Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 58
Náhirðin gerði örvæntingarfulla tilraun til að hafa áhrif á gang
Baugsmálsins þegar það var til
meðferðar í Héraðsdómi Reykja-
víkur á dögunum. Dreift var nafn-
lausu bréfi til dómara málsins, lög-
manna og valinna áhrifamanna,
með níði um ákveðna einstaklinga,
einkum dómara, sem komið hafa
að málinu á ýmsum stigum þess.
Með bréfinu var klárlega gerð til-
raun til að vekja ugg og ótta hjá
dómendum. Þið skulið passa ykkur
eða hafa verra af! Ólyktin var svo
stæk af bréfinu að það gat aðeins
komið úr einni átt. Sú staðreynd
dró reyndar úr áhrifamætti bréfs-
ins þar sem bréfritararnir hafa átt
sína frægðartíð og hún er að líða
hjá sem betur fer.
Á síðasta degi réttarhaldanna lét
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta-
réttardómari, sér sæma að ryðj-
ast fram í fjölmiðlum og ráðast að
Ingibjörgu S. Pálmadóttur í þeim
tilgangi að kasta rýrð á framburð
hennar í málinu. Hann hafði áður
gegnt lögmannsstörfum fyrir hana.
Þetta þótti ýmsum ósæmileg hegð-
un og óheiðarleg og var hann gagn-
rýndur fyrir, m.a. af Sigurði Lín-
dal, prófessor. Sigurður uppskar
ærumeiðingar frá höfundi Reykja-
víkurbréfs Morgunblaðsins fyrir
þessa gagnrýni sína.
Þegar nú úrslit málsins í Héraðs-
dómi Reykjavíkur liggja fyrir má
spyrja hvort nafnlausa bréfið hafi
haft einhver áhrif á dómarana? Ég
leyfi mér að svara því neitandi.
Óþægilegur vafi hefur þó læðst að
fólki líkt og fram hefur komið op-
inberlega, einkum varðandi þann
lið er lýtur að sakfellingu Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar. Sú sakfell-
ing hvílir á framburði Jóns Ger-
alds Sullenberger og starfsmanns í
fyrirtæki hans Nordica Inc. í Flór-
ída. Spurt er hvort verið geti að
dómurinn hafi hent þessu beini í
hundskjafta náhirðarinnar til að
þagga niður í henni? Ég leyfi mér
að halda því fram að svo hafi ekki
verið. Eigi að síður þykja mér for-
sendur sakfellingarinnar hvíla á
veikum grunni, þ. á m. framburði
Jóns Geralds Sullenberger sem
fyrir dómi lýsti í smáatriðum per-
sónulegri óvild sinni í garð Jóns
Ásgeirs.
Varðandi frávísun málsins
gegn Jóni Ger-
aldi Sullenber-
ger kom auðvit-
að aldrei neitt
annað til greina.
Fyrir liggur
bréf frá upphaf-
legum saksókn-
ara málsins með
rökstuðningi
um þá ákvörðun
að ákæra hann
ekki, hann var aldrei yfirheyrður
sem sakborningur og ekki ákærð-
ur í fyrra skiptið. Slíkum ákvörð-
unum verður ekki breytt og ákæra
í seinna skiptið var aðeins til mála-
mynda. Jón Gerald Sullenberger
sprangaði um ganga dómshússins
í fullvissu þess að hann yrði aldrei
sakfelldur og hegðaði sér þar eins
og þetta væri hans prívat mál en
ekki opinbert sakamál á hend-
ur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva
Jónssyni. Tók meira að segja að sér
hlutverk gestgjafa þegar ritstjóri
Morgunblaðsins, Styrmir Gunn-
arsson, mætti á svæðið til að bera
vitni, heilsaði honum og klappaði á
bakið líkt og hann stýrði „prótók-
ólnum“ fyrir ákæruvaldið.
Morgunblaðið segir í leiðara
föstudaginn 4. maí sl. að Baugs-
málið snúist um hvað stjórnendur
almenningshlutafélags mega gera
með fjármuni slíks félags sem er
skráð á opinberum markaði. Eftir
niðurstöðu Héraðsdóms Reykja-
víkur liggur fyrir að ekki hefur
verið dæmt fyrir auðgunarbrot
eða önnur slík brot þar sem misfar-
ið er með fjármuni félagsins. Sýkn-
að var í þeim lið er laut að slíkum
þætti og liðum er lutu að viðskipta-
lánum var vísað frá dómi. Alvar-
legasta þætti ákærunnar varðandi
fjársvik hafði áður verið vísað frá
á báðum dómsstigum á þeirri for-
sendu að ekki hafi verið um neitt
afbrot að ræða heldur viðskipti!
Þá er athyglisverð sú yfirlýs-
ing leiðarahöfundar Morgunblaðs-
ins, að fyrirfram hafi enginn getað
fullyrt að um lögbrot hafi verið að
ræða. En þá hefði ekki átt að fara
af stað með málið samkvæmt þeim
reglum sem hér gilda!
Morgunblaðið heldur í leiðaran-
um uppteknum hætti og nefnir
Baugsmál í sömu andrá og risa-
stór efnahagsbrot vestan hafs og
austan þar sem stórir hópar starfs-
manna, hluthafa og viðskiptaað-
ila biðu mikið tjón af framferði
stjórnenda. Baugsmálið á ekkert
sameiginlegt með slíkum málum.
Öðru nær. Enginn hefur orðið fyrir
tjóni. Stjórn, starfsmenn, hluthaf-
ar, viðskiptaaðilar og endurskoð-
endur hafa lýst yfir stuðningi við
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra
fyrirtækisins.
Í niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur má finna gagnrýni
þess efnis að málið hafi verið blás-
ið út langt umfram tilefni. Stað-
reyndir tala sínu máli. Samtals
hafa 59 ákæruliðir komið fram í
tveimur ákærum, 43 verið vísað
frá, 12 lyktað með sýknu og 4 með
sakfellingu, þar af einum að því
er laut að sakargiftum á hendur
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Fram
kemur í dómnum að réttarhöld-
in hafi verið of umfangsmikil og
vitni leidd fyrir dóm af ákæruvald-
inu, sem höfðu ekki frá neinu að
segja. Áður hafa fjórir einstakling-
ar verið sýknaðir af öllum sakar-
giftum ákæruvaldsins í málinu, þ.
e.a.s. tveir endurskoðendur félags-
ins og þau Kristín Jóhannesdóttir,
systir Jóns Ásgeirs, og Jóhannes
Jónsson, faðir hans.
Málatilbúnaður lögreglu og
ákæruvalds er hruninn til grunna
samkvæmt framansögðu ef sú nið-
urstaða fær staðfestingu Hæsta-
réttar Íslands, sem nú liggur fyrir
eftir héraðsdóminn, hvað þá ef
sýknað verður í þeim liðum, sem
þó standa eftir. Um þetta þegir
leiðarahöfundur Morgunblaðsins.
Baugsmálið á rætur sínar í hatri,
heift og öfund í garð Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar vegna velgengni
hans í viðskiptum. Allt frá árinu
1999 höfðu ákveðnir samkeppn-
isaðilar og öfundarmenn Jóns Ás-
geirs og Baugs dreift ósannind-
um og óhróðri um starfshætti og
framgöngu hans í viðskiptum og
við uppbyggingu Baugs. Sumir
þessara manna höfðu eyra áhrifa-
mikilla stjórnmálamanna og í ljós
hefur komið, að hina valdamestu
meðal þeirra skorti þekkingu og
dómgreind til að sjá í gegnum þann
óhróður, sem borinn var á borð
fyrir þá.
Morgunblaðið hóf snemma að
kyrja undir þennan söng og birti
rangar og misvísandi fréttir, m.a.
af álagningu í verslunum Baugs.
Allar slíkar ásakanir voru hrakt-
ar m.a. af opinberum stofnunum.
Morgunblaðið hamraði einnig á því
að fyrirtækið væri orðið of stórt
og hvatti ritstjóri blaðsins, Styrm-
ir Gunnarsson, eigendur Baugs í
einkasamtölum til að koma sér úr
landi!
Smám saman varð til eitrað and-
rúmsloft í kringum Baug sem náði
hættumarki í ársbyrjun 2002. Sam-
keppnisstofnun hafði ráðist til at-
lögu gegn „röngum“ aðilum þegar
húsleit var gerð hjá olíufélög-
unum í desember 2001 og verð-
bólgan lét á sér kræla um líkt
leyti. Hatrið blossaði upp. Baug-
ur var ákjósanlegur blóraböggull
og hentugur sameiginlegur and-
stæðingur Morgunblaðsins og
stjórnmálamanna úr liði stjórn-
ar og stjórnarandstæðinga, svo
ekki sé minnst á samkeppnisaðila
á markaði og í viðskiptum. Ráðist
var til atlögu gegn Baugi, Jóni Ás-
geiri og viðskiptafélögum hans á
mörgum vígstöðvum, t.d. í Trygg-
ingamiðstöðinni og Íslandsbanka,
og íslenskir bankar drógu skyndi-
lega til baka vilyrði fyrir stuðningi
við yfirtöku á Arcadia í ársbyrjun
2002, svo dæmi séu nefnd.
Inn í þetta eitraða andrúms-
loft gekk Jónína Benediktsdóttir
með ásakanir sínar og náði þeim
tökum á Styrmi Gunnarssyni, rit-
stjóra Morgunblaðsins, í ársbyrjun
2002 að hann afréð að veita henni
og Jóni Geraldi Sullenberger lið-
sinni sitt og Morgunblaðsins við
að koma málinu til lögreglunnar.
Það munaði um minna. Lögmað-
ur Morgunblaðsins var fenginn til
starfans í áheyrn framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðisflokksins. Ekki
sakaði hve innmúraður og innvígð-
ur lögmaðurinn var að sögn rit-
stjórans. Um allt þetta voru grun-
semdir í upphafi sem síðar fengust
staðfestar með tölvupóstum milli
Jónínu og Styrmis, sem Frétta-
blaðið birti haustið 2005. Þar er rit-
stjóri Morgunblaðsins afhjúpaður
sem gerandi í málinu og trúverð-
ugleiki blaðsins því enginn í allri
umfjöllun um Baug og/eða eigend-
ur fyrirtækisins.
Á grundvelli ásakana Jóns Geralds
um stórfelldan fjárdrátt fékk lög-
reglan heimild til húsleitar í höfuð-
stöðvum Baugs hinn 28. ágúst 2002.
Á fyrsta degi kom þó í ljós að ásök-
un um fjárdrátt upp á 62 milljónir
króna reyndist ósönn þar sem um-
ræddur reikningur fól í sér skulda-
viðurkenningu fyrirtækis Jóns
Geralds Sullenbergers gagnvart
Baugi en hafði ekki verið gjald-
færður. Jón Gerald hafði þóst ekki
eiga eintak af reikningnum áður en
ruðst var inn í Baug. Seinna fannst
þó reikningurinn í fórum hans í
Flórída. Í stað þess að snúa þá mál-
inu upp á Jón Gerald fyrir rangar
sakargiftir var ásökuninni á hend-
ur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva
Jónssonar snúið í bókhaldsbrot.
Það er því rangt sem haft er eftir
Sigurði Tómasi Magnússyni, sett-
um ríkissaksóknara, í Morgunblað-
inu 4. maí, að héraðsdómur hafi
„fallist á mjög alvarlegt brot sem
var hluti af upphaflegri kæru frá
Jóni Gerald“. Þarna er viljandi eða
óviljandi verið að breiða yfir mis-
tök lögreglunnar.
Varðandi hinn þátt upphaflegr-
ar ásökunar Jóns Geralds um mis-
ferli með fjármuni Baugs vegna
skemmtibáts í Flórida liggur fyrir
að lögreglan skoðaði aldrei af al-
vöru sönnunargögn, sem studdu
framburð og skýringar Jóns Ás-
geirs og Tryggva. Þeir hafa nú
verið sýknaðir vegna þessa áburð-
ar Jóns Geralds Sullenberger í
Héraðsdómi Reykjavíkur.
Á upphafsstigum málsins mátti
þeim vera ljóst sem stýrðu rann-
sókninni að eitthvað meira en lítið
var bogið við þessar ásakanir Jóns
Geralds Sullenberger. Viðbrögð
lögreglunnar voru þau að halda
áfram að leita og grafa upp önnur
mál innan fyrirtækisins. Þessi leit
stóð yfir árum saman og þurfti fé-
lagið ítrekað að leiðrétta og upp-
lýsa um atriði, sem fullyrt var að
fælu í sér alvarleg lögbrot. Vorið
2004 var félaginu t.d. afhent bréf
í fjórum liðum af lögreglunni,
sem fól í sér ásakanir um hundruð
milljóna króna fjárdrátt í gegnum
reikninga félagsins í Lúxemborg.
Lögreglan óskaði eftir heimild fé-
lagsins til húsleitar til að rannsaka
þau mál! Miklum þrýstingi var
beitt og haft í hótunum um alvar-
legar aðgerðir ef ekki yrði orðið
við beiðni lögreglunnar. Félagið
neitaði lögreglunni um óheftan að-
gang að bókhaldi fyrirtækisins, en
afhenti nauðsynleg gögn og skýr-
ingar. Í ljós kom að ásakanir þess-
ar voru á misskilningi byggðar og
rötuðu því ekki inn í ákærur máls-
ins í upphaflegri mynd.
Vorið og sumarið 2004 varð þess
vart að valdamiklir stjórnmála-
menn gengu á milli manna og báru
út sögur um að í uppsiglingu væri
ákæra um stórfelld auðgunarbrot
Baugsmanna. Sama vor var skatt-
rannsókn á fyrirtækinu í fullum
gangi og það fylgdi sögu þessara
sömu stjórnmálamanna að stærsta
skattsvikamál sögunnar væri á
lokastigi rannsóknar. Glæpamenn-
irnir væru á leið í fangelsi. Þessar
sögusagnir voru notaðar á bakvið
tjöldin til að hafa áhrif á afstöðu
manna í fjölmiðlamálinu, en því
lauk með eftirminnilegum hætti
snemma sumars 2004.
Kjarni Baugsmálsins er ekki eins
sakleysislegur og Morgunblað-
ið vill vera láta. Málið snýst eins
og áður segir um heift, hatur og
öfund. En það snýst líka um annað.
Baugsmálið er birtingarmynd alls
hins versta sem fylgir því að fjöl-
miðill á borð við Morgunblaðið
hættir að segja fréttir en fer að
búa þær til, skiptir sér af atburða-
rás og flækir sér inn í samskipti
við lögreglu og önnur stjórnvöld
í þeim tilgangi að ná fram niður-
stöðu, sem er blaðinu eða ritstjórn
þess að skapi. Tekur sér vald til
að knýja mál áfram eins og það
sé hluti stjórnkerfisins. Slíkt kann
aldrei góðri lukku að stýra.
Höfundur er formaður stjórnar
Baugs Group hf.
Um grundvallaratriði Baugsmálsins
Baugsmálið á rætur sínar í
hatri, heift og öfund í garð Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar vegna
velgengni hans í viðskiptum.
Allt frá árinu 1999 höfðu
ákveðnir samkeppnisaðilar
og öfundarmenn Jóns Ásgeirs
og Baugs dreift ósannindum
og óhróðri um starfshætti og
framgöngu hans í viðskiptum
og við uppbyggingu Baugs.
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Rafstöðvar
Bensín- og díselrafstöðvar
í stærðum 2,5 kW -4,2 kW.
HAGSTÆTT VERÐ
À la carte postulín
Nú fæst nýja Alizée-stellið frá Pullivuyt líka á Íslandi
R
V
62
35
Rekstrarvörur
1982–200725ára
Halldór Sigdórsson
Þjónn, aðstoðarverslunarstjóri hjá RV
Óhefðbundin hönnun
Skemmtilegt í framreiðslu
Nýi pillenium-leirinn gefur
postulíninu aukið högg- og hitaþol
Opnar nýjar víddir
í veitingaþjónustu.