Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 16
 Stjórnarmenn í Nýsköp- unarsjóði atvinnulífsins má aðeins skipa fimm sinnum, samkvæmt breytingum á lögum um sjóðinn sem Alþingi samþykkti 17. mars. Eftir því sem næst verður kom- ist er Nýsköpunarsjóður eina stofn- unin sem slíkt ákvæði nær til. Alþýðusam- bandið, Lands- samband útvegsmanna, Samtök atvinnu- lífsins, Samtök fiskvinnslu- stöðva og Sam- tök iðnaðarins lögðust í umsögn ein- dregið gegn takmörkun á skipunartíma stjórnarmanna og sögðu óheppilegt að skipa stjórn til svo skamms tíma í senn. Í minnisblaði viðskiptaráðuneyt- isins um málið segir að sjóðir sem fjárfesti í sprotafyrirtækjum þurfi að hafa framsýna og skapandi stjórn. Því sé lagt til að menn verði ekki skipaðir til stjórnarsetu oftar en fimm sinnum. Jafnframt segir að stjórnarmenn Nýsköpunarsjóðs hafi flestir setið skemur en sem þessu nemur og ekki séð að það breyti miklu fyrir skipunartíma núverandi stjórnarmanna. „Hér er því fyrst og fremst um að ræða varúðarreglu, sem er í anda góðs verklags,“ segir í minnisblaðinu. Viðskiptaráðherra skipar alla fimm stjórnarmenn Nýsköpunar- sjóðs til eins árs í senn. Iðnaðar- ráðherra og sjávarútvegsráðherra tilnefna hvor sinn stjórnarmann- inn, einn er skipaður samkvæmt tilnefningu Alþýðusambandsins, einn eftir ábendingu samtaka fyr- irtækja í iðnaði og einn eftir ábend- ingu samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi. Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er óánægður með breytinguna og kveðst ekkert skilja í henni. „Þetta er óskiljanlegt og óþarft,“ segir Sveinn. „Meirihluti stjórnarmanna er tilnefndur af atvinnulífinu; ASÍ, iðnaðinum og sjávarútveginum og þessir aðilar ættu að geta sett sér reglur ef þeir vilja hafa einhverjar reglur. Ráðherrarnir geta svo auð- vitað skipt um sína fulltrúa eins oft og þeir vilja en þeir þurfa ekki að setja um það lög.“ Að auki telur Sveinn aðrar breytingar laganna til þess eins fallnar að auka afskipti og inngrip ráðherra í starfsemi sjóðsins. „Ráðherra ákveður og ráðherra samþykkir. Þarna gætir tilhneigingar til að auka áhrif ráð- herra á sjóðinn sem við teljum ekki til bóta,“ segir Sveinn Hannesson. Óþarfar og óskiljan- legar lagabreytingar Stjórnarseta í Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins er takmörkuð við fimm ár, sam- kvæmt nýjum lögum um sjóðinn. Hagsmunaaðilar lögðust gegn lagaákvæðinu sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir óþarft og óskiljanlegt. Viðbragðstími lögreglunnar á Vesturlandi mun styttast og löggæslan verða mun sýnilegri og öflugri en verið hefur. Þetta er innihald samnings sem hefur verið undirritaður af yfirlögregluþjónunum á Vestur- landi. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir samninginn gerðan í kjölfar nýlegra breyt- inga á lögreglulögum. „Með honum verður leitast við að stytta viðbragðstíma lögregl- unnar á Vesturlandi og auka þjónustu hennar við íbúa og vegfarendur í fjórðungnum. Lögregluliðin munu sjá sameiginlega um allt eftirlit á svæðinu án tillits til umdæma- marka. Þetta verður til þess að hægt verður að stytta viðbragðs- tímann verulega frá því sem nú er. Þeir lögreglumenn sem næstir eru vettvangi sinna þeim verkefnum sem upp koma og ljúka vettvangsvinnunni,“ segir ríkislögreglustjóri. Þetta verður meðal annars gert mögulegt með því að nýta betur fjármagn, mannafla og tæki sem tiltæk er á svæðinu. Einnig er stefnt að því að samræma vaktakerfi lögregluembættanna og fjölga sólarhringsvöktum. Löggæsla stórefld Horst Köhler, forseti Þýskalands, hefur synjað náðunarbeiðni Christians Klar, fyrrverandi forsprakka hryðju- verkahópsins Rauðu herdeildar- innar. Klar er 54 ára og hefur setið í fangelsi í 24 ár. Hann var dæmdur í sexfalt lífstíðarfangelsi fyrir aðild að mörgum alræmd- ustu morðum samtakanna. Fyrr á árinu var öðrum liðsmanni Rauðu herdeildarinnar, Birgitte Mohnhaupt, sleppt úr fangelsi. Köhler átti fund með Klar í síðustu viku og þótti það benda til þess að líklegt væri að hann fengi einnig náðun, en andstaða við það var hins vegar mikil. Köhler gaf ekki upp forsendu ákvörðunar sinnar. Christian Klar ekki náðaður Fullt var út úr dyrum í ráðhúsinu í Bolungarvík í fyrrakvöld þegar efnt var til íbúafundar vegna atvinnu- ástands í bæjar- félaginu. Hátt í 70 Bolvíkingar hafa misst vinn- una á síðustu misserum. Guðmundur Halldórsson, fyrrverandi skipstjóri og skipuleggjandi fundarins, segir að mikil ánægja hefði verið með fundinn. Frambjóðendur stjórnmála- flokkanna sátu fundinn og að sögn Guðmundar brunnu sjávarútvegsmálin heitast á bæjarbúum. „Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra var meðal annars spurður út í breytingar á slæging- arstuðlinum. Verði af þessum breytingum er um að ræða kvótarýrnun upp á 800 milljónir hér í plássinu,“ segir Guðmundur. Kvótamálin efst á baugi SKRÁÐU ÞIG NÚNA ÞEIR SEM SKRÁ SIG FYRIR 17. JÚNÍ FÁ 10.000 GLITNISPUNKTA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.