Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 70

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 70
var frumsýnd. Myndin er stjörn- um prýdd og því mikið um að vera á rauða teppinu þegar Jake Gyllenhall, Chloe Sevigny, Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og læknirinn vinalegi úr ER, Anthony Edwards, mættu á teppið. David Fincher sló í gegn með myndinni Se7en árið 1995 og stimplaði Brad Pitt inn á kortið. Á eftir fylgdi myndin Fight Club sem náði hálfgerðum költ-status og Panic Room. Zodiac er sannsögu- leg mynd og fjallar um raðmorð- ingjann fræga í San Francisco á sjöunda áratugnum sem kallaði sig Zodiac og skrifaði bréf til helstu dagblaða á svæðinu. Jake Gyllen- hal átti þarna stórleik og hefur náð að stimpla sig inn sem einn mikil- vægasti leikarinn af hans kynslóð eftir Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir Brokeback Mountain í fyrra. Zodiac hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og þykir besta mynd Finchers, jafnvel of fullkomin. Seinna um kvöldið var síðan rúm- enska myndin 4 Months, 3 Weeks and 2 Days eftir Christian Mungiu frum- sýnd, en hún fær góða dóma gagn- rýnanda. Ekki var samt mikið um húllumhæ á rauða dreglinum þegar sú mynd var frumsýnd og greini- legt að í Cannes eins og annars stað- ar eru það Hollywood-stjörnur sem draga að sér mesta athyglina. Ekki fer mikið fyrir tali um góða lýsingu, kvikmyndatöku og klippingu sem heyrist oft á kvikmyndahátíðum þar sem kvikmyndanördar koma saman heldur eru það stjörnur, stjörnur og aftur stjörnur sem skipta máli. Nú þegar hafa líka verið frum- sýndar í keppninni franska myndin Les chanson d’amour eftir Christop- he Honoré og rússneska myndin Iz- gnanie eftir Andrei Zvyagintsev. En keppnin er enn þá komin of stutt af stað og of snemmt er að segja til um hvaða myndir eru sigurstrangleg- astar. 22 myndir taka þátt í keppn- inni. Meðal annarra er Emir Kustur- ica mættur aftur til leiks með Prom- ise Me This og Gus Van Sant með Paranoid Park. Íslandsvinurinn Qu- entin Tarantino á mynd í keppninni, Death Proof, þar sem hryllingurinn heldur áfram og spennandi að sjá hvernig honum verður tekið í Cann- es. Fatih Akin sem sló í gegn með Head On árið 2004 og vann Berl- ínarbjörninn reynir nú við Gull- pálmann. Rússinn Alexander Sok- urov var heiðursgestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í fyrra og er núna með myndina Alexandra í keppninni. Cannes virðist vera að velja leik- stjóra þetta árið sem áður þóttu of avant-garde fyrir Cannes og er Sok- urov einn þeirra. Hátíðin reynir að hafa meira listrænt gildi þó að Hollywood-stjörnurnar og markað- urinn fái ennþá mestu athyglina. Joel og Ethan Cohen-bræður eru nokkurs konar eftirlætissyn- ir Cannes og snúa aftur með það sem þeir þekkja best, þunglyndis- lega mynd sem þeir kalla Paranoid Park og fjallar um hjólabrettastrák sem drepur óvart öryggisvörð. Þeir gagnrýnendur sem hafa séð mynd- ina segja hana jafnvel bestu mynd þeirra, eftir nokkrar frekar mis- heppnaðar tilraunir til að gera grín- myndir á borð Oh Brother Where Art Thou. Joel og Ethan mættu fyrst á Cannes 1987 með aðra mynd sína Arizona Junior, 1991 unnu þeir Gullpálmann fyrir Barton Fink, árið 1996 unnu þeir bestu leikstjórn fyrir hittarann Fargo og aftur 2001 fyrir The Man Who Wasn´t There. Þeim verður því vafalaust vel tekið í Cannes þetta árið. Stemningin í Cannes er engri lík. Cannes er lítill strandbær í Suður Frakklandi og ekki margar kvik- myndahátíðir sem fara fram niður við strönd í sumar og sól. Cann- es er líka hátíð ríka fólksins, skút- ur og snekkjur liggja alls staðar við höfnina og það þykir fínt að koma til Cannes, gista á ofurdýrum hótel- um og klæða sig upp í ofurfína kjóla til að fara í bíó. Það fer enginn inn á rauða dregilinn nema í sínu fínasta pússi. Cannes er stærsta kvikmynda- hátíð í heimi og markaðurinn í kringum hana er risastór. Þar má sjá fólk „víla og díla“ allan daginn. Þar eru framleiðslufyrirtæki sem keppast við að selja myndirnar sínar og allir eru sveittir í síman- um allan daginn. Þannig er Cann- es sambland af artí-kvikmyndhátíð og amerískri hátíð því bransagaur- arnir eru úti um allt. Áhorfend- ur og aðdáendur flykkjast á há- tíðina og fyrir utan höllina má sjá slagsmál um miða því færri kom- ast að en vilja og ekki auðvelt fyrir almúgann að komast inn í höll- ina Festival de Palais. Úti um allt eru ljósmyndarar tilbúnir að taka myndir þegar næsta stjarna sést labba niður götuna og á kvöldin er mikið líf og fjör út á götu og partí- ið heldur að sjálfsögðu áfram langt fram á nætur. Hér eru endalaus boð og partí. Meðfram ströndinni á La Crois- ette þar sem höllin stendur er troðið af fólki sem smeygir sér um milli pálmatrjáa með tilheyr- andi hamagangi og látum. Þar má sjá stjörnur jafnt sem „wanna- bes“, stelpur uppstrílaðar reyna að láta taka eftir sér og keppast um athygli ljósmynd- ara sem eru úti um allt. Hér er líka ríka og fallega fólkið, venjulega fólkið sem gengur samt um í Gucci og Louis Vuitt- on eins og ekkert sé sjálfsagðara, gistir á lúxushótelum eða á risa- snekkjunum sem setja svip sinn á frönsku Rivíeruna. Sumir koma til Cannes og fara aldrei í bíó, þeir eru of uppteknir við að samning- ana, hanga á barnum og að mæta í partíin. Í heimi fræga fólksins þykir líka fínt að láta sjá sig í Cannes og þess vegna má sjá stjörnur eins og Jess- ica Simpson mæta upp úr þurru og djamma með Jude Law og Noruh Jones í frumsýningarpartíinu. Með aukinni ásókn í land og fjölbreyttari nýtingu þess er mikil þörf á fagfólki sem hefur víðtæka þekkingu á náttúru Íslands og sjálfbærri nýtingu hennar. Við Landbúnaðarháskóla Íslands er boðið upp á nám í náttúru- og umhverfisfræði. Áhersla er lögð á náttúru Íslands, áhrif mannsins á umhverfið, sjálfbæra nýtingu náttúrugæða og náttúruvernd. Námið er góð undirstaða undir allt framhaldsnám í náttúruvísindum. Það hentar vel fyrir margvísleg störf að umhverfismálum sem krefjast sérþekkingar á íslenskri náttúru, s.s. umsjón, stjórn og skipulag umhverfismála og landnýtingar, eftirlit og umsjón með náttúruverndarsvæðum og mat á umhverfisáhrif- um. Einnig er námið kjörið fyrir kennslu í náttúru- fræðum á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar er að fá á vef LbhÍ – www.lbhi.is Umsóknarfrestur er til 4. júní. Náttúru- og umhverfis- fræði Hvanneyri · 311 Borgarnes Sími 433 5000 · www.lbhi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.