Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 30

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 30
Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, er fimmtugur í dag. Gaui verð- ur staddur á Snæfellsnesi á afmælisdeginum þar sem ljósmyndatökur standa yfir fyrir bandarísk tískufyrir- tæki. Heldur Gaui utan um hópinn, sem í eru 45 manns. Í kvöld ætlar Gaui að gista á Hótel Glym í Hvalfirði en fer síðan aftur til starfa á Snæfellsnesinu í fyrramál- ið. „Glymur er eitt af mínum uppáhaldshótelum því það er fallegt og býður upp á góðan mat og þjónustu. Ég verð þarna með stórfjölskyld- unni og ekki með neina stór- veislu,“ segir Gaui, sem bauð tvö hundruð manns í fertugs- afmælið sitt sem hann hélt á Fjörukránni í Hafnarfirði. „Það er alltaf spurning fyrir hvern maður er að halda af- mæli. Það varð ofan á að eyða þessu svolítið í mig, ég ætti það kannski inni hjá sjálfum mér.“ Gauja líst vel á að vera kominn á sextugsaldurinn en segist núna í fyrsta skipti vera farinn að hugsa um ald- urinn. „Þegar maður er orð- inn fimmtugur fer maður að hugsa dálítið fram á við. Ég á kannski 25 til 30 ár eftir og mér finnst núna að maður þurfi svolítið að huga að því að eyða þessum árum í sátt og samlyndi við menn og mýs og halda heilsunni. Maður verður að huga að því að geta hreyft sig og verið heilsusamlegur fram í and- látið. Það þarf að setja það í forgang,“ segir hann. Gaui segist vera við góða heilsu um þessar mundir enda hafi hann verið dugleg- ur við að æfa í vetur. „Ég held að þessi tímamót skipti sköp- um. Fyrir tíu árum hljómaði þetta hjá mér: „Allt er fer- tugum fært“ en núna er rétt- látari og skynsamari tónn í mönnum.“ Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Íhaldið hefur alltaf verið karlrembu- svínastía og það breytist ekki nema með hormónagjöf.“ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðrúnar Jónasdóttur frá Öxney (Guðrúnar í Galtarey) Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun færum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi. Hreinn Jóhannsson Geirþrúður Kjartansdóttir Sigríður Jóhannsdóttir Reynir Vilhjálmsson Brynja Jóhannsdóttir Þorvaldur Ólafsson barnabörn og fjölskyldur þeirra. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ólafur Auðunsson frá Ysta-Skála, til heimilis að Stuðlaseli 15, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 17. maí. Áslaug Ólafsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Auður Ólafsdóttir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson Ólafur Haukur Ólafsson Sigrún Konráðsdóttir Þorri Ólafsson Guðný Gísladóttir og barnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Brynleifur Jóhannesson bílamálarameistari, Stekkjargötu 81, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 15. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Lilja Markúsdóttir Jón Axel Brynleifsson Ingunn Sigurðardóttir Brynja Brynleifsdóttir Mallios Phillip Mallios Jóhann Brynleifsson Sigríður Garðarsdóttir Karl Brynleifsson Jónína Skaftadóttir Tóbías Brynleifsson Margrét Jónsdóttir Jósep Brynleifsson Melanie Brynleifsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, amma, tengdamóðir og systir, Agatha Sesselja Sigurðardóttir lést á Landspítalanum við Fossvog þann 15. maí sl. Útför verður auglýst síðar. Jóhanna Baldursdóttir Stefanía Ellý Baldursdóttir Sigrún Baldursdóttir tengdasynir, barnabörn og systkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðni A. Ólafsson Núpalind 2, Kópavogi, andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi Fossvogi miðvikudaginn 16. maí. Útförin verður auglýst síðar. Valgerður Á. Blandon Ingibjörg Unnur Guðnadóttir Ragnar Sigurðsson Valgerður Selma Guðnadóttir Guðbjörn Björgólfsson Þorbjörg Guðnadóttir Helgi S. Reimarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Oddgeir Halldórsson Ferjubakka 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 11. maí. Jarðarför fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 22. maí kl. 13.00. Sigurbjörg Guðvarðardóttir Hörður Oddgeirsson Kristín Hafsteinsdóttir Hanna Halldórsdóttir Rúna Halldórsdóttir Oddur Halldórsson Guðrún Halldórsdóttir og afabörn. Róbert Kárason, Frostafold 6, Reykjavík, áður til heimilis að Ásgarði á Svalbarðsströnd, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 15. maí sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Hlíf Harpa Róbertsdóttir Arna Vala Róbertsdóttir Elías Már Hallgrímsson Páll Róbertsson Auður Sólmundsdóttir Heiðdís Ellen Róbertsdóttir Arnfríður Róbertsdóttir og barnabörn. Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur, Ásþór Sigurðsson verkstjóri, Garðarsbraut 77, Húsavík, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 15. maí síðastlið- inn. Jarðarförin tilkynnt síðar. Jóhanna Sigfúsdóttir Ólafur Ármann Sigurðsson Þórunn Ástrós Sigurðardóttir Guðrún Sigurðardóttir Óðinn Sigurðsson Edda Sigurðardóttir Jón Pétursson Margrét Sigurðardóttir Árni Grétar Gunnarsson Klara Valgerður Sigurðardóttir Hafliði Jónsson Þórsteinunn Rut Sigurðardóttir AFMÆLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.