Fréttablaðið - 19.05.2007, Qupperneq 10
Það sem af er þessu
ári hafa 373 ökumenn verið
stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í
umdæmi lögreglunnar á Hvols-
velli. Það er 130 ökumönnum
fleira en á sama tíma í fyrra. Nær
allir eru stöðvaðir á þjóðvegi eitt.
„Eftir að umdæmin voru
sameinuð höfum við tekið harðar
á hraðakstri en áður,“ segir
Sveinn K. Rúnarsson, yfirlög-
regluþjónn á Hvolsvelli. Hann
segir að flestir séu stöðvaðir á
veginum um Mýrdalssand.
Þá vekur athygli að í 110
tilfellum var um útlendinga að
ræða, oftast ferðamenn á
bílaleigubílum.
Hafa stöðvað
373 ökumenn
Minnihluti A-
listans í bæjarstjórn Hveragerðis
segir vinnubrögð meirihluta
sjálfstæðismanna
hafa leitt til 8
milljóna króna
aukakostnaðar við
eignarnám á
beitarréttindum í
landi jarðarinnar
Kross. Fyrrverandi
meirihluti hafði
boðið 6,2 milljónir
króna en ábúendur
vildu 6,6 milljónir.
Málið fór fyrir matsnefnd
eignarnámsbóta sem úrskurðaði
að bærinn ætti að greiða samtals
15 milljónir fyrir landið og í
málskostnað. Minnihlutinn vill
skýringar frá bæjarstjóra en
sjálfstæðismenn segja vinnu-
brögðin ekki óeðlileg.
Beitarland á
tvöföldu verði
Paul Wolfowitz,
bankastjóri Alþjóðabankans, til-
kynnti á fimmtudag að hann myndi
segja af sér í kjölfar hneykslis-
máls varðandi stöðu- og launa-
hækkun ástkonu hans, Shaha Riza.
Wolfowitz hyggst láta af starfi 30.
júní næstkomandi.
Tvö ár eru síðan George W.
Bush Bandaríkjaforseti skipaði
Wolfowitz í embætti. Skipunin olli
ólgu hjá Evrópusambandinu og
fleiri ríkjum vegna aðkomu Wolf-
owitz að innrásinni í Írak en hann
var áður aðstoðarvarnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna.
Undanfarnar vikur hefur Wolf-
owitz sætt harðri gagnrýni eftir
að upp komst um að Riza hafði
fengið stöðu- og launahækkun
eftir að hann tók við starfi.
Hneykslismálið olli mikilli
ónægju meðal starfsfólks bankans
og þykir hafa skaðað orðstír bank-
ans og tengsl hans út á við.
Wolfowitz háði harða baráttu
fyrir starfi sínu en sérstök rann-
sóknarnefnd sem stjórn bankans
skipaði úrskurðaði að hann hefði
brotið reglur með aðkomu sinni að
málinu. Wolfowitz fékk það þó í
gegn að stjórn bankans viður-
kenndi að hann bæri ekki einn alla
ábyrgð.
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu
að George W. Bush Bandaríkjafor-
seti myndi tilnefna eftirmann
Wolfowitz sem fyrst svo starfsemi
bankans komist í samt lag. Stjórn
bankans þarf að staðfesta hvern
þann sem Bush mun tilnefna.
Segir af sér í kjölfar hneykslis
Fjölskylduskemmtun
í Grafarholtsútibúi við Vínlandsleið
í dag kl. 14–16
Hlökkum til að sjá þig!
• Hara úr X–factor
• Stígur og Snæfríður úr Stundinni okkar
• Andlitsmálun og hoppkastali
fyrir krakkana
• Sproti kíkir í heimsókn
• Skemmtileg getraun
– spennandi vinningar
• Pylsur fyrir alla
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
B
I
37
45
2
05
/0
7
Stórhætta hefur
skapast í hesthúsahverfinu
Heimsenda í Kópavogi. Verktaki
er að fylla upp í tipp á svæðinu og
óttast hestamenn að hestar fælist
og börn lendi í slysum. Þorvaldur
Sigurðsson, formaður hesta-
mannafélagsins Andvara, segir
að stöðug umferð sé af vörubílum
að fylla á tippinn. Stórir bílar
sturti fram af brúninni eða í
hrúgu og jarðýta ýtir svo fram
af.
„Þetta var ekki svona mikið
vandamál þegar bílarnir voru
lengra í burtu en nú eru þeir
komnir svo nærri reiðveginum.
Þegar jarðvegurinn kemur hrynj-
andi niður þá skynja hestarnir
það sem jarðskjálfta,“ segir Þor-
valdur. „Þetta er stór slysahætta.
Sem betur fer hefur ekkert slys
orðið en ef þetta heldur svona
áfram þá er það ekki spurning
hvort, heldur hvenær.“
Stefán L. Stefánsson, deildar-
stjóri hjá Kópavogsbæ, segir að
unnið sé að gatnagerð fyrir nýtt
hesthúsahverfi. Bæjaryfirvöld
hafi átt fundi með hússtjórn
Heimsendahverfis og skýrt
ástand mála. Reynt sé að fara
eftir athugasemdum. Því hafi
verið beint til verktaka að fleyg-
vinna verði ekki í gangi seinni
part dagsins og verktakar taki
fullt tillit til hestamanna. Kvört-
un hafi borist vegna þess að vöru-
bíll hafi sturtað jarðvegi í átt að
reiðstíg „og það var náttúrulega
stoppað snarlega“.
Hestamenn vilja að verktakinn
taki meira tillit til þeirra og geri
hlé seinnipart dags meðan riðið
er út.
Hestarnir skynja raskið sem jarðskjálfta