Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 66
„Eitt helsta afrek þessarar ríkis- stjórnar held ég að hljóti að vera einkavæðingin og þá sérstaklega einkavæðing bankanna,“ segir Einar Mar Þórðarson stjórnmála- fræðingur þegar hann lítur yfir farinn veg. „Hún gjörbreytti ís- lensku atvinnulífi og hefur verið mjög jákvæð fyrir samfélagið.“ Hann nefnir líka sprengingu í háskólamenntun þar sem háskól- um og nemendum hefur fjölgað verulega. „Það sem telst umdeildara er til dæmis álverið fyrir aust- an og Kárahnjúkavirkjun, sem naut reyndar yfirburðastuðnings á Alþingi þó hávær minnihluti hafi verið á móti. Fjölmiðlafrum- varpið var stjórninni einnig erf- itt, en þar var hún að fara fram í ósátt við mikinn meirihluta þjóð- arinnar.“ Einar nefnir að lokum Íraks- stríðið sem eftirminnilegt og um- deilt mál. „Þó stjórnarflokkarnir hafi verið sam- stiga í þeirri ákvörðun að styðja stríðið þá voru óánægju- raddir innan Framsóknar sem hjálpuðu ekki upp á deil- ur og ósætti.“ Hann segir síðasta kjör- tímabil hafa einkennst af ákveðnum erfiðleikum innan Framsóknar. „Flokkurinn tapaði miklu fylgi í sveitarstjórnarkosn- ingum sem varð til þess að Hall- dór Ásgrímsson, þá orðinn for- sætisráðherra, hætti. Síðan verða deilur innan Framsóknar sem flokkurinn galt fyrir í síðustu kosningum. Almennt var þetta stjórnarsamstarf samt tiltölulega farsælt og oftast góð sátt á milli flokkanna.“ Stjórnarsamstarf í 4400 daga Önnur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við stjórnar- taumunum á Íslandi 23. apríl 1995. Þá hófst stjórnarsam- starf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem staðið hefur í rúm tólf ár, lengur en samstarf þeirra átján stjórna sem hafa setið á lýðveldistímanum. Þrír forsætis- ráðherrar hafa leitt samstarfið og 27 einstaklingar hafa gegnt ráðherraembætti í fimm ríkisstjórnum. Svavar Hávarðsson og Salvar Þór Sigurðarson litu til baka á samstarf sem var árangursríkt að margra mati en jafn- framt umdeilt. „Ef við eigum að nefna það sem ríkisstjórn- in gerði best held ég að við verðum fyrst og fremst að minnast á at- vinnuleysi, sem er nánast ekkert í dag,“ segir Ingibjörg Pálmadótt- ir, fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. „Ríkisstjórnin hefur einn- ig skilað hallalausum fjárlögum í áraraðir, en þegar hún tók við var halli á ríkissjóði átta milljarðar.“ Hvað varðar hluti sem betur hefðu mátt fara nefnir Ingibjörg að Framsóknarflokkurinn hefði getað unnið betur saman inn- byrðis. „Miðað við hvað vel hefur gengið að vinna að þjóðarhag þá er það rannsóknarefni hvernig við sjálf höfum getað klúðrað því að koma því ekki betur til skila,“ segir hún. Atvinnuleysi nánast útrýmt „Það er eng- inn vafi á því í mínum huga að þetta samstarf sem hefur staðið yfir í tólf ár, og fjögur árin þar á undan, eru án efa mestu fram- faraskref á Ís- landi, ekki síst þegar litið er á efnahagslegan árangur,“ segir Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra. „Ég held það þurfi ekkert að taka eitt mál út úr fremur öðrum, það verður að líta á heildarmyndina.“ Sem dæmi um eitthvað sem betur hefði mátt fara nefnir Friðrik efnahagsstöðugleikann. „Þegar maður lítur á síðustu ár er ljóst að ekki hefur alveg tekist að halda efnahagnum stöðugum. Eftir á að hyggja held ég að þeir fjármunir sem fóru í einkaneyslu vegna breytinga á húsnæðis- lánum hafi verið mistök.“ Efnahagslegur árangur mikill Einkavæðingin helsta afrekið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.