Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 20

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 20
[Hlutabréf] Kaupum Glitnis á FIM Group verður að fullu lokið og þau uppgerð eigi síðar en 25. þessa mánaðar samkvæmt tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands í gær. Félagið birti þá bráðabirgða- niðurstöðu yfirtökutilboðs síns í alla hluti og kauprétti í FIM Group. Tilboðið hófst 25. apríl síðast- liðinn og lauk síðasta fimmtu- dag. Samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðum hafa hluthafar í FIM sem fara með 12.825.638 hluti í félaginu, eða 30,05 prósent hluta og atkvæða í félaginu geng- ið að tilboðinu. Heildarhlutafjár- eign Glitnis í FIM er samkvæmt því 98,16 prósent eftir tilboðið og atkvæðisréttur samsvarandi, að teknu tilliti til hluta sem Glitn- ir hafði áður eignast í félaginu. „Þessu til viðbótar samþykktu allir kaupréttarhafar yfirtökutil- boðið,“ segir í tilkynningu Glitn- is. Lokaniðurstaða yfirtökutil- boðsins verður staðfest og til- kynnt eftir helgina. Ráða 98,16% í FIM Breski fasteignasjóðurinn Prest- bury hefur náð samkomulagi um kaup á 21 einkareknu sjúkrahúsi í Bretlandi af fjárfestingasjóðn- um Capio AB. Kaupverð nemur 686 milljónum punda, jafnvirði 85,7 milljarða íslenskra króna. Bakhjarlar Prestbury eru Baugur, West Coast Capital, fjárfestinga- félag skoska fjárfestisins Toms Hunter, sem enn fremur keypti í Glitni af Milestone á dögunum, og Halifax Bank of Scotland. Fréttastofa Reuters segir hús- næði sjúkrahúsanna leigð áfram fyrir jafnvirði rúmra 4,9 milljarða króna á ári. Samningurinn nær til 30 ára og ættu áætlaðar leigutekj- ur því að nema rúmum 148 millj- örðum íslenskra króna. Fleira liggur undir því fyrrver- andi eigandi sjúkrahúsanna, Capio AB, hefur verið seldur til fjárfest- ingasjóðanna Apax Partners og Nordic Capital. Fjárfestarnir hafa allir unnið saman með einum eða öðrum hætti um árin en þeir stóðu í sameiningu að kaupunum á bresku verslana- keðjunni House of Fraser ásamt fleirum í fyrra og garðvöruversl- anakeðjunni Wyevale Garden Centres í apríl sama ár. Þá munu þeir Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, og Tom Hunter hafa farið fyrr á árinu saman til Indlands en þeir stefna að því að fjárfesta saman í gegnum félög sín þar í landi. Baugur kaupir 21 sjúkrahús Meirihluti hluthafa í spænsku veit- ingahúsakeðjunni La Tasca hefur samþykkt yfirtökutilboð eignar- haldsfélagsins LAT Holdings upp á 200 pens á hlut. Að eignarhalds- félaginu standa Kaupþing og fjár- festingasjóðurinn R20, fjárfest- ingafélag fjölskyldu hins írans- ættaða Roberts Tchenguiz, sem búsettur er í Lundúnum í Bret- landi. Hann er jafnframt stjórnar- maður í Exista. Með samþykkinu getur eignar- haldsfélag Kaupþings og Tchenguiz keypt 98,78 prósent hlutabréfa í veitingahúsakeðjunni, 54,6 milljón hluti. Af núverandi hluthöfum eiga félög Kaupþings og Tchenguiz dá- góðan skerf sem þau keyptu um það leyti sem yfirtökutilboðið var lagt fram í byrjun apríl. Mun fé- lagið vera í startholunum að gera þeim hluthöfum sem ekki tóku boð- inu nýtt tilboð. La Tasca er skráð á Aim-mark- aðinn í bresku kauphöllinni í Lund- únum en stefnt er að afskráningu þegar kaupin ganga í gegn. Samþykkja sölu La Tasca Peningaskápurinn ... Færeyska olíuleitarfélagið Atl- antic Petroleum tapaði 4,1 milljón danskra króna á fyrsta ársfjórð- ungi eftir skatta, eða sem nemur tæpum 47 milljón- um íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam tap félagsins 2,33 milljónum danskra króna, eða tæpum 27 milljónum íslenskra. Í tilkynningu segir félagið afkomuna vera í samræmi við áætlan- ir. „Aðaláhersla félagsins síðasta ársfjórðung hefur verið á olíuleit,“ er haft eftir Wilhelm Petersen, for- stjóra Atlantic Petroleum. Heildareignir félagsins í mars- lok námu rúmum 344,2 milljón- um danskra króna, samanborið við 361,4 milljónir í fyrra. Tap Atlantic Petroleum eykst Atorka Group hefur gengið frá sölu á vöru- stjórnunarfyrirtækinu Parlogis hf. sem verið hefur í eigu félagsins frá árinu 2002. Kaupandi er eignarhaldsfélagið Parlo en Guðný Rósa Þorvarð- ardóttir verður áfram framkvæmdastjóri fé- lagsins. Kaupverð er sagt vera trúnaðarmál. Fyr- irtækjaráðgjöf Lands- bankans var seljanda til ráðgjafar, en ráð- gjafi kaupanda var fyr- irtækjaráðgjöf Kaup- þings að því er fram kemur í tilkynningu. Nýir eigendur Par- logis reka meðal ann- ars Transport toll- og flutningsmiðlun ehf og DM Logistics sem einnig starfa á vöru- stjórnunarmarkaði. Félögin verða rekin áfram sem sjálf- stæðar einingar með óbreyttu sniði. Stjórn- arformaður félag- anna er Friðrik Smári Eiríksson. Atorka selur Parlo Parlogis Greiningardeild Landsbankans telur fátt geta komið í veg fyrir að gengisstyrking krónunnar haldi áfram, þótt búast megi við töluverðum sveiflum í henni. Við síðustu áramót stóð gengis- vísitala krónunnar í 127,9 stigum en stendur nú í 115 stigum. Hún hefur því styrkst um ellefu pró- sent á rúmum fjórum mánuðum. Það er töluvert meiri styrking en greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir í krónuspá sinni í upphafi árs. „Við áttum von á að krónan myndi sveiflast á bil- inu 120 til 125 og að kraftarnir til hækkunar og lækkunar yrðu álíka sterkir,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur á greiningardeild Landsbankans. „Þá áttum við frekar von á að hún myndi styrkjast þegar lengra liði á árið og meira jafnvægi næðist í hagkerfinu.“ Krónan hefur hins vegar styrkst jafnt og þétt á árinu. Helstu skýringarnar þar að baki eru að nýr kraftur hefur færst í útgáfu jöklabréfa, sem styður við gengi krónunnar. Það sem af er ári hafa verið gefin út jöklabréf að upphæð 156 milljónir króna. Þá hafa væntingar um vaxta- þróun breyst. Almennt er nú talið að vaxtalækkunarferli Seðla- bankans hefjist ekki fyrr en seint á þessu ári. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að gengi krónunnar muni haldast sterkt allt fram til árs- loka 2008, þrátt fyrir að Seðla- bankinn muni þá hafa lækkað vexti töluvert. „Þegar Seðlabank- inn fer að lækka vexti er það gert í þeirri trú og vissu að jafnvægi í efnahagskerfinu sé að verða meira. Þar með minnkar áhætt- an fyrir erlenda fjárfesta að taka stöðu með krónunni. Þeir munu því væntanlega halda því áfram þrátt fyrir lækkandi vexti.“ Greiningardeild Landsbankans spáir áframhaldandi styrkingu krónunnar. Sókn í ávöxtun mun vega þyngra en fyrirhugaðar vaxtalækkanir Seðlabankans. Námið veitir undirbúning fyrir störf á teiknistofum landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga, verkfræðinga og arkitekta, við ráðgjöf og ýmis störf á vegum opinberra aðila, meðal annars í sveitarfélögum. Námið er góð undirstaða fyrir frekara nám í skipulags-og umhverfisfræði, landslagsarkitektúr og tengdum greinum sem hafa vaxandi vægi í þjóðfélaginu. Nánari upplýsingar er að fá á vef LbhÍ – www.lbhi.is Umsóknarfrestur er til 4. júní Nám í umhverfis- skipulagi við Landbúnaðar- háskóla Íslands Hvanneyri · 311 Borgarnes Sími 433 5000 · www.lbhi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.