Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 59

Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 59
[Hlutabréf] Baugur Group er ekki að skoða sölu á eignum sínum í Bretlandi líkt og breska dagblaðið Daily Te- legraph sagði á sunnudag. „Það stendur ekkert annað til en að halda áfram eins og við höfum gert hingað til,“ segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Baugs í Bretlandi, og vísar frétt breska blaðsins á bug. Blaðið sagði Baug vera að íhuga sölu á eignum í Bretlandi til að losa um fé sem þar sé bundið. Hafi félagið verið stórtækt í fyr- irtækjakaupum og ekkert selt síð- astliðin fjögur ár. Gunnar segir Baug hafa á þess- um árum unnið að því að byggja upp eignasafn í Bretlandi af miklum krafti. Hafi tekist mjög vel til enda séu frábær fyrirtæki í safninu. Á meðal eigna Baugs í Bretlandi eru leikfangakeðjan Hamleys, matvörukeðjan Iceland, Whittard of Chelsea og verslana- keðjurnar Oasis, Karen Millen, Jane Norman og fleiri. Þá keypti Baugur verslanakeðjuna House of Fraser ásamt fleiri fjárfestum fyrir 77 milljarða króna í byrjun nóvember í fyrra. Nú á það í við- ræðum um yfirtöku á Mosaic Fas- hions. „Fjárfestingastefna okkar hefur í engu breyst. Við sjáum áfram mikil tækifæri í að hjálpa núver- andi eignum að vaxa og sjáum fram á að stækka á næstu árum, helst með svipuðum hraða og und- anfarin ár,“ segir Gunnar. Óbreytt stefna í Bretlandi Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska bankann Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times segir að Lands- bankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans. Irish Nationwide Building Soc- iety var stofnað árið 1873 og því þrettán árum eldri en Landsbank- inn. Þetta er einn elsti banki Ír- lands með starfsemi víða. Bankinn sinnir hefðbundinni fjármálastarf- semi en mesta umfangið liggur á sviði fasteignalána á Írlandi. Að sögn Irish Times greindi stjórn Irish Nationwide Build- ing Society starfsmönnum frá því á ársfundi fyrirtækisins um þar- síðustu helgi að stjórnin vonist til að sala á bankanum verði gengin í gegn fyrir árslok. Blaðið segir hins vegar að forsvarsmenn Lands- bankans hafi ekki viljað tjá sig um viðskiptin. Skoða Írland Tvö félög standa eftir í bar- áttunni um samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Þetta staðhæfir Bloomberg- fréttastofan. Í síðustu viku dró Actavis sig út úr baráttunni um félagið. Fyr- irséð var að það yrði dýrara verði keypt en stjórnendur félagsins töldu skynsamlegt. Þá hafa fjár- festingarsjóðirnir Apax Partn- ers og Bain Capital einnig dregið sameiginlegt tilboð sitt til baka. Ísraelska lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals og bandaríska félagið Mylan standa eftir. Lík- legt er talið að gengið verði frá samningum innan tveggja vikna. Talið er að kaupandi muni greiða í kringum 4,5 milljarða evra fyrir samheitalyfjahluta Merck. Það nemur um fjögur hundruð millj- örðum íslenskra króna. Tvö félög standa eftir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.