Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 42
hús&heimili
Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar:
Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.
is. Auglýsingar: Anna Elínborg Gunnarsdóttir, 550-5806, aeg@365.is Útlitshönnuður: Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Forsíðumynd: Nordic photos/Getty images
„Við hjónaleysin fórum í búð með
notuð húsgögn í Kópavogi að leita
að einhverju allt öðru. Ég man nú
ekki hvað það var en það var eitt-
hvað mjög mikilvægt sem okkur
vantaði,“ segir Katrín og bætir
því við að þá hafi þau rekist á
þetta sófasett. „Við áttum nátt-
úrlega ekki eina einustu krónu
þannig að það var stór ákvörðun
að taka upp kreditkortið, strauja
það og fjárfesta í þessu,“ segir
hún og hlær.
„Sófasettið er búið að vera hjá
okkur núna í tvö ár og þetta er
besta fjárfestingin sem við gerð-
um þegar við fluttum. Það kost-
aði 40.000 krónur og við náðum
að greiða það þetta sama ár,“
segir Katrín hlæjandi. „Það er
svo erfitt þegar maður á engan
pening að vera að eyða í eitt-
hvað svona en við höfum þakkað
fyrir það æ síðan að hafa keypt
sófasettið. Það er mjög þægilegt
og einstakt,“ bætir hún við. „Það
eina sem við þurftum að gera var
að styrkja botninn því hann var
orðinn dálítið siginn.“
Katrín segir settið vera frá
árinu 1960 og hafa verið í eigu
sömu fjölskyldu þannig að það
hafi verið ótrúlega vel með farið.
„Hvort sem við erum með boð eða
að horfa á sjónvarpið, lesa bók
eða eitthvað þá er sófasettið alltaf
notað þannig að það er bara hjarta
heimilisins,“ segir alþingismaður-
inn Katrín Jakobsdóttir. - sig
Hjarta heimilisins
Katrín Jakobsdóttir, nýkjörinn alþingismaður, segir sófasettið hennar vera uppáhalds-
hlutinn á heimilinu.
Katrín Jakobsdóttir alþingismaður situr í sófanum með syninum Jakobi. Sófasettið er uppáhaldshlutur Katrínar á heimilinu enda
segir hún settið vera hjarta heimilisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1. Tekanna og bolli sem saman
mynda eina heild. Þegar ekki er
verið að nota bollann er hægt að
sestja tekönnuna ofan á hann.
Sniðugt fyrir einyrkjann. Fæst í
Söstrene Grene á 421 kr.
2. Telaufin þarf að geyma á þurr-
um stað. Box eins og þetta henta
því einstaklega vel. Söstrene
Grene, 199 kr.
3. Svartur teketill úr þungum
málmi. Það ætti ekki að skvettast
svo auðveldlega upp úr þessum
gæðalega katli sem fæst í Líf og
list á 8.460 kr.
4. Teketill frá Beehouse. Falleg
hönnun og fæst í nokkrum litum.
Þá er sniðugt að fá grind undir
ketilinn til að halda honum heit-
um. Fæst í Te og kaffi á 4.120 kr.
Fáðu þér sopa
Tedrykkja á sér aldalanga hefð. Hinn vestræni heimur
er löngu kolfallinn fyrir drykknum góða og svolgrar í sig
grænu, ávaxta-, kamillu- og jurtatei. Tekatlar eru því ómiss-
andi hlutir í tilveru tedrykkjumannsins.
1
3
4
2
19. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR2