Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 68
Hótelerfinginn París Hilton er afar ósátt við 45 daga fangelsisdóm sem hún fékk fyrir helgi. París var dæmd fyrir að rjúfa skilorð sem hún fékk þegar hún var tek- in ölvuð undir stýri. Hilton kennir blaðafulltrúa sínum um fangelsisdóminn og hef- ur látið hann róa. „Ég skil ekki hvað gerðist því ég gerði bara það sem mér var sagt. Ég skrifa venjulega undir það sem fólk segir mér að skrifa undir,“ segir hótelerfinginn París Hilton, sem dæmd var til 45 daga fangels- isvistar á föstudag. París er svo brjáluð yfir dómnum að hún hefur rekið fjölmiðlafulltrúann sinn og kennir honum alfarið um ófarir sínar. Hin 26 ára París var dæmd til fangelsisvistar eftir að hún var fundin sek um að rjúfa skilorð og keyra án ökuleyfis. París hélt því statt og stöðugt fram fyrir rétti að hún hefði aldrei sest upp í bif- reiðina ef hún hefði vitað að öku- leyfi hennar hefði verið afturkall- að. Blaðafulltrúi Parísar, Elliott Mintz, bar vitni fyrir rétti og sagði að hvorki hann né skjólstæðingur sinn hefðu vitað að ökuleyfið hefði verið afturkallað eftir að hún var tekin ölvuð undir stýri í fyrra. Dómarinn var afar ósáttur við framburð Mintz, sagði hann „al- gjört rugl“, þar eð pappírar hefðu fundist í bíl Parísar þar sem fram kæmi að hún hefði verið svipt öku- leyfi. París kenndi blaðafulltrúa sínum alfarið um þessi mistök, sagði að hann hefði tilkynnt henni að ökuleyfið hefði aðeins verið afturkallað í 30 daga og að henni væri áfram frjálst að keyra til og frá vinnu. Eftir að réttarhöldun- um lauk og hún hafði verið dæmd í fangelsi rak París blaðafulltrú- ann Mintz. „Ég á þetta ekki skilið,“ sagði París um helgina. Hún hefur ákveðið að áfrýja dóminum. „Já, ég fann fyrir þau annan sal og sá um veisluna fyrir þau. Ég sjálf- ur er sjálfstæðismaður og skildi þeirra sjónarmið,“ segir Stefán Ingi, veitingamaður hjá Veislu- haldi ehf. Ungum brúðhjónum, sem gengu í það heilaga um síðustu helgi, brá heldur í brún þegar þau óku framhjá samkomuhúsinu þar sem til stóð að halda brúðkaups- veislu þeirra: Ýmishúsinu svo- nefnda sem er undir Öskjuhlíð. Á þaki hússins er búið að koma fyrir gríðarmiklum auglýsing- um þar sem Framsóknarflokkur- inn er auglýstur með risavöxn- um myndum af frambjóðendum. Fer þar Jón Sigurðsson formaður fyrir sínu fólki. Hvorki hjá brúði né brúðguma var hinn minnsti áhugi fyrir því að halda brúð- kaupsveisluna undir slíku þaki og það þrátt fyrir að framsókn- armaddaman hafi verið þaulset- in í sínum hjónaböndum bæði í landstjórn og borg. En kannski ekki eins hamingjusöm og hún er þaulsetin. Brúðguminn vildi ekki tjá sig um þetta undir nafni í sam- tali við Fréttablaðið en sagði þó að þessi afstaða þeirra hefði notið skilnings allra. Ekki var við það komandi að fá þessar auglýsingar fjarlægðar fyrir veisluna og brást þá Stefán Ingi skjótt við og fékk sal í Rúg- brauðsgerðinni. Þar fór veislan fram og skemmtu menn sér hið besta. Vildu ekki Framsókn í brúðkaupið Kate Moss vill eignast barn með kærasta sínum Pete Doherty. Samkvæmt breska blaðinu Daily Express sagði Kate vinkonu sinni frá þessari ósk. „Allir eru heltekn- ir af hugmyndinni um hjónaband og hvar við stöndum gagnvart því. Það skiptir engu máli af því að við erum saman,“ sagði fyrirsætan. Hún sagði þau hins vegar þurfa þau tengsl sem hljótast af því að eignast barn. „Pete væri skemmti- legur pabbi.“ Kate á fyrir dótturina Lilu Grace, en Pete Doherty á son- inn Astile. „Við eigum tónlistina okkar saman og við erum að gera plötu, en barn myndi gera útslag- ið fyrir Pete og mig,“ sagði fyrir- sætan. Pete Doherty hefur verið áberandi í fjölmiðlum fyrir eit- urlyfjaneyslu sína, en það trufl- ar Kate ekki. Hún segist telja að barn myndi hjálpa honum að losa sig við ósiðinn. Kate Moss langar í barn Aðstandendur Óbeislaðrar fegurð- ar, hinnar óhefðbundnu fegurð- arsamkeppni sem fram fór á Ísa- firði síðasta dag vetrar, söfnuðu alls 497.000 krónum til handa Sól- stöfum. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá hópnum, en upp- haflegt takmark var hálf milljón króna. „Það er okkur mikill heiður og ánægja að geta lagt Sólstöfum lið, því mikið starf er óunnið hjá þessum hetjum sem standa að Sól- stöfum,“ segir í tilkynningu. Hálf milljón til Sólstafa Helen Mirren hefur móðgað Elísa- betu Bretlandsdrottningu með því að afþakka persónulegt boð henn- ar um kvöldverð í Buckingham- höll. Leikkonan fékk Óskarsverð- launin fyrir túlkun sína á Elísa- betu í kvikmyndinni Drottningin en taldi sig vera of upptekna fyrir kvöldverðinn. Að sögn er Elísabet sármóðguð yfir hegðun Mirren. Hafnaði drottningunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.