Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 27
Þorgils Eiður Einarsson, 13 ára, hreppti silf- urverðlaun á Norðurlandamóti í kung fu um helgina. Það er engum ofsögum sagt að íslenskir keppendur hafi staðið sig vel á Norðurlandamóti í kung fu, sem haldið var í Osló um helgina. Keppendurnir, sem eru á aldrinum átta til þrettán ára, hrepptu tvenn gull- verðlaun og ein silfur, sem hlýtur að teljast góður ár- angur í ljósi þess að kung fu hefur aðeins verið kennt hérlendis síðastliðin þrjú ár. Með í för var Þorgils Eiður Einarsson, 13 ára, sem getur vel við unað þar sem hann sneri heim með silfur í farteskinu. „Þetta var algjör snilld,“ segir Þorgils um árang- urinn. Hann skemmti sér konunglega í ferðinni, en hann hafði ekki komið áður til Noregs. „Við vorum í einn dag og sýndum sérstakar sverðæfingar, sem ég var búinn að æfa í mánuð. Þetta voru bara hreyfing- ar. Engin slagsmál.“ Þorgils tekur kung fu auðheyri- lega alvarlega, því ekki er nóg með að hann hafi æft á hverjum degi fyrir mótið klukkutíma í senn, heldur passar hann vel upp á mataræðið. „Ég borða góðan ís- lenskan mat. Líka fullt af ávöxtum og grænmeti.“ Að sögn Þorgils vaknaði áhuginn fyrir bardagalist- um snemma og var hann aðeins tíu ára þegar hann byrjaði að æfa kung fu. „Ég var að lesa Fréttablaðið með pabba og sá kung fu námskeið auglýst í Heilsu- drekanum. Ég ákvað að prófa, þótt ég væri líka að æfa tai-kwan-do. Svo valdi ég bara kung fu. Tai-kwan- do er samt alveg skemmtilegt líka.“ Á næsta ári fer Norðurlandamótið fram í Finnlandi og hyggst Þorgils taka aftur þátt ásamt hópi hressra krakka á vegum Heilsudrekans. Ungar bardagahetjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.