Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2007, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 24.05.2007, Qupperneq 43
FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 7gott á grillið fréttablaðið ALMENNINGSGRILL má finna víða á höfuðborgarsvæðinu. Borgarbúar þurfa ekki að leita langt að útigrilli þar sem vinahópar og fjölskyldur geta komið saman og gert sér glaðan dag. Hér eru nokkrir tilvaldir staðir: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Hljóm- skálagarðurinn, Viðey og Miklatún. Í Heið- mörk eru mörg grill. Útigrill eru á Hallarflöt, í Vífilsstaðahlíð, Sandahlíð og í námunni í Urriðahrauni. Í Kópavogi er stórt yfirbyggt útigrill í Guðmundarlundi uppi á Vatnsenda. Við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði eru tvö útigrill sem allir mega nota og á skógræktarsvæðinu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg er fínt grill. Að grilla getur boðið upp á ýmsar matreiðsluaðferðir aðrar en þá að henda matnum á grillið. GUFUGRILLUN Setjið fisk eða grænmeti á álpappír og vefj- ið honum svo lauslega utan um en gætið þess að hafa loftgat svo alvöru gufusoðning geti átt sér stað. Setj- ið pakkann ekki á heitasta staðinn á grillinu heldur frekar út í jaðrana svo innihaldið sjóði hægt og vel. Þessi aðferð gerir það að verkum að safinn sem er í matnum helst innra með honum og því er hvorki þörf á að olíubera matinn né krydda hann sér- staklega. Það má þó alveg líka. GRILLAÐ Á TEINI Hér þarf opinn eld, tíma og mun meiri fyrirhöfn en við venjulegt grillstand en það er al- gerlega þess virði öðru hvoru og vekur gríðarlega lukku. Á teini er lítið mál að elda heilan fugl eða stórt lambalæri án þess að safinn leki úr. Rekið teininn í gegnum kjötið, helst í gegnum miðjuna þar sem jafnvægið er best, og kjötið grillast jafnt. REYKT GRILL Það er óskaplega gott að hafa örlítið reykbragð af grill- matnum. Hægt er að fá viðarkurl úr ýmsum trjátegundum, sem gefur gott bragð. Gott er að bleyta upp í kurlinu í svona klukkustund og strá því svo yfir kolin. Þá kviknar síður í kurlinu en reykurinn verður þeim mun meiri og bragðið þar af leiðandi líka. Það er líka gott að strá ferskum kryddjurtum yfir kolin áður en elda- mennskan hefst, til að fá aðeins öðruvísi en alveg jafn gott bragð af grillmatnum góða. Grillað á ýmsa vegu Fisk má gufusjóða á grillinu. OLÍA Á GRILLIÐ Með því að bera olíu á grindina á grillinu er hægt að koma í veg fyrir að maturinn festist við. Best er að smyrja olíuna á grindina rétt áður en maturinn er lagður á grillið. Ef olían er borin á of snemma er hætta á að hún brenni upp. Ágætt er að væta hreinan klút með olíu og halda á honum með grilltöng og þrýsta honum á grindina til að smyrja hana með olíunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.