Fréttablaðið - 24.05.2007, Side 43

Fréttablaðið - 24.05.2007, Side 43
FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 7gott á grillið fréttablaðið ALMENNINGSGRILL má finna víða á höfuðborgarsvæðinu. Borgarbúar þurfa ekki að leita langt að útigrilli þar sem vinahópar og fjölskyldur geta komið saman og gert sér glaðan dag. Hér eru nokkrir tilvaldir staðir: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Hljóm- skálagarðurinn, Viðey og Miklatún. Í Heið- mörk eru mörg grill. Útigrill eru á Hallarflöt, í Vífilsstaðahlíð, Sandahlíð og í námunni í Urriðahrauni. Í Kópavogi er stórt yfirbyggt útigrill í Guðmundarlundi uppi á Vatnsenda. Við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði eru tvö útigrill sem allir mega nota og á skógræktarsvæðinu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg er fínt grill. Að grilla getur boðið upp á ýmsar matreiðsluaðferðir aðrar en þá að henda matnum á grillið. GUFUGRILLUN Setjið fisk eða grænmeti á álpappír og vefj- ið honum svo lauslega utan um en gætið þess að hafa loftgat svo alvöru gufusoðning geti átt sér stað. Setj- ið pakkann ekki á heitasta staðinn á grillinu heldur frekar út í jaðrana svo innihaldið sjóði hægt og vel. Þessi aðferð gerir það að verkum að safinn sem er í matnum helst innra með honum og því er hvorki þörf á að olíubera matinn né krydda hann sér- staklega. Það má þó alveg líka. GRILLAÐ Á TEINI Hér þarf opinn eld, tíma og mun meiri fyrirhöfn en við venjulegt grillstand en það er al- gerlega þess virði öðru hvoru og vekur gríðarlega lukku. Á teini er lítið mál að elda heilan fugl eða stórt lambalæri án þess að safinn leki úr. Rekið teininn í gegnum kjötið, helst í gegnum miðjuna þar sem jafnvægið er best, og kjötið grillast jafnt. REYKT GRILL Það er óskaplega gott að hafa örlítið reykbragð af grill- matnum. Hægt er að fá viðarkurl úr ýmsum trjátegundum, sem gefur gott bragð. Gott er að bleyta upp í kurlinu í svona klukkustund og strá því svo yfir kolin. Þá kviknar síður í kurlinu en reykurinn verður þeim mun meiri og bragðið þar af leiðandi líka. Það er líka gott að strá ferskum kryddjurtum yfir kolin áður en elda- mennskan hefst, til að fá aðeins öðruvísi en alveg jafn gott bragð af grillmatnum góða. Grillað á ýmsa vegu Fisk má gufusjóða á grillinu. OLÍA Á GRILLIÐ Með því að bera olíu á grindina á grillinu er hægt að koma í veg fyrir að maturinn festist við. Best er að smyrja olíuna á grindina rétt áður en maturinn er lagður á grillið. Ef olían er borin á of snemma er hætta á að hún brenni upp. Ágætt er að væta hreinan klút með olíu og halda á honum með grilltöng og þrýsta honum á grindina til að smyrja hana með olíunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.