð frá manni sem hefur þjálfað menn eins og Chris Mullin, Tim Hardaway, Dirk Nowitzki og Mitch Richmond. Þeir sem hafa orðið vitni að frammistöðu Barons Davis í úrslitakeppninni eru farnir að sjá af hverju. Stephen Jackson kom til Golden State í janúar og hafði meðal annars afrekað það að tryggja Indiana sigur á Golden State fyrr á tímabilinu, sigur sem hefði hugsanlega getað þýtt að Warriors kæmist ekki í úrslitakeppn- ina. Það var svo tæpt að Golden State- liðið væri í þeirri stöðu og að geta slegið Dallas Mavericks út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar. OFT VERIÐ AFSKRIFAÐUR Stephen Jackson hefur oft verið afskrif- aður en alltaf risið upp aftur. Hann var valinn af Phoenix Suns í nýliðavalinu 1997 en var látinn fara áður en tímabilið byrjaði. Hann spilaði ekki sinn fyrsta leik fyrr en 2000 og þá með New Jersey Nets. Jackson átti mikinn þátt í að San Antonio Spurs varð meistari 2003 en hann skoraði SKIPTIMYNTIN ORÐIN AÐ GULLI Tveir leikmenn, BARON DAVIS og STEPHEN JACKSON, eiga stærstan þátt í óvæntri og sögulegri velgengi Golden State Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Þeir fara báðir sínar eigin leiðir, geta tekið upp á hverju sem er inni á vellinum en hafa það sameiginlegt að búa yfir einstökum hæfileikum. Þeir höfðu verið afskrifaðir af mörgum þegar þeir komu til Golden State. EFTIR ÓSKAR ÓFEIG JÓNSSON Baron Davis og Stephen Jackson hafa fundið fjölina sína sína hjá Golden State Warriors eftir að hafa verið afskrifaðir af restinni af NBA-deildinni. TÍMABIL sem Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors, hefur þjálfað í NBA-deildinni í körfubolta. 28 VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 23.4.2007. 3,4% Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. F í t o n / S Í A SAMANBURÐUR Á LÁNUM MYNTKÖRFULÁN *** BLANDAÐ LÁN ** ÍBÚÐARLÁN LÁNSUPPHÆÐ 20.000.000 20.000.000 20.000.000 VEXTIR 4,0% * 4,4% * 5,0% GREIÐSLUBYRÐI**** 66.500 100.800 96.600 * M.v. 1. mánaða Libor vexti 23.04.2007. ** 50% íbúðarlán/50% erlent lán í CHF og JPY. *** Vextir á erlendri myntkörfu ráðast af veðsetningu og myntsamsetningu og eru á bilinu 3,4% til 4,5% m.v. myntkörfu 4. **** Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið, lánstími 40 ár, einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreytinga. Reiknaðu út hvernig greiðslubyrði þín lækkar á www.frjalsi.is eða hafðu samband í síma 540 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.