Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 44
hús&heimili
SÉRHÖNNUÐ OMMILETTU-
PANNA veitir nýja sýn á matreiðslu
þessa morgunverðar meistarans.
Eggin festast ekki við pönnuna
og ekki þarf að hafa áhyggjur af
því að snúa pönnukökunni því
pannan er jú tvöföld, þú ein-
faldlega snýrð henni við. Herra
Eggbert er líka voða sætur og
hægt er að fá handþeytara í
sama stíl. Pannan kostar 2.990
krónur en þeytarinn 799 krónur.
Fæst í Debenhams.
Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500Opið 7-21 alla daga vikunnar
G S æ g r e i f a n s
Humarsúpa
r i l l ve is l a
Fiskur á grillið
Hin fullkomna
humarsúpa
samkvæmt New York Times
Hinar vinsælu
dönsku bókahillur
komnar aftur
Tekk - Kirsuberja - Hlynur
Hringið og biðjið um mynda- og verðlista
„Kollarnir endurspegla persónu-
leika þriggja kvenna sem tengjast
mér sterkum böndum. Mig lang-
aði að vinna með þrjár kynslóð-
ir kvenna og gera húsgögn sem
táknuðu persónuleika þeirra,“
segir Anna Þórunn Hauksdóttur,
nýútskrifaður vöruhönnuður, frá
Listaháskóla Íslands.
Fyrsti kollurinn er gerður eftir
persónuleika langömmu Önnu
sem var fædd árið 1867. Hún var
af þeirri kynslóð sem klæddist
upphlut daglega og bar skart úr
víravirki.
Kollurinn er svartur með ein-
faldar línur og skartar kýr með
fallegu víravirki eftir Helgu Ósk
Einarsdóttur gullsmið. „Lang-
amma var fátæk og barnmörg.
Þau þurftu að þiggja af sveitinni
en áttu þó eina mjólkurkýr sem
var þeim afar dýrmæt. Víravirkið
minnir mig á styrk og þrautseigju
kvenna. Er fíngert og hefur sterka
byggingu,“ segir Anna Þórunn.
Annar kollurinn er rósótt-
ur ruggukollur með prjónuðum
hnöppum. Hann er eftir ömmu
Önnu Þórunnar, sem fæddist
1907. „Amma var stórgerð, hlýleg
og glaðleg kona. Hún bjó í sveit
og var mjög gestrisin og yndisleg.
Hún hafði alltaf tíma fyrir barna-
börnin og réri með okkur í fang-
inu á meðan hún söng og sagði
sögur. Síðan prjónaði hún stans-
laust dúkkuföt og þessvegna eru
prjónaðir hnappar á kollinum,“
segir Anna sem er mikill fagur-
keri eins og stóra systir hennar
sem á þriðja kollinn.
„Systir mín er grannvaxin og
falleg kona. Ávallt vel til höfð á
háum hælum. Hún er dugleg og
fylgin sér og sannkölluð nútíma-
kona sem sinnir bæði frama og
fjölskyldu. Síðan er hún mjög
hjátrúarfull, svo ég setti dem-
ant í setuna, því hann á að vernda
gegn öllu illu,“ segir Anna Þór-
unn.
Stólarnir eru allir til sölu og
Anna Þórunn tekur einnig að sér
að gera kolla eftir persónuleika
fólks ef þess er óskað.
Kollarnir eru til sýnis á út-
skriftarsýningu Listaháskóla Ís-
lands í Kartöflugeymslunni við
Ártúnshöfða sem stendur til 27.
maí. Sýningin er opin alla daga
milli klukkan 12.00-18.00.
rh@frettabladid.is
Minni kvenna í
nútímalegri hönnun
Þrjár kynslóðir kvenna eru hugmyndin á bak við útskriftarverkefni Önnu Þórunnar
Hauksdóttur vöruhönnuðar.
Þrjár kynslóðir kvenna endurspeglast í hönnun Önnu Þórunnar Hauksdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
19. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR4