Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 26
greinar@frettabladid.is
Áþeim kjörtímabilum sem liðin eru síðan Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur mynduðu saman ríkis-
stjórn hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Í stað þess að framleidd væru 90 þúsund
tonn af áli verða nú framleidd milljón
tonn af áli og stefnir í enn meira – jafn-
vel þótt vitað sé að um er að ræða at-
vinnustarfsemi sem skapar minni virðisauka en
flestar aðrar atvinnugreinar. Kárahnjúkunum var
fórnað, tekist var á um Þjórsárverin, Jökulárn-
ar í Skagafirði og ekki er útséð um aðrar náttúru-
perlur sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks rennir hýru auga til. Og nú á að selja
Landsvirkjun og öll hin orkufyrirtækin! Kannski
eignast Alcan eða Alcoa Landsvirkjun og semja
við sjálf sig um orkuverð.
Allir muna eftir Landssímasölunni, vatnafrum-
varpinu, S-hópnum, einkavinavæðingunni og
hinum staðföstu stuðningsmönnum Íraksinnrás-
arinnar. Kannski muna færri eftir frumvarpinu
um auðlindir í jörðu þar sem einkaeignarrétturinn
var færður langt niður í jarðskorpuna. Allir muna
eftir afnámi húsnæðislaganna þar sem félagsleg
úrræði voru strokuð út með þeim afleiðingum að
efnalítið fólk á ekki lengur kost á því að
eignast húsnæði. Sjálfstæðisflokkurinn
segir nú brýnast að einkavæða heilbrigð-
iskerfið.
Misrétti fer vaxandi og mitt í allri vel-
sældinni boðar stjórnmálaflokkur að-
gerðaáætlun til að útrýma fátækt! Sá
flokkur er að sjálfsögðu VG, sem hefur
staðið vaktina undanfarin ár. Hve margir
skyldu gera sér grein fyrir að við vorum
bara fimm á þingi? Við hefðum verið öfl-
ugri helmingi fleiri að ekki sé minnst á
fjórum sinnum fleiri, 20 talsins eins og þingmenn
Samfylkingarinnar. Nú hræðast aðrir flokkar að
VG kunni að eflast. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri
þessa blaðs, skrifar leiðara skelfingu lostinn yfir
þeim möguleika. Hann segir Sjálfstæðisflokk og
Samfylkingu eiga vel saman. Þeir flokkar þurfi
lítið að slá af til að ganga í eina sæng.
En ég spyr: Væri það gott fyrir þjóðina að
áfram yrði keyrð sama stefna – án undansláttar?
Er ekki kominn tími til að fá svolitla hrygglengju í
velferðar-, umhverfis- og utanríkismálapólitíkina
á Alþingi? Væri það ekki til góðs að þingmanna-
fjöldi VG á Alþingi yrði fjórfaldaður? Hugsum
málið með reynslu undangenginna ára í huga.
Höfundur er þingmaður VG.
Allt tekur enda, líka þessi skrif mín í Fréttablaðið.
Samkomulag hefur orðið á milli
ritstjórnar og mín um að þetta
verði síðasta grein mín í þenn-
an fastadálk – og kannski tími til
kominn. Við, á mínum aldri, sem
erum svo heppin að eiga barna-
börn, horfum á þau og hugs-
um hvað tíminn líði hratt, mér
áskotnaðist önnur mælistika um
hraða tímans þegar það rann
upp fyrir mér að ég hef hald-
ið þessum skrifum úti í þrjú ár –
kannski tími til kominn að hætta.
Ég held að tilraunir mínar til
að skrifa um annað en pólitík og
segja í staðinn eitthvað um dag-
inn og veginn, bókmenntir, vís-
indi eða listir, hafi nær algjör-
lega mistekist. Það hvarflar ekki
að mér að biðjast afsökunar á
þessari staðreynd en finnst rétt
að halda því til haga að stundum
dettur mér eitthvað í hug sem
ekki tengist pólitík þó ég hafi
kannski ekki sett það á blað.
Allt útlit er fyrir að kosn-
ingarnar nú um helgina verði
spennandi. Ríkisstjórnin hefur
setið í tólf ár og ég er ekki ein
um að finnast tími til kominn að
gefa henni frí. Hinar margítrek-
uðu skoðanakannanir benda þó
til að sá róður geti orðið þung-
ur. Ég verð að segja að ég er
alveg steinhissa á slíkum spám
og vona sannarlega að þær reyn-
ist falsspár. Kosningabarátt-
an hefur samt ekki hjálpað fólki
til við að gera upp hug sinn. Ein
ástæða þess er einmitt skoðana-
kannanirnar og áhugi frétta-
manna á að ræða þær enda-
laust í stað þess að ræða málefn-
in sem skipta máli. Fréttamenn
geta ekki skotið sér undan þeirri
ábyrgð sem þeir bera í kosninga-
baráttunni og ég ætla að leyfa
mér að halda því fram að þeir
hafi ekki staðið sig mjög vel.
Í mínum huga eru það fyrst og
fremst velferðarmálin eða mis-
skiptingin sem kosið verður um.
Stjórnarflokkarnir geta ekki
skotið sér undan því, en þeir
reyna og sérstaklega finnst mér
fjármálaráðherrann ósvífinn í
málflutningi, enda notar hann
sömu taktík og prófessor Hann-
es Hólmsteinn. Málflutningur-
inn gengur út á það að fátæk-
ir og verr settir hafi það betra
hér en fátækir og verr settir í út-
löndum. Og hvað með það, spyr
ég. Staðreynd er að undanfarið
hefur verið mikið góðæri í land-
inu – góðæri sem ekki er ríkis-
stjórninni að þakka. Í þessu góð-
æri hafa kjör þeirra ríku batn-
að meira en hinna, misskiptingin
í þjóðfélaginu er því meiri nú en
hún var – um það verður ekki
deilt.
Munur á jafnaðarkonum og
sjálfstæðiskonum er sá að við
jafnaðarkonurnar viljum leið-
rétta þessa misskiptingu en
sjálfstæðiskonum finnst þetta
bara fínt eins og það er. Sjálf-
stæðiskonur vilja skilgreina
hvað felst í sjúkratryggingum.
Við jafnaðarkonur teljum engra
skilgreininga þörf í þeim efnum.
Velferðarkerfið á að tryggja
öllum sömu góðu heilbrigðis-
þjónustuna – við teljum óþarft
að leggjast í einhverja greining-
arvinnu um það. Skilgreining
sjúkratrygginga er fyrsta skref-
ið í þá átt að segja fólki að vel-
ferðarkerfið sjái því einung-
is fyrir einhverri „skilgreindri“
grunnþjónustu og ef það vilji
meira verði fólk að kaupa sér
sérstakar tryggingar til að
standa undir því.
Í tíð ríkisstjórnarinnar hefur
ríkisbáknið þanist út. Það er
töluleg staðreynd sem ekki verð-
ur hrakin að ríkið tekur nú til sín
10% stærri hlut af þjóðarkök-
unni en það gerði fyrir tíu árum
síðan. Engu að síður hefur hagur
þeirra sem helst þurfa á velferð-
arkerfinu að halda ekki batn-
að. Það þarf ekki og á ekki að
koma neinum á óvart vegna þess
að forgangsverkefni flokkanna
sem hafa verið við stjórn eru allt
önnur en að halda við velferð-
arkerfinu, hvað svo sem þeir
segja núna. Ríkisstjórnarflokk-
arnir hafa lagt meiri áherslu á
að tryggja efnahagslega afkomu
einstakra flokksmanna sinna
en þeirra sem þurfa á almanna-
tryggingakerfinu að halda. Þær
áherslur sem lagðar voru við
sölu bankanna eru bestu dæmin
þar um, eins og afmælisveislur
ýmsar bera vott um.
Ríkisstjórnarflokkarnir lögðu
ekki bara áherslu á að tryggja
efnahag dyggra flokksmanna,
heldur tryggðu ráðamenn líka
eigin afkomu þegar þeir lögðu
fram og samþykktu eftirlauna-
frumvarpið, sem ég tel tákn-
rænt um hvernig stjórnmála-
menn eiga ekki að hegða sér.
Hvaða launþegar aðrir en ráð-
herrar geta farið á full eftirlaun
eftir tíu ára starf fimmtíu og
fimm ára gamlir? Hvaða laun-
þegi vildi ekki gjarnan hafa þau
réttindi?
Ég kveð og þakka fyrir mig.
Auk þess legg ég til að eftir-
launaósóminn verði afnuminn
með lögum.
Kosið um velferðina
Við vorum bara fimm
Ó
réttmætt er að halda því fram að umræður um
menntastefnu og rannsóknir hafi með öllu verið
skugga megin í kosningabaráttunni. Þær hafa eigi
að síður verið minni en efni standa til. Hvers vegna
þarf að ræða þessi viðfangsefni öðrum fremur?
Í fyrsta lagi er rétt að meta þau umbrot og framfarir sem átt
hafa sér stað. Í öðru lagi blasa við þýðingarmikil viðfangsefni
sem vert er að varpa ljósi á. Í þriðja lagi er ljóst að efnahagsleg
velferð þjóðarinnar til lengri tíma ræðst meir af þróun mennt-
unar og rannsókna en mörgu öðru sem fær meira rúm í umræð-
unni.
Mikilvægi fræðslumálanna ræðst einnig af breyttu þjóðlífi.
Uppeldi barna fer í ríkari mæli en áður fram í skólum. Eigi sú
þróun ekki að leiða til einhliða opinbers uppeldis þarf svigrúm
fyrir nýja strauma. Samspil skóla og fjölskyldu er mikilvægara en
nokkru sinni fyrr. Ábyrgð foreldra og fjölskyldu má ekki gleym-
ast. Skyldur þurfa að fylgja réttindum í skólastarfi eins og öðru.
Ágæt dæmi um áhugaverð nýmæli þar um hefur mátt sjá að
Hrafnagili og í skólum Hjallastefnunnar. Enginn vafi leikur á að
ný lagaleg umgjörð um sjálfstæða skóla var mikið framfaraskref
og á vonandi eftir að leysa nýja orku úr læðingi í skólastarfi.
Á síðasta ári voru kynntar róttækar og afar merkar hugmynd-
ir um svokallaðan nýjan framhaldsskóla. Þær fólu í sér fráhvarf
frá aðskilnaði bóknáms og iðnnáms í framhaldsskólum og aukið
sjálfstæði skólanna. Enn fremur geyma þær farveg fyrir skólana
sjálfa til þess að þróa lengd framhaldsnámsins eftir aðstæðum.
Ljóst var orðið að ein miðstýringarákvörðun í því efni myndi illa
ganga upp.
Af viðbrögðum við þessum nýju hugmyndum var ekki annað
ráðið en breið pólitísk samstaða væri fyrir hendi um nýtt skipu-
lag framhaldsskólans á þessum grunni. Á miklu veltur að ekk-
ert hik verði um framkvæmdina og engar tafir á að gera þess-
ar tillögur að veruleika. Þetta er eitt af stóru viðfangsefnunum
sem við blasa.
Liðinn áratug eða svo hefur fjöldi nemenda við háskólanám
meir en tvöfaldast. Háskólastarfsemi hefur samhliða fest rætur
og blómstrað á landsbyggðinni. Þetta er þróun sem felur í sér
fleiri tækifæri til menntunar og er um leið ein af forsendum al-
hliða efnahagslegra og atvinnulegra framfara í landinu.
Augljóst var hins vegar að á þessu sviði gat það ekki verið
eina markmiðið að reka meirihlutann af tíu minnstu háskólum
heims. Metnaðarfull stefnumótun rektors Háskóla Íslands um
að koma skólanum í fremstu röð háskóla og rannsóknarstofnana
var því rökrétt framhaldsskref.
Sú ákvörðun stjórnvalda að mæta fjárhagslegum óskum Há-
skólans á næstu fjórum árum til þess að takast á við þetta risa-
stóra viðfangsefni verður að teljast með merkustu pólitísku
ákvörðunum þess kjörtímabils sem er að líða. Að vísu hefði verið
rétt að taka slíka ákvörðun með formlegum hætti á Alþingi. Eigi
að síður er mest um vert að um hana sýnist vera góð og breið
samstaða.
Með sterkari og metnaðarfyllri Háskóla Íslands er um leið
opnað fyrir möguleika á öflugra samkeppnisumhverfi rannsókna.
Það er næsta skref sem stíga þarf. Gifta Íslands ræðst ekki síst af
því að hér verði áfram horft af metnaði hátt og langt fram.
Mál málanna