Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 2
Ari, var skálað í kampavíni eftir undirritunina? „Þetta er stórkostlegur dagur,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands. Reykjavíkurborg gaf í gær skólanum lóð og skrifað var undir viljayfirlýsingu um framtíðar rekstrarframlög frá ríkinu. Lóðin sem Listaháskólinn fær er við hlið náttúru- fræðahússins Öskju í Vatnsmýri. Stjórn skólans hefur hins vegar lengi leitað að lóð í miðbænum og ekki er loku skotið fyrir að það rætist því stjórnend- um hans er frjálst að ráðstafa lóðinni í Vatnsmýri að vild. „Við teljum þessa lóð vera frábæran byggingarkost. Hins vegar er sá sveigjanleiki ef aðrir kostir bjóðast að skipta þessari lóð inn í það,“ segir Hjálmar. Meðal möguleika sem hafa verið nefndir fyrir staðsetningu Listaháskólans í miðbænum er svokallaður Vegasreitur neðan Laugavegar. Einnig hefur verið nefnt að byggja yfir skólann í nágrenni Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð. „Það hafa margir haft samband í gegn um tíðina og þeir geta óskað eftir viðræðum,“ segir Hjálmar sem kveður að í allra síðasta lagi um næstu áramót verði auglýst samkeppni um hönnun skólans. Fyrir Hjálmar sjálfan er þessi áfangi líka mikill léttir. „Ég hét því í nóvember að skerða ekki hár á höfði mínu fyrr en þessi samningur væri í höfn og er orðinn ansi síðhærður. Nú fer ég í klippingu,“ segir rektor. Vilja enn helst lóð í miðbænum Íslensk fyrirtæki, meðal annars Ferskar kjötvörur og Aðföng, eru þegar byrjuð að skoða möguleikann á því að flytja land- búnaðarvörur til Færeyja, meðal annars frá Danmörku, vinna þær þar og pakka og flytja tollfrjálst til Íslands. Þetta telja þau hugsanlega vera hægt þar sem samningur Íslands og Færeyja frá 1. nóvember gerir ráð fyrir tollfrjálsum við- skiptum. Sérstakur samráðshópur um samninginn fundar um efnisatriði og möguleg áhrif hans um næstu mánaðamót en margar fyrirspurn- ir hafa borist frá fyrirtækjum um möguleikana sem samningurinn opnar fyrir. Berglind Ásgeirsdóttir, skrif- stofustjóri viðskiptaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, segir ýmis álita- mál uppi, meðal annars um hvenær vörur teljist vera upprunnar á Íslandi eða í Færeyjum samkvæmt samningnum. „Þessi samningurinn nær til vara sem eru upprunar í Færeyjum og Íslandi. Það er grund- vallaratriði samningsins. Hins vegar er það ekkert launungarmál að það eru ýmis álitamál í samn- ingnum sem þarf að skoða betur.“ Grétar Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu, segir alveg ljóst að samningur- inn gildi aðeins um færeyskar og íslenskar vörur. „Ef að vara er ekki upprunnin í Færeyjum þá kemur hún ekki inn í landið á grundvelli samningsins. Þetta er ekki neitt álitamál. Við vorum að semja um fríverslun með íslenskar og fær- eyskar landbúnaðarafurðir og aðrar ekki.“ Stefán Bjargmundsson, deildar- stjóri tollgæslunnar hjá sýslu- manninum á Eskifirði og einn helsti sérfræðingur landsins í samningum af þessu tagi, segir samninginn einstakan hvað varð- ar vítt gildissvið hans. „Það er sér- stakt með samninginn við Færeyj- ar að hann gildir um allar vörur. Þar er ekki að finna undanþágur líkt og í öðrum fríverslunarsamn- ingum. Þetta gæti þýtt að auðveld- ara væri að flytja tollfrjálst inn varning í gegnum Færeyjar en það er þó ekkert ljóst í þeim efnum.“ Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtak- anna, segir það ekki ákjósanlegt fyrir bændur og íslenskan land- búnað ef samn- ingurinn fyrir Færeyjar opnar fyrir stórfelld- an innflutning. „Það liggur í augum uppi að það yrði skað- legt fyrir íslenskan land- búnað ef þetta væri hægt. Ég þekki ekki upprunareglurnar nógu vel í þessum nýja samningi en við vorum ekki varaðir við þessu á sínum tíma. Þvert á móti var þessi samningur kynntur þannig fyrir okkur að hann opn- aði fyrst og fremst leið inn nýjan markað.“ Fríverslun nær bara til færeyskra vara Íslensk fyrirtæki skoða möguleikann á því að flytja landbúnaðarvörur í gegnum Færeyjar til Íslands. Fyrirtækin horfa til þess að flytja vörur til Færeyja, vinna þær þar og pakka og flytja síðan hingað til lands. Skaðlegt, segir Sigurgeir Þorgeirsson. Rannsókn á upptökum eldsins í húsinu við Lundargötu 17 á Akureyri á sunnudag hefur ekki leitt neitt nýtt í ljós. Grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. Enginn hefur verið yfirheyrður vegna málsins. „Það er ljóst að það var farið inn í kjallarann utan frá en að svo stöddu er of snemmt að fullyrða nokkuð um upptök eldsins þótt ýmislegt bendi til þess að kveikt hafi verið í,“ segir Daníel Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri. Lögreglan á Akureyri óskar eftir upplýsingum frá þeim sem kunna að hafa orðið varir við mannaferðir í kringum húsið á sunnudagsmorgun. Húsið er stórskemmt eftir brunann og óíbúðarhæft. Grunur um íkveikju Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var útskrifað- ur af Landspít- ala – háskóla- sjúkrahúsi síðdegis í gær. Forsetinn gekkst undir fjölda rann- sókna en er að sögn lækna við góða heilsu. Forsetanum var ráðlagt að hvíla sig næstu daga. „Þetta voru viðamiklar rannsóknir en niðurstöðurnar leiddu ekkert alvarlegt í ljós og heilsufar forsetans er gott. Forsetinn mun hvíla sig næstu daga samkvæmt læknisráði en ég býst við að hann komi til starfa á ný síðar í vikunni,“ segir Örnólf- ur Thorsson forsetaritari. Forsetinn var staddur á Hótel Búðum á Snæfellsnesi þegar hann kenndi sér meins. Læknir frá Ólafsvík skoðaði forsetann og óskaði eftir því að hann yrði fluttur á Landspítalann. Útskrifaður af spítala í gær George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, tók á móti Elísabetu Englandsdrottningu í gær með mikilli viðhöfn við Hvíta húsið í Washington. Yfir sjö þúsund gestum var boðið til athafnarinnar sem haldin var á suðurlóðinni. Í ávarpi sínu til drottningarinnar lagði forsetinn áherslu á mikilvægi bandalags Bretlands og Bandaríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkum og þá sérstaklega samstarf þjóðanna í Afganistan og Írak. Hann þakkaði drottningunni fyrir stuðninginn og sagði að samstarf þeirra væri vænlegast til að ná fram friði í heiminum. Elísabet drottning sagði að nú væri kominn tími til að horfa fram á veginn og halda áfram að leggja áherslu á að gera heiminn öruggari og rækta vin- skapinn á milli þjóðanna. Öll umgjörð heimsóknarinnar var mjög formleg og í fyrsta sinn í forsetatíð George W. Bush var haldinn kvöldverður fyrir 134 gesti þar sem karlar voru klæddir í kjól og hvítt. Þetta er í fimmta skipti sem drottningin heimsækir Bandarík- in en síðast kom hún 1991 þegar George Bush eldri var forseti. Aðaltilefnið að þessu sinni er 400 ára afmæli landnáms Englendinga í Virginíu. Þakkaði stuðninginn Sala á áfengi hefur dregist saman um ellefu prósent síðan reykingabann var sett á skoskum krám fyrir tæpu ári. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar þarlends sambands vínveitingamanna. Starfsfólki hefur verið fækkað á þriðjungi kránna á sama tíma. Andy Kerr, heilbrigðisráðherra Skota, er ötull talsmaður reyk- ingalaganna. Hann gagnrýnir könnun veitingamanna og segir hana ekki sýna fram á tengsl bannsins við fækkun starfsfólks. Einnig væri úrtak könnunarinnar takmarkað, en henni svöruðu 530 krár. BBC greinir frá þessu. Krárnar finna fyrir samdrætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.