Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 82

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 82
Það er ekki hægt að segja að lífið leiki við Harry Bretaprins þessa dagana. Fyrr í vikunni var ákveð- ið að hann fengi ekki að fara til Íraks með herdeild sinni eins og hann óskaði. Nú hafa yfirmenn hersins bannað Harry að skemmta sér á næturklúbbum. Harry prins hefur verið fyrirskipað að „halda sér á mottunni“. Það eru bresk hermálayfirvöld sem skipa svo fyrir og Harry hefur lofað því að hlýða að þessu sinni. Fyrr í vik- unni var ákveðið að prinsinn fengi ekki að fara á vígvöllinn í Írak eins og hann vildi. Nú telja yfir- menn hans Harry fyrir bestu að hann haldi sig frá næturklúbb- um næsta hálfa árið eða svo, á meðan hersveit hans er í Írak. Ástæða þess er sú að það þykir ekki sæma að myndir birtist í dagblöðum af Harry að skemmta sér á nóttunni á meðan félagar hans eru í lífshættu á víg- vellinum. Harry hefur verið fastagest- ur á heitustu klúbbunum í London en verður nú að láta af þeim heim- sóknum í bili. Samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum sættir Harry sig við þessa ákvörðun. Hann er eftir sem áður afar vonsvikinn yfir því að fá ekki að berjast í Írak og ekki bætir þetta úr sök. Harry finnst klúbbabannið þó skiljanlegt, öfugt við þá ákvörðun að hann þurfi að sitja heima. Nú er unnið að því að finna Harry nýtt hlutverk í hernum á meðan hersveit hans er í Írak. Eitt af því sem þykir koma sterklega til greina er að hann verði færður í líf- varðasveit sem gætir drottningar- innar, ömmu hans. „Fyrst hann fær ekki að berjast er alveg eins gott að skella honum á hestbak og setja hann á vakt,“ sagði heimildarmaður The Sun í konungsfjölskyldunni. Harry greyið hefur þó fengið gleðifréttir sem hjálpa honum að kom- ast yfir þessi vonbrigði. Kærasta hans, hin 21 árs Chelsy Davy, hefur af- lýst hluta af heims- reisu sinni til að vera með Harry. Hún átti að leggja af stað í lok mán- aðarins en hefur í staðinn ákveð- ið að eyða sumrinu með Harry. „Ging gang gúllí gúllí...? Jájá við syngjum það meðal annars,“ segir Sigurður Úlfarsson, formaður Skátakórsins sem fagnar nú tíu ára afmæli sínu. Og efnir til stór- tónleika í Grensáskirkju í dag klukkan 16 í dag. Stjórnandi kórs- ins er Margrét Sigurðardóttir. Skátakórinn er þrjátíu manna, blandaður, meðlimir á aldrinum 25 til 70 ára og á efnisskránni eru íslensk þjóðlög, kórlög og ensk lög. Þó skátar séu, að sögn Sigurð- ar, frægir „kassagítarmorðingj- ar“ og kvöldvökukóngar syngj- andi í tíma og ótíma, eru skátakór- ar fremur sjaldgæft fyrirbæri. „Já, við ætlum einmitt að hefja tónleikana á því að fá gesti til að syngja með. Skátar úr Kópavogi koma vopnaðir kassagíturum og efna til hópsöngs.“ Mikið stendur til hjá skátum og Skátakórnum. Skátahreyfing- in sjálf er hundrað ára um þess- ar mundir. Fyrir hundrað árum fór sjálfur Baden Powell í útilegu, og „the rest is history“ eins og þar stendur. Til að fagna því verður alheimsmót skáta á Bretlandseyj- um um mánaðamótin júlí/ágúst og þar verður skátakórinn að sjálf- sögðu. „Þarna verða um fjörutíu þús- und manns og þar af um fjög- ur til fimm hundruð Íslendingar. Við teljum að þarna fari einhver stærsti æskulýðshópur sem um getur,“ segir Sigurður hress og kátur. Kassagítarmorðingjar og kvöldvökukóngar Úrslitaþáttur American Idol verð- ur í beinni útsendingu í fyrsta sinn á Stöð 2 næstkomandi miðviku- dagskvöld. „Það er orðin tímaskekkja að bjóða ekki upp á úrslitaþáttinn í beinni því það fer út um allt hver vinnur keppnina. Þess vegna vild- um við koma til móts við áhorf- endur Stöðvar 2 á þennan þátt,“ segir Skarphéðinn Guðmunds- son, upplýsingafulltrúi hjá 365. „Í síðasta þætti voru 42 milljón- ir atkvæða greiddar, sem gefur eitthvað til kynna um stærðina á þessu. American Idol er langvin- sælasti þátturinn í Bandaríkjun- um og ólíkt annars staðar í heim- inum hefur hann orðið vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Allir sigurvegararnir í Ameri- can Idol hafa komist á plötusamn- ing og flestir hverjir náð miklum vinsældum. Verður því fróðlegt að sjá hver ber sigur úr býtum á mið- vikudagskvöldið. Úrslit Idol sýnd í beinni 15% afsláttur aðeins í 4 daga 18 - 21 maí Sumartískan TAX FREE Kringlunni s.512 1766

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.