Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 62
Sólin skein undurfagurt
inn um svefnherbergis-
gluggann. Úti var sumar-
ið farið að láta á sér kræla
og jafnvel mátti heyra í
tjaldi eða lóu niðri í fjöru.
„Djö…, helv…, gleymdi ég
að draga fyrir gluggann?!“ segir
húsbóndinn, fer fram úr og tekur
hraustlega á gluggatjöldunum.
Lætur þau finna til tevatnsins.
Klukkan er rétt að verða sex um
morguninn og eftir að hafa bylt
sér í tæpa tvo tíma, svitnað í einn
og legið svo andvaka það sem eftir
lifði nætur ákveður hann að fara
á fætur. Á gólfinu stendur hálf-
tóm tveggja lítra kókflaska, tómur
snakkpoki og bréf utan um Snick-
ers. Að ógleymdri tölvunni sem
hefur haldið honum réttum megin
við strikið síðustu fimm daga.
„Andsk…!“ öskrar hann um leið og
hann rekur tána í rúmið. Stappar
niður fótum og kýlir í hurðina með
krepptum hnefa þannig að hús-
freyjan vaknar af værum blundi.
„Hvað?“ spyr hún en hrekkur í kút
þegar við blasir afmyndað andlit
húsbóndans. Felur sig undir sæng-
inni. „Ekkert,“ svarar hann og
haltrar inn á klósett. Í speglinum
blasir við pirrað andlit manns sem
hefur enga stjórn á sér næstu vik-
una, jafnvel vikurnar. „Að maður
skuli leggja þetta á sig,“ spyr hann
sjálfan sig í speglinum og hefst
handa við að bursta tennurnar. Og
þær eru burstaðar af miklu off-
orsi, jafnvel reiði. Ekkert má fara
úrskeiðis því slíkt gæti kostað litla
kjarnorkustyrjöld á baðherberg-
inu.
Í eldhúsinu blasa við tveir val-
möguleikar: að fá sér fjórðu rist-
uðu brauðsneiðina á rúmum fjór-
um tímum eða brjálast. Fyrri kost-
urinn verður fyrir valinu enda
allir í húsinu í fastasvefni. Fjög-
ur blótsyrði fá að fjúka upphátt á
meðan beðið er eftir brauðinu og
þegar í ljós kemur að það hefur
brunnið „aðeins“ fær brauðristin
að fjúka út um gluggann. „Kostn-
aðurinn við rúðuskiptinguna, ný
ristavél auk borgarferðar til Par-
ísar til að lægja öldurnar eru þó
ekkert á við peninginn sem fer í að
reykja á ári,“ hugsar húsbóndinn,
glaður yfir vali sínu.