Tíminn - 20.04.1980, Side 6
6
t\Ot\
ft
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Síöu-
múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I iausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr.
4.500 á mánuöi.
V
Blaöaprent
J
Skynsemi í
fararbroddi
Talandi dæmi um þann timabundna vanda sem
islenskur landbúnaður stendur andspænis eru sölu-
horfur islenskra afurða á erlendum markaði.
Bandarikjamenn hafa sett takmarkanir á innflutn-
ing búsafurða, en i Evrópu ræður vemdarstefna
Efnahagsbandalagsins. í Noregi fást 35% verðs
fyrir dilkakjötið, i Sviþjóð 27% og i Danmörku 22%.
Að meðaltali er gert ráð fyrir að útfluttur ostur gefi
af sér um 21% af innlenda verðinu. Varðandi mjólk-
urafurðir almennt er svo komið að útflutningur
þeirra skilar aðeins rúmum tveimur hundraðshlut-
um til bóndans sjálfs eftir að allir kostnaðarliðir
hafa verið greiddir miðað við það verð sem fæst.
•%
Gert er ráð fyrir þvi að landbúnaðinn muni á
þessu verðlagsári vanta sem næst sjö milljarða
króna vegna útflutningsins, eftir að réttur til út-
flutningsbóta hefur verið nýttur að fullu.
í hnotskurn má segja að þessar upplýsingar gefi
svipmynd af þeim mikla vanda sem bændastéttin
stendur frammi fyrir. Bændasamtökin hafa fyrir
löngu varað við þvi hvert rikjandi kerfi i afurðasölu-
og framleiðslumálum gæti leitt, en það var loks á sl.
ári sem þvi fékkst breytt á Alþingi á þá lund að unnt
er að snúast gegn vandanum.
Á þessu ári er hið nýja kerfi, sem kallað hefur
verið „búmark á landbúnaðarframleiðsluna”, að
koma til framkvæmda. Ekki þarf að efa það að
framkvæmd þess verður vandaverk og mikið i húfi
að ekkert beri út af. Bændur standa frammi fyrir
þvi að tekjur þeirra munu skerðast, en hinu nýja
kerfi er fyrst og fremst ætlað að draga úr raunveru-
legri tekjuskerðingu og búa svo i haginn að hún
verði ekki varanleg.
Hins vegar blandast mönnum ekki hugur um það
að óbreytt eldra kerfi hefði fyrr en varir leitt stór-
felld áföll yfir bændur og framleiðslustöðvar land-
búnaðarins.
A þessu ári er stefnt að þvl að samdráttur verði I
landbúnaðarframleiðslunni um sem næst 10%. Hef-
ur svokallað „búmark” verið sett miðað við meðal-
talsframleiðslu hvers bónda 1976-78 og gert ráð fyrir
8% skerðingu á minni bú og meðalstór en 20% á það
sem fram yfir er á stærra búi.
Nú skiptir öllu máli að bændur kynni sér hið nýja
kerfi rækilega og bregðist rétt við þvi. Vandinn er
mjög mikill, og afskaplega mikilvægt - jafnt fyrir
bændur sem þjóðina — að komist verði hjá mistök-
um og óvæntum áföllum. Skerðingin sem bændur
standa frammi fyrir er nægilega stórfellt vandamál
ein út af fyrir sig þó að við hana verði engu bætt. Og
meginatriðið er að með þessum timabundna sam-
drætti er verið að búa I haginn fyrir framtiðina.
Einn af forystumönnum bænda orðaði þetta svo á
fundi nýlega:
„Við verðum að vera íslendingar til þess að axla.
byrðar af kjarki, skynsemi og þeim manndómi sem
bændafólki sæmir. Oft hefur árað verr hjá Islensk-
um landbúnaði en nú þegar við verðum aðeins að
minnka skriðinn á skútunni um sinn og fara okkur
eilitið hægar með skynsemi i fararbroddi”. JS
Sunnudagur 20. april 1980
Erlent yfirlit
Kjartan Jónasson:
Meirihlutinn vill
aðra frambjóðendur
Síöustu forvöð fyrir Kennedy á þriöjudag
Aö morgni forkosninganna I Wisconsin lýsti Carter yfir þvl aö lausn gislamálsins væri I sjónmáli, — og
vann. Samkvæmt skoöanakönnunum hlaut hann fylgi nær allra sem áttu eftir aö ákveöa sig á kjördegi.
Sjaldan hafa forseta-
kosningar (forkosningar) i
Bandarikjunum veriö hjúpaöar
jafn neikvæöum viöhorfum og
um þessar mundir. Samkvæmt
skoöanakönnunum þar i landi
viröist helst sem menn kjósi á
móti forsetaefnum fremur en aö
þeir beri traust til þess fram-
bjóöanda sem þeir þó kjósa.
Talandi dæmi um þetta eru
niöurstööur úr skoöanakönnun
sem vikuritiö Time stóö nýlega
fyrir. Um þaö bil 81% kjósenda
telur nú aö Bandarikin séu i
alvarlegum vandræöum. Meiri-
hluti k jdsenda telur aö Carter og
Reagan muni i nóvember næst-
komandi þreyta kapp um for-
setaembættiö en um 58% aö-
spuröra heföu kosiö aöra og
betri valkosti.
Annaö er þaö sem athygli
vekur I þessari og öörum
nýlegum skoöanakönnunum, og
þaö er sd staöreynd aö Reagan
er aö skriöa fram úr Carter I
keppninni um forsetaembætti.
I skoöanakönnun Time t.d. kusu
44% aöspuröra *Reagan sem
forseta en 43% Carter, sem
fram til þessa hefur jafnan
sýnt verulega yfirburöi yfir
Reagan. Þessa tilhneigingu
staöfestu forkosningarnar I
Wisconsin þar sem kosningalög
eru mjög frjálsleg og gefa
mönnum kost á aö taka þátt i
prófkjörum demókrata eöa
repúblikana aö eigin vali og
burtséö frá flokksskirteinum
þeirra. 1 fyrsta skipti i 20 ár
kusu fleiri hjá repúblikönum en
demókrötum og þar af margt
fólk úr miöstétt sem fram aö
þessu heur fylgt demókrötum aö
málum. Er þetta þeim mun
alvarlegra fyrir Carter þar sem
haft er fyrir satt aö úrslitin i
Wisconsin hafi á slöustu áratug-
um gefiö góöar visbendingar
um hug bandariskra kjósenda
og þá ekki sist demókrata.
EftirUrslitin I Wisconsin hætti
Jerry Brown rlkisstjóri Kali-
forniu keppni aö útnefningu.
Kennedy heldur hins vegar ó-
trauöur áram og síöustu
skoöanakannanir og for-
kosningar hafa gefiö honum ör-
litla bjartsýni, en likurnar á aö
hann nái nægilegum fjölda kjör-
manna til aö vinna Carter i
slagnum um útnefningu eru
hverfandi. Raunverulega er þaö
aöeins tvennt sem leitt gæti til
þess aö hann hlyti útnefningu.
Annaö er þaö aö kjósendur
sneru nú algjörlega bakinu viö
Carter og Kennedy hlyti I öllum
forkosningum sem eftir eru ná-
lægt 70% atkvæöa. Þaö er eina
leiö Kennedys til aö ná tilskild-
um kjörmannafjölda þar sem
Carter hefur nú þegar meira en
helmingi fleiri en hann og er
rúmlega hálfnaöur aö markinu
á sama tima og Kennedy hefur
ekki nema rúman fjóröung til-
Reagan er nú sigurstranglegri
en Carter samkvæmt skoöana-
könnunum I Bandarlkjunum en
kjósendur vildu eiga kost á öör-
um frambjóöendum.
skilinna kjörmanna. Hinn
möguleiki Kennedys er sá aö
hann sýnifljótlega yfirburði yfir
Carter, vinni hann i hverjum
forkosningum á fætur öörum án
þess þó aö vinna tilskilinn
fjölda kjörmanna. A fiokksþingi
demókrata þar sem útnefning-
unni yröi ráöiö yröi erfitt aö
horfa fram hjá slikri staðreynd
og þá gæti allt gerst jafnvel þo
Carter heföi yfir aö ráöa flest-
um kjörmönnum. Þegar allt
kemur til alls lúta kjörmennirn-
ir engum lögum öörum en eigin
skoöunum og siöferöislögmál-
um þegar aö útnefningunni
kemur. En kæmi einhver slik
staöa ur), má fullvist þykja aö
útnefiiing hvort heldur væri
Carters eöa Kennedys yröi eng-
in fagnaöarhátið.
En hvaö sem ööru liöur biöa
menn nú spenntir úrslitanna á
þriöjudaginn I forkosningunum I
Pennsylvania. Þar er um aö
ræöa stórt kjördæmi, iönaöar-
og borgarsamfélag sem af
reynslunni aö dæma gefur
Kennedy nokkra sigurmögu-
leika. 1 Pennsylvaniu er flest
með Kennedy og á móti Carter
og sigri Kennedy ekki þar er
varla hægt aö verjast þeirri
skoöunaösliku vantrausti megi
hann ekki svara ööru visi en
meö því aö draga sig I hlé og
reyna þannig aö stuöla aö því aö
einhver eining skapist um Cart-
ermeöal demókrata þá mánuöi
sem eftir eru uns til alvörunnar
kemur I nóvember. Sigri hann
hins vegar meö nokkrum mun
er sá möguleiki fyrir hendi aö
hjólin taki aö snúast honum i
hag en i þessu forkosningakerfi
Bandarikjanna hefur það marg-
sýnt sig aö sá sem veröur undir I
upphfi kosningabaráttunnar á
sér varla viöreisnar von þaö
sem eftir er þar sem kjósendur
viröast fylkja sér um sigurveg-
arann jafnvel þó aö hann sé aö-
eins búinn aö sigra i baráttunni
um einn tuttugasta af kjör-
mönnum.
Eítir þvi sem liöiö hefur á
kosningahriöina i Bandarikjun-
um hefur eflst mjög umræöa
um galla kosningakerfisins en
þetta kerfi á forkosningum i
Bandarlkjunum er nú notaö i
fyrsta skipti. Aður voru al-
mennar kosningar i forkjöri
mun færri og þá kosiö innan
flokkanna, I flokksstjórnum og á
slíkum stööum, um kjörmenn-
ina. Þetta nýja kerfi er innleitt
tilaðauka á lýöræöiö, en gallar
þess eru augljóslega þeir aö
kosningabaráttan stendur um
margra mánaða skeiö og bland-
ast þá allt inn 1 kosningamar,
jafnvel friöur I Mið-Austurlönd-
um og gislarnir I íran. Enn-
fremur hefur þaö sýnt sig aö úr-
slitin viörast ráöast mjög
snemma i kosningabaráttunni
og litiö ráörúm er ti þess aö
skáka fram nýjum fram-
bjóðendum síöar I slagnum.
Þegar ljóst varö I slagnum að
þessu sinni aö þjóöin var i raun
litt spennt fyrir þeim fram-
bjóöendum sem hún væntanlega
mundi veröa aö kjósa á milli I
nóvember en að mótfram-
bjóöendur þeirra tveggja heföu
hins vegar ekki styrk til þess aö
skáka þeim út, komu upp hug-
myndir i báðum flokkum um
nýja frambjóöendur (Ford
hjá repúblikönum). Ekkert
varö þó úr þessu þar sem
kerfiö viröist ekki nægilega
sveigjanlegt til þess aö slikir
menn næöu tilskildum kjör-
mannafjölda.
Alvarlegast er þó þaö aö
saman hefur fariö löng
kosningabarátta, lltt sigurviss
forseti og mikil umbrot á sviöi
alþjóöastjómmála. Hefur þaö
sýnt sig oftar en einu sinni aö
aðstaöa forsetans meö tálliti til
kosningabaráttunnar og lltt
sigurstranglegrar stööu hans á I
þeim hefur haft áhrif til hins
verra I heimi alheimspólitikur-
innar. Þaö var til dæmis aö
morgni kjördags i Wisconsin
sem Carter lýsti þvi yfir I sjón-
varpi aö lausn gislamáisins I Ir-
an væri I nánd en Bandarlkin
þyrftu ekki aö biöja neinn afsök-
unar á athöfnum sinum i Iran,
hvorki fýrr né síðar. Eftir aö
fréttir um ræöu þessa bárust til
lran snerist byltingarráöiö
gegn BaniSadrl gislamálinu og
fullyrt var aö ræöa Carters
heföi veriö i fullkomnu mótvægi
viö efni bréfs sem Carter hafi
sent Khomeini erkiklerk, I þvi
bréfi hafi a.m.k. falist hálf-
gildingsa fsö kunarbeiöni.