Fréttablaðið - 19.05.2007, Side 36

Fréttablaðið - 19.05.2007, Side 36
Skoda Octavia sigraði í spar- aksturskeppni FÍB og Atlants- olíu. Meðal keppenda var Ford GT. Þegar kemur að mótorsporti er fólk duglegt að finna óteljandi leiðir til að keppa. Ein þeirra er að eyða sem minnstu bensíni og um það snýst sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu. Keppnin fór þannig fram að lagt var af stað frá plani Húsgagna- hallarinnar í Ártúnsbrekku til Þingvalla um Mosfellsdal. Þaðan beinustu leið niður á Selfoss, svo til Eyrarbakka og að lokum um Þrengslin aftur á upphafsreit. Sá sem eyddi minnstu bensíni vann. Eins einfalt og það verður. Sigurvegari keppninnar var Ragnar Borgþórsson á Skoda Oct- avia 1,9 l TDI dísil. Hann eyddi 3,51 lítra á hundraðið sem verður að teljast frábær árangur. Í öðru sæti var Brynjar S. Þorgeirsson á Ford C-Max en hann eyddi 3,75 lítrum á hundraðið. Þess má geta að í þjóðvegaakstri gefur Ford upp að C-max eyði 7,2 lítrum á hundr- aðið. Í þriðja sæti var svo Eiríkur Einarsson á Toyota Auris D4D, en Auris er arftaki Corollu. Mikla athygli vakti þátttaka Gísla G. Bjarnasonar á Ford GT. Þrátt fyrir að vera upprunalega hannaður fyrir þolaksturskeppnir telst GT seint til sparneytnari bíla, enda 550 hestöfl. Gísla tókst þó að koma eyðslunni niður í 11,31 lítra á hundraðið og er því ótvíræður sigurvegari er litið er á eyðslu á hvert hestafl. Octavia sigraði B&L frumsýnir í dag Freeland- er 2 frá Land Rover. B&L frumsýnir aðra kynslóðina af Land Rover Freelander í dag. Um verulegar breytingar er að ræða á milli kynslóða, bæði hvað útlit og búnað snertir, auk þess sem Free- lander 2 kemur á markað hér á landi í séríslenskri sport-útgáfu. Íslenska útgáfan er búin út með hliðsjón af búnaðarstigi sport- jeppa í lúxusflokki. Meðal staðal- búnaðar er ný TD4 2,2 l dísilvél sem skilar 160 hestöflum og 400 Nm togi. Útlitslega ber nýja kynslóðin augljósan Land Rover ættarsvip og leynir skyldleikinn við Range Rover Sport og Discovery sér því ekki. Þess má geta að Freelander 2 er eini jeppinn í sínum flokki sem hlotið hefur fimm stjörnur frá Euro NCAP fyrir öryggi farþega. Frumsýningin stendur frá kl 12 til 16 í sýningarsal B&L að Grjót- hálsi. Í tilefni dagsins hefur í sam- vinnu við Bandalag skáta verið komið upp níu metra háum klifur- vegg fyrir framan söludeild Land Rover og er gestum og gangandi boðið að spreyta sig á því skemmti- lega verkefni að klífa vegginn. Freelander 2 SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.