Fréttablaðið - 19.05.2007, Qupperneq 29
Þessi litla saga um fyrirgefningu
í íslenskri stjórnmálasögu á senni-
lega nokkurn þátt í því að stjórn-
málamenn hafa verið tregir til að
biðja hver annan afsökunar eða fal-
ast eftir afsökunarbeiðnum.
Við vorum boðin í skírnarveislu í
dag. Systursonardóttir mín, ef það
orð er þá til, var til skírnar borin í
Háteigskirkju og var skírð Birna
Mjöll.
Enginn organisti var við athöfn-
ina, en það kom ekki að sök því að
presturinn, séra Helga Soffía hefur
svo fallega söngrödd að annað eins
hef ég ekki heyrt í kirkjum lands
síðan síra Þorsteinn heitinn Björns-
son söng í Fríkirkjunni fyrir margt
löngu.
Ég spái því þegar Birna Mjöll
skírir börnin sín verði Framsókn-
arflokkurinn fyrir löngu risinn upp
úr sínum andlegu og líkamlegu veik-
indum og búinn að finna aftur löngu
gleymd stefnumál sín og eigi falleg
heimili bæði í borg og sveit og hafi
á nýjan leik lært að treysta óbreytt-
um flokksmönnum sínum, sem sé þá
kúnst að hlusta á grasið gróa.
Það eru fleiri en stjórnmálamenn
sem eiga það til að vera ekki vand-
ir að meðulum. Það er dapurlegur
og ljótur leikur að nota sjúklinginn
Lalla Johns í auglýsingu Öryggis-
miðstöðv-
arinnar.
Það er
hrein og
klár mann-
vonska að
notfæra
sér neyð
annarra.
Ég skora
á alla sem
eru í við-
skiptum
við þetta
fyrir-
tæki að
hugsa
sinn gang
og velta því fyrir sér
hvort ekki sé vitlegra að beina við-
skiptum til einhvers sem hefur vott
af siðferðisþroska. „Himinn og haf“
heitir víst auglýsingastofan sem
fékk þessa smekklegu hugmynd.
Gott að vita það fyrir þá auglýsing-
endur sem sækjast eftir því að fá al-
menningsálitið upp á móti sér.
Ég skil vel að nú er fengitíminn
hjá stjórnmálaflokkunum og for-
menn þeirra langar til að sýna mann-
dóm sinn með því að belgja sig út til
marks um að þeir kunni öll trixin í
faginu.
Eflaust er tilgangur Geirs með yf-
irlýsingum um að stjórnin sé ekki
fallin sá að sýna öðrum flokkum að
hann þurfi í rauninni ekkert á þeim
að halda, svo að þeir geri ekki óraun-
hæfar kröfur þegar til þeirra verð-
ur leitað.
En yfirlýsing um að stjórn D og B
geti setið áfram finnst mér álíka trú-
verðug og ef einhver lýsti því yfir
að hann ætlaði að ganga með ömmu
sinni á Everest – þegar allir vita að
amman er í öndunarvél.
Þessi flensa sem ég fékk um helg-
ina ætlar ekki að gera það enda-
sleppt við mig. Ég búinn að vera með
skelfilega verki í beinum og liðamót-
um síðan ég stóð upp úr flensunni,
og nú gat ég bara ekki staðið lengur
á löppunum.
Í kvöld var ég lagður inn á Land-
spítalann, bráðamóttöku ofan í kjall-
ara við Eiríksgötu. Ég er hér í sex
eða átta manna stofu. Sé það ekki ná-
kvæmlega af því að stofunni er skipt
niður með bláum tjöldum sem eru
dáldið sjúskuð og á sífelldri hreyf-
ingu eins og leiktjöld á fjörugri leik-
sýningu.
Hér er algert jafnrétti í reynd.
Konur og karlar í einni kös.
Ég er lukkunnar pamfíll og hef
ekki yfir neinu að kvarta. Ég var að
fá mitt einkahorn í alvöru sjúkra-
stofu. Aðeins þrír aðrir hér inni hafa
aðgang að 90° horni.
Frammi á gangi liggur fullt af
fólki sem er svo óheppið að veikjast
á eftir mér. Það getur þó haft sína
kosti. Ef maður liggur á ganginum
er sennilega betra útsýni yfir starf-
semi deildarinnar og hugsanlega
betri aðstaða til að ná læknisfundi ef
maður hefur verið nógu forsjáll til
að taka með sér háf eða krókstjaka.
Hér eru gerð á mér hjartalínu-
rit, ómanir, speglanir, teknar blóð-
prufur, þvagprufur. Ég er tengd-
ur við súrefni, mælitæki og ýmiss
konar hátæknibúnað svo að ég get
ekki ímyndað hvað vantar upp á að
þetta sé hátæknisjúkrahús. Nema
kannski breikka gangana svo að
fleiri sjúklingar geti legið á þeim
og starfsfólkið samt komist leiðar
sinnar.
Ég svaf alveg dásamlega í nótt.
Reyndar vaknaði ég til að öfunda
konuna í næsta rúmi af því hvað hún
hraut einstaklega vel og hraustlega.
Ég reyni að finna betri svefn-
stellingu. Við bröltið slít ég af mér
einhverja víra sem tengja mig við
mælitæki. Þetta sjá næturhjúkk-
urnar og koma á harðaspretti.
Þær spyrja hvort ég vilji fá eitt-
hvað til að geta sofið.
Ég bendi á konuna sem hrýtur
og bið um að fá það sama og hún –-
kannski aðeins meira.
Og eftir augnablik
er ég sofnaður aftur.
Mér er færð-
ur morgunmat-
ur í rúmið eins og á
besta hóteli og svo
fara að tínast að mér
læknar og sérfræðingar til
að kynna rannsóknarnið-
urstöður úr honum
ýmsu kjördæmum
líkamans.
Rökstuddur
grunur beinist að illvígum
bakteríum sem heita því ljóta nafni
streptókokkar sem eru taldir hafa
átt sök á hálsbólgu, beinverkjum
og vanlíðan um síðustu helgi. Sjúk-
dómsgreiningin er gauklabólga eða
nýrnabólga.
Góðu fréttirnar eru að þetta lag-
ast – yfirleitt.
Vondu fréttirnar eru að það tekur
nokkrar vikur eða nokkra
mánuði að komast til sæmi-
legrar heilsu – ef það tekur
þá ekki lengri tíma.
Klukkan hálffimm
fæ ég að fara heim. Næ
ekki að kveðja neinn til
að þakka fyrir mig. Það
er verið að hátta nýjan
sjúkling ofan í rúmið
mitt og verið að skipta
um sængurföt á rúminu
sem losnaði á ganginum.
Sem betur fer eru engar
biðraðir á planinu fyrir
utan spítalann.
Ég er með handskrifuð fyrir-
mæli, tímabókun hjá Arnóri gigt-
arlækni næstkomandi þriðjudag,
og lyfseðla upp á vasann þegar frú
Sólveig kemur að sækja mig. Það
eina sem mér finnst vanta upp á að
Landspítalinn sé hátæknisjúkrahús
er betra kaffi.
Góðar kaffivélar kosta frá 50 til
100 þúsund kall.
Nú sé ég í netfréttum að Geir er
hættur í áfallahjálpinni, búinn að
skrúfa fyrir öndunarvélina og hætt-
ur við að þræla Jónka upp á Ever-
est með sér.
Geir er farinn að vinna fyrir kaup-
inu sínu og huga að því að mynda
hér almennilega og starfhæfa ríkis-
stjórn. Með Samfylkingunni.
Það finnst mér skynsamlegt og ég
heiti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar fullum stuðningi
fyrstu tíu dagana.
Svo sný ég mér aftur að mínum
skylduverkum. Í stjórnarandstöðu!
Gangi ykkur allt í haginn!
3.590.000kr.
Ertu ekki örugglega í þotuliðinu?
Það er klassi yfir Saab 9-3 ARC bílunum, enda á Saab sér áratugalanga sögu sem einn stílhreinasti
og öruggasti bíll sem völ er á. Saab 9-3 er margverðlaunaður bíll þar sem öryggi og mýkt í akstri
eru í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að
góðum kosti fyrir þá sem gera miklar kröfur!
Komdu og reynsluaktu, finndu muninn!
Saab 9-3 ARC