Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 24
Frambjóðendur allra flokka eru sammála um að atvinnumál séu í forgrunni í Norðvestur- kjördæmi en eins og í hinum landsbyggð- arkjördæmunum tveimur reynist erfitt að greina málaflokkinn frá samgöngu-, mennta- og velferðarmálum. Stærð kjördæmisins litar einnig áherslur þar sem staða Vestfjarða og norðvesturhluta kjördæmisins er mjög ólík stöðunni í syðri hlutanum. Neikvæðum hag- vexti og fjöldauppsögnum er þar stillt upp til móts við grósku þeirra byggða kjördæm- isins sem næst eru höfuðborgarsvæðinu. Má því segja að byggðajöfnun sé brennipunktur stjórnmálarökræðunnar í Norðvesturkjör- dæmi. Umræðan um atvinnumál í kjördæminu fer fram í skugga fjöldauppsagna hjá tveimur fyrirtækjum á norðanverðum Vestfjörðum að undanförnu, segir Guðjón Arnar Kristj- ánsson, Frjálslynda flokknum. „Það er ljóst að í kjördæminu skipta atvinnumálin mjög miklu máli og brenna mjög á sumum svæðum sérstaklega. Þetta eru svæðin þar sem kvótakerfið hefur bitnað hvað harð- ast á byggðunum, tilfærsla aflaheimilda og samdráttur í sjávarútvegi.“ Jón Bjarna- son, Vinstri grænum, vill að fiskveiðirétt- indi verði tengd byggðunum „svo ekki verði mögulegt að flytja þau burt og fólkið sem eftir situr sé réttlaust. Auðlindin er líka fólkið og okkur þykir vænt um okkar heima- byggð, hvar sem við erum, og viljum fá að búa þar. Þá viljum við líka njóta jafnréttis.“ Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu, segir að í ljósi þess að fyrirtæki eru búin að fjár- festa fyrir milljarða í kvóta að þá sé „ekki hægt að gera fyrirtækjum það að hlaupa frá þessu kerfi. Það er verkefnið eftir sem áður að jafna stöðu byggðarlaganna innan fisk- veiðikerfisins“. Sturla Böðvarsson bendir á hvað stóriðju- uppbyggingin á Grundartanga hafi haft já- kvæð áhrif. „Við styðjum það heilshugar að sú uppbygging haldi áfram. Við sjáum Borgarnes-Akranessvæðið og að áhrif- anna gætir upp á Snæfellsnes og í Dalina.“ Hann segir að sjávarútvegsfyrirtækin hafi verið að styrkja stöðu sína en það séu mikl- ar sveiflur í þeirri atvinnugrein. Þetta komi skýrast fram á Vestfjörðunum sem verði helst leiðrétt með samgöngubótum til upp- byggingar og þróunar greinarinnar. Pál- ína Vagnsdóttir, Íslandshreyfingunni, legg- ur ríka áherslu á að umhverfismál séu líka efnahagsmál. „Við viljum að þjóðin fái að njóta þess sem landið hefur að bjóða. Það er bjargföst trú mín að mannauðurinn er það sem skal virkja í þessu landi; hver og einn einstaklingur er mikilvægur.“ Magn- ús Stefánsson, Framsóknarflokki, segir að samgöngumálin séu mikilvægust í breið- um skilningi og áframhaldandi atvinnuupp- bygging og styrking velferðarþjónustunnar verði að skoða í því ljósi. Í samgöngumálum kjördæmisins eru fram- bjóðendur sammála um að tenging á milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða og Vest- fjarðavegur séu aðkallandi verkefni. Einn- ig breikkun Vesturlandsvegar með tvöföld- um jarðgöngum undir Hvalfjörðinn. Þetta séu stóru verkefnin sem verði að koma af stað til viðbótar við áætlaðar framkvæmdir. Kjós- endur á Vestfjörðum fara fram á að hraðar verði farið en segir í nýafgreiddri samgöngu- áætlun. Sturla Böðvarsson segir að jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar beri helst á góma og útilokar ekki að, ef vel tekst til með þróun efnahagsmála, verði verkefnum flýtt. Magnús Stefánsson slær sama varnagla og segir að samgöngumál verði einfaldlega að vinna eins hratt og efnahagsforsendur leyfa. Jón Bjarnason vill „gera raunverulegt stór- átak í samgöngumálum. Við horfum til Vest- fjarða ekki síst, á jarðgöng og fleira sem þar þarf að gera.“ Hann bendir á að stofnvegurinn um kjördæmið sé hættur að bera aukna um- ferð og að strandsiglingar verði að skoðast í því samhengi. Guðbjartur Hannesson segir að í samgöngumálum séu Vestfirðingar að krefj- ast jafnræðis til að geta keppt við aðra lands- hluta. Til þess þurfi þeir að hafa góðar sam- göngur og fjarskipti. „Ég fullyrði að Vest- firðir hafa setið illilega eftir. Menn verða einfaldlega að einhenda sér í að klára þetta því byggðunum blæðir á meðan við gerum ekki eitthvað róttækt.“ Pálína Vagnsdóttir vill fara mun hraðar í uppbyggingu samgangna en áætlað er. „Gleymum því ekki að það er ekki um einstefnu að ræða frá Vestfjörðum og til höfuðborgarsvæðisins heldur vill fólk koma hér sem gestir.“ Guðjón Arnar Kristj- ánsson tekur sem dæmi að ferðaþjónusta eigi sér framtíð í kjördæminu en það taki tíma að byggja hana upp. „Það er langtímamarkmið að byggja upp ferðaþjónustu og það er mjög erfitt án góðra samgangna. Í suðurhluta kjör- dæmisins eru góðar samgöngur með Hval- fjarðargöngum sem tengja svæðið vel við suð- vesturhorn landsins. Þetta er þróun sem við viljum að eigi sér stað annars staðar í kjör- dæminu.“ Menntamál eru frambjóðendum hugleik- in, bæði sem byggðamál og sem velferðar- mál þótt málaflokkurinn falli yfirleitt utan þeirrar skilgreiningar. Skólana í kjördæminu þarf alla að styrkja og auka tækifæri á öllum námsstigum og í því sambandi eru fjarskipta- málin sérstaklega nefnd til sögunnar. Magn- ús Stefánsson tekur sem dæmi að gera verði háskólasetrið á Ísafirði að háskóla sem fyrst „og gefa ungmennum kost á því að stunda sitt nám í eða sem næst sinni heimabyggð.“ Jón Bjarnason segir jafnrétti til náms for- gangsmál. „Skólastarf, sama á hvaða stigi það er, er lífæð allra samfélaga.“ Guðbjart- ur Hannesson bendir á að boðið er upp á nám í heimabyggð í eitt til tvö ár sem ljúka þarf í Reykjavík. „Miðað við þá tækni sem er fyrir hendi er þetta óásættanlegt með öllu.“ Guð- jón Arnar Kristjánsson segir fleira koma til í samhengi við aukna menntun. „Við eigum að efla rannsóknaaðstöðu í kjördæminu. Þetta fer tvímælalaust saman við menntamál.“ Pálína Vagnsdóttir flokkar menntamál sem velferðarmál. „Hér á Vestfjörðum verður að koma háskóli og efla verk- og iðnmenntun.“ Sturla Böðvarsson segir menntamál sérstakt áherslumál sitt; það að íbúar landsbyggðar- innar hafi góðan aðgang að framhaldsmennt- un og háskólamenntun. Velferðarmál í breiðum skilningi eru áherslumál allra flokka jafnt. Munurinn liggur í forgangsröðun verkefna til að ná þeirri velferð sem er krafa dagsins. En innan Norðvesturkjördæmis kristallast að margra mati gallar nýrrar kjördæmaskipt- ingar og frambjóðendur minnast á að það komi niður á greinandi umræðu um ólík byggðasvæði. Atvinnuuppbygging í forgrunni Frambjóðendur allra flokka í Norðvesturkjördæmi eru sammála um að atvinnumál séu í forgrunni í kjördæminu. Samgöngumál eru forsenda slíkrar uppbyggingar og ekki síst fjarskipti. Jafnræði byggðanna í landinu er nefnt sem kosningamál auk áherslu á velferðarmál. Svavar Hávarðsson innti efstu menn á listum flokkanna eftir því hvaða verkefni væru helst aðkallandi í kjördæminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.