Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 65
ALLT ANNAÐ LÍF! – með vinstri grænum
Álfheiður Ingadóttir
2. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður
Katrín Jakobsdóttir
1. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
2. sæti Suðvesturkjördæmi
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
2. sæti Norðvesturkjördæmi
Björg Gunnarsdóttir
3. sæti Norðvesturkjördæmi
Ragnheiður Eiríksdóttir
3. sæti Suðurkjördæmi
Léttsveit Kvennakórs Reykja-
víkur heldur tvenna vortónleika
í kvöld og annað kvöld í Bústaða-
kirkju. Hefjast tónleikarnir bæði
kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæð-
ast með í tónleikahald kórsins:
Tómas R. Einarsson bassaleikari
hefur fylgt kórnum um árabil og
styrkt þær með áslætti sínum og
í kvöld verður Bergþór Pálsson
söngvari gestur við flutning á dag-
skrá sem er sótt hingað og þang-
að. Lög eftir Inga T. Lárusson sem
þær hafa æft upp vegna heim-
sóknar sinnar austur á land síðar í
þessum mánuði, en þaðan var Ingi
ættaður, slagara frá stríðsárunum
eru þær líka með á efnisskránni
og svo syngja stelpurnar slagara
frá unglingsárum sínum: dægur-
lög blómatímans. Kórstjóri er Jó-
hanna Þórhallsdóttir og undir-
leikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir
píanóleikari.
Léttsveitin er 120 kvenna kór
og hafa þær sungið víða sér og
öðrum til skemmtunar og yndis-
auka. Mörgum er í fersku minni
heimildarmynd sem sýnd var í
sjónvarpi fyrir fáum mánuðum
frá ferðalagi kórsins um Evrópu
en þær hafa víða farið: Bolungar-
vík, Dublin, Havana, Kaupmanna-
höfn, Feneyjar og Vestmannaeyj-
ar. Það er óhætt að lofa hressum
söng með sveiflu þar sem Jóhanna
og hennar kátu konur – og karlar –
eru á ferð.
Hýrnar um
hólma og sker
Hinn heimsfrægi hiphop-dans-
flokkur Pokemon Crew heldur
tvær sýningar á Stóra sviði Borg-
arleikhússins í kvöld og annað
kvöld.
Pokemon Crew kemur frá Lyon
í Frakklandi. Hópurinn sam-
anstendur af átta dönsurum sem
hafa unnið til fjölda verðlauna
þar á meðal til BBoy Champions-
hip-verðlaunanna í London árið
2006. Hópurinn þykir einn sá allra
besti í heiminum í dag og hefur
ferðast um allan heim og hvar-
vetna hlotið frábærar móttökur.
Hipp og hopp