Fréttablaðið - 19.05.2007, Side 79

Fréttablaðið - 19.05.2007, Side 79
Listahátíðin Á Seyði hefst í dag. Hátíðin, sem hefur verið haldin á Seyðisfirði í rúman áratug, hefur verið mikil lyftistöng fyrir menn- ingarlíf bæjarins. Það hefur eflst mikið á þessum tíma og Seyðis- fjörður er orðinn eitt af helstu menningarplássum landins. „Hátíðin er eins konar regnhlíf yfir alls konar menningarviðburði sem eru haldnir á Seyðisfirði yfir sumartímann,“ segir Helgi Örn Pétursson, verslunareigandi og annar sýningarstjóri Vesturveggs- ins í Skaftfelli. „Það verða sýning- ar í Skaftfelli í allt sumar, Lunga, listahátíð ungs fólks á Austfjörð- um sem hefur verið haldin hér síð- ustu ár og margt fleira.“ Tvær listasýningar verða opnað- ar í Menningarmiðstöðinni Skaft- felli í tilefni hátíðarinnar. Lista- mennirnir Finnur Arnar, Jón Garð- ar Henrísson og Þórarinn Blöndal opna sýninguna Angur:blíða í sýn- ingarrýminu á efri hæðinni. Þessi sýning er óbeint framhald sýning- arinnar Far:angur sem þeir héldu saman á Akureyri í fyrra. Á neðri hæð Skaftfells í „Bistroinu“ er svo verið að fara af stað með nýja sýningaröð. „Við erum að fá listamenn sem vinna bæði við myndlist og tón- list. Þeir sem ríða á vaðið eru Sig- tryggur Berg Sigmarsson og Helgi Þórsson. Þeir hafa getið sér gott orð bæði í myndlist og sem hljóm- sveitin Stilluppsteypa.“ Sýning þeirra nefnist Óli Gunnar Seyðisfjörður og byggir á ímynd- aða fréttaritaranum Óla Gunnari. Sýningarnar standa til 14. júní. Þeir munu einnig halda tónleika í Skaftfelli kl. 22 í kvöld undir merkjum Evil Madness. Sú hljóm- sveit er samstarfsverkefni þeirra tveggja, Jóhanns Jóhannssonar, DJ Musician, BJ Nilsen og Cur- vers. Dagskráin hefst kl. 14.00 og kvennakórinn Léttsveit Reykja- víkur mun syngja nokkur lög við opnun hátíðarinnar. 16 17 18 19 20 21 22 Margt á seyði á Seyðisfirði Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 Stórt stækkanlegt borð og 6 staflanlegir stólar Stærð: 180cm(60cm)X120cm Verð: 88.800,- Borð einnig fáanlegt í stærð:120cm(60cm)X120cm Garðhúsgögn - Gegnheilt tekk Bakkaborð m/2 auka bökkum Verð: 10.800,- Ibiza legubekkur Verð: 27.000,- Washington bekkur L: 150cm Verð: 43.000,- Átthyrnt borð og 4 klappstólar m/örmum Borð 120cm. í þvermál Tilboðsverð nú: 39.360,- (ATH! verð án sessana) Dorset stóll m/stillanlegu baki Verð: 11.500,- -20%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.