Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 35

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 35
Seglbílar eru vinsæl skemmtun meðal fyrir- tækjahópa og ferðamanna. Í sumar verða þeir einnig í boði úti í Viðey á fjölskylduvænu verði. „Bílarnir komu til landsins fyrir rúmu ári. Við fund- um þessa afþreyingu í Hollandi, en pöntuðum bíl- ana frá Nýja-Sjálandi þar sem þeir eru framleidd- ir,“ segir Jón Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar HL. Að sögn Jóns eru bílarnir mjög vinsælir í Evrópu þar sem þeyst er eftir þar til gerðum brautum. Á Íslandi hafa bílarnir verið notaðir á flugvellinum á Skógum, við Kleifarvatn, Stokkseyri og á Þingvöll- um meðal annars. Bílarnir eru oftast notaðir á afmörkuðu svæði en að sögn Jóns eru engar reglur sem stríða á móti notkun bílanna á götum úti. „Um daginn voru tveir úr hópnum hjá okkur sem fóru frá Þingvöllum niður í Mosfellsdal. Bílarn- ir virkuðu mjög vel og þeir náðu hæst 60 kílómetra hraða á leiðinni,“ segir Jón. Flestir þeirra sem keyra bílana eru íslenskir og erlendir fyrirtækjahópar í hvataferð, auk erlendra ferðamanna. Viðtökur hafa verið ótrúlegar að sögn Jóns og þrátt fyrir að hafa aldrei auglýst var full- bókað allt síðasta sumar. Bílarnir eru tólf talsins en innan skamms er von á tíu í viðbót til að anna eftirspurn. Í sumar verður samastaður seglbílanna í Viðey, þar sem þeir verða í boði fyrir einstaklinga og fjölskyldur. „Við höldum áfram með hópa sem endranær, en ætlum einnig að bjóða fjölskylduvænt verð úti í Viðey í sumar,“ segir Jón. Bílarnir eru fyrst og fremst afþreying og mark- miðið er að bjóða þá víðs vegar um land með tíð og tíma. „Ég sé fyrir mér að bílarnir geti verið nýr tekju- möguleiki fyrir ferðaþjónustuna um land allt. Þá geta hótel og fjölfarnir ferðamannastaðir boðið upp á bílana á sumrin svo ferðamenn geti þeyst um þönd- um seglum,“ segir Jón. Bílarnir eru úti í Viðey á milli klukkan 12-16 alla laugardaga í sumar. Nánari upplýsingar um Ferða- þjónustuna HL er að finna á vefnum: www.hl.is Þeysir um þöndum seglumJeppadekk ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Betra verð á heilsársdekkjum 235/65R17, kr. 12.900 245/70R17, kr. 13.900 265/70R17, kr. 14.900 275/60R17, kr. 15.900 Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" 17" og 18". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 70753 Nánar á jeppadekk.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.