Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 20
[Hlutabréf] Kaupum Glitnis á FIM Group verður að fullu lokið og þau uppgerð eigi síðar en 25. þessa mánaðar samkvæmt tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands í gær. Félagið birti þá bráðabirgða- niðurstöðu yfirtökutilboðs síns í alla hluti og kauprétti í FIM Group. Tilboðið hófst 25. apríl síðast- liðinn og lauk síðasta fimmtu- dag. Samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðum hafa hluthafar í FIM sem fara með 12.825.638 hluti í félaginu, eða 30,05 prósent hluta og atkvæða í félaginu geng- ið að tilboðinu. Heildarhlutafjár- eign Glitnis í FIM er samkvæmt því 98,16 prósent eftir tilboðið og atkvæðisréttur samsvarandi, að teknu tilliti til hluta sem Glitn- ir hafði áður eignast í félaginu. „Þessu til viðbótar samþykktu allir kaupréttarhafar yfirtökutil- boðið,“ segir í tilkynningu Glitn- is. Lokaniðurstaða yfirtökutil- boðsins verður staðfest og til- kynnt eftir helgina. Ráða 98,16% í FIM Breski fasteignasjóðurinn Prest- bury hefur náð samkomulagi um kaup á 21 einkareknu sjúkrahúsi í Bretlandi af fjárfestingasjóðn- um Capio AB. Kaupverð nemur 686 milljónum punda, jafnvirði 85,7 milljarða íslenskra króna. Bakhjarlar Prestbury eru Baugur, West Coast Capital, fjárfestinga- félag skoska fjárfestisins Toms Hunter, sem enn fremur keypti í Glitni af Milestone á dögunum, og Halifax Bank of Scotland. Fréttastofa Reuters segir hús- næði sjúkrahúsanna leigð áfram fyrir jafnvirði rúmra 4,9 milljarða króna á ári. Samningurinn nær til 30 ára og ættu áætlaðar leigutekj- ur því að nema rúmum 148 millj- örðum íslenskra króna. Fleira liggur undir því fyrrver- andi eigandi sjúkrahúsanna, Capio AB, hefur verið seldur til fjárfest- ingasjóðanna Apax Partners og Nordic Capital. Fjárfestarnir hafa allir unnið saman með einum eða öðrum hætti um árin en þeir stóðu í sameiningu að kaupunum á bresku verslana- keðjunni House of Fraser ásamt fleirum í fyrra og garðvöruversl- anakeðjunni Wyevale Garden Centres í apríl sama ár. Þá munu þeir Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, og Tom Hunter hafa farið fyrr á árinu saman til Indlands en þeir stefna að því að fjárfesta saman í gegnum félög sín þar í landi. Baugur kaupir 21 sjúkrahús Meirihluti hluthafa í spænsku veit- ingahúsakeðjunni La Tasca hefur samþykkt yfirtökutilboð eignar- haldsfélagsins LAT Holdings upp á 200 pens á hlut. Að eignarhalds- félaginu standa Kaupþing og fjár- festingasjóðurinn R20, fjárfest- ingafélag fjölskyldu hins írans- ættaða Roberts Tchenguiz, sem búsettur er í Lundúnum í Bret- landi. Hann er jafnframt stjórnar- maður í Exista. Með samþykkinu getur eignar- haldsfélag Kaupþings og Tchenguiz keypt 98,78 prósent hlutabréfa í veitingahúsakeðjunni, 54,6 milljón hluti. Af núverandi hluthöfum eiga félög Kaupþings og Tchenguiz dá- góðan skerf sem þau keyptu um það leyti sem yfirtökutilboðið var lagt fram í byrjun apríl. Mun fé- lagið vera í startholunum að gera þeim hluthöfum sem ekki tóku boð- inu nýtt tilboð. La Tasca er skráð á Aim-mark- aðinn í bresku kauphöllinni í Lund- únum en stefnt er að afskráningu þegar kaupin ganga í gegn. Samþykkja sölu La Tasca Peningaskápurinn ... Færeyska olíuleitarfélagið Atl- antic Petroleum tapaði 4,1 milljón danskra króna á fyrsta ársfjórð- ungi eftir skatta, eða sem nemur tæpum 47 milljón- um íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam tap félagsins 2,33 milljónum danskra króna, eða tæpum 27 milljónum íslenskra. Í tilkynningu segir félagið afkomuna vera í samræmi við áætlan- ir. „Aðaláhersla félagsins síðasta ársfjórðung hefur verið á olíuleit,“ er haft eftir Wilhelm Petersen, for- stjóra Atlantic Petroleum. Heildareignir félagsins í mars- lok námu rúmum 344,2 milljón- um danskra króna, samanborið við 361,4 milljónir í fyrra. Tap Atlantic Petroleum eykst Atorka Group hefur gengið frá sölu á vöru- stjórnunarfyrirtækinu Parlogis hf. sem verið hefur í eigu félagsins frá árinu 2002. Kaupandi er eignarhaldsfélagið Parlo en Guðný Rósa Þorvarð- ardóttir verður áfram framkvæmdastjóri fé- lagsins. Kaupverð er sagt vera trúnaðarmál. Fyr- irtækjaráðgjöf Lands- bankans var seljanda til ráðgjafar, en ráð- gjafi kaupanda var fyr- irtækjaráðgjöf Kaup- þings að því er fram kemur í tilkynningu. Nýir eigendur Par- logis reka meðal ann- ars Transport toll- og flutningsmiðlun ehf og DM Logistics sem einnig starfa á vöru- stjórnunarmarkaði. Félögin verða rekin áfram sem sjálf- stæðar einingar með óbreyttu sniði. Stjórn- arformaður félag- anna er Friðrik Smári Eiríksson. Atorka selur Parlo Parlogis Greiningardeild Landsbankans telur fátt geta komið í veg fyrir að gengisstyrking krónunnar haldi áfram, þótt búast megi við töluverðum sveiflum í henni. Við síðustu áramót stóð gengis- vísitala krónunnar í 127,9 stigum en stendur nú í 115 stigum. Hún hefur því styrkst um ellefu pró- sent á rúmum fjórum mánuðum. Það er töluvert meiri styrking en greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir í krónuspá sinni í upphafi árs. „Við áttum von á að krónan myndi sveiflast á bil- inu 120 til 125 og að kraftarnir til hækkunar og lækkunar yrðu álíka sterkir,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur á greiningardeild Landsbankans. „Þá áttum við frekar von á að hún myndi styrkjast þegar lengra liði á árið og meira jafnvægi næðist í hagkerfinu.“ Krónan hefur hins vegar styrkst jafnt og þétt á árinu. Helstu skýringarnar þar að baki eru að nýr kraftur hefur færst í útgáfu jöklabréfa, sem styður við gengi krónunnar. Það sem af er ári hafa verið gefin út jöklabréf að upphæð 156 milljónir króna. Þá hafa væntingar um vaxta- þróun breyst. Almennt er nú talið að vaxtalækkunarferli Seðla- bankans hefjist ekki fyrr en seint á þessu ári. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að gengi krónunnar muni haldast sterkt allt fram til árs- loka 2008, þrátt fyrir að Seðla- bankinn muni þá hafa lækkað vexti töluvert. „Þegar Seðlabank- inn fer að lækka vexti er það gert í þeirri trú og vissu að jafnvægi í efnahagskerfinu sé að verða meira. Þar með minnkar áhætt- an fyrir erlenda fjárfesta að taka stöðu með krónunni. Þeir munu því væntanlega halda því áfram þrátt fyrir lækkandi vexti.“ Greiningardeild Landsbankans spáir áframhaldandi styrkingu krónunnar. Sókn í ávöxtun mun vega þyngra en fyrirhugaðar vaxtalækkanir Seðlabankans. Námið veitir undirbúning fyrir störf á teiknistofum landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga, verkfræðinga og arkitekta, við ráðgjöf og ýmis störf á vegum opinberra aðila, meðal annars í sveitarfélögum. Námið er góð undirstaða fyrir frekara nám í skipulags-og umhverfisfræði, landslagsarkitektúr og tengdum greinum sem hafa vaxandi vægi í þjóðfélaginu. Nánari upplýsingar er að fá á vef LbhÍ – www.lbhi.is Umsóknarfrestur er til 4. júní Nám í umhverfis- skipulagi við Landbúnaðar- háskóla Íslands Hvanneyri · 311 Borgarnes Sími 433 5000 · www.lbhi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.