Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 8
Fara þarf yfir lög um fjár-
reiður stjórnmálaflokkanna sem
sett voru á síðasta ári, að mati for-
sætisráðherra. Formaður Fram-
sóknarflokksins vakti athygli á
því á Alþingi í gær sem hann kall-
aði inngrip DV og áhrifamanns úr
viðskiptalífinu inn í kosningabar-
áttuna í vor.
Lög um fjárreiður stjórnmála-
flokkanna tóku gildi 1. janúar síð-
astliðinn, og í kjölfarið gerðu
flokkar sem sæti áttu á Alþingi
samkomulag um hámarksfjárhæð
sem hver flokkur mátti verja í
auglýsingar fyrir kosningar.
Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, spurði for-
sætisráðherra um skoðun hans á
tvenns konar inngripi í kosninga-
baráttuna í umræðum um störf
þingsins á Alþingi í gær. Annars
vegar hafi þar verið um að ræða
aukablað DV sem gefið hafi verið
út í um 100 þúsund eintökum mið-
vikudag fyrir kosningar. Hins
vegar heilsíðuauglýsingar Jóhann-
esar Jónssonar í Bónus þar sem
fólk hafi verið hvatt til að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn en strika yfir
nafn Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra.
Hann spurði forsætisráðherra
hvort hann hygðist beita sér fyrir
því að lög um fjárstuðning við
stjórnmálaflokka yrðu endurskoð-
uð í framhaldinu, en þar eru sett
takmörk á fjárstyrki til stjórn-
málaflokka.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra sagði þau tilvik sem Guðni
nefndi hafa komið á óvart. Hann
hafi sjálfur sagt í kosningabarátt-
unni að færa ætti aukablað DV á
reikning stjórnarandstöðunnar.
Fara þurfi yfir reynsluna af lög-
unum, og hvernig nýta megi
reynslu undanfarinna mánaða.
Bent var á við lagasetninguna
að mögulega yrðu til hliðarsamtök
við stjórnmálaflokkanna sem
beittu sér í kosningabaráttu, sagði
Geir. Þetta þurfi að skoða.
Össur Skarphéðinsson iðnaðar-
ráðherra sagði farið inn á var-
hugaverða braut ef einhverjir vilji
hrófla við tjáningarfrelsi eða
prentfrelsi. Stjórnmálamenn veiti
oft pústra og lemstur, en verði á
móti að geta tekið við slíku sjálfir.
Það verði Guðni Ágústsson að til-
einka sér, í stað þess að „væla“
undan pústrum á Alþingi.
Jón Magnússon, þingmaður
Frjálslynda flokksins, benti á að
það sé ekki bara aukablað DV sem
horfa þurfi til. Eins megi spyrja á
hvaða reikning eigi að setja
leiðaraskrif og staksteina Morg-
unblaðsins, eða leiðara Þorsteins
Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðs-
ins.
Þarf að fara yfir lög
um fjármál flokka
Meint inngrip DV og Jóhannesar Jónssonar í kosningabaráttuna í vor verða
tilefni til þess að farið verður yfir lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna.
Verum með
fallegar tær
í sumar!
ll
í
NÝTT
Bylting í meðferð
á fótsveppi …
– sveppasýkingarlyfið
sem einungis
þarf að bera á
einu sinni!
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota
Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er
eingöngu ætlað til húð-meðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota
Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að
bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir algjöra
eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf.,
Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ.
20% afs
láttur
af toppgr
æjum fyr
ir glugga
þvottinn
Ármúla 23 • Reykjavík
Sími: 510 0000
Miðási 7 • Egilsstöðum
Sími: 470 0000
Brekkustíg 39 • Njarðvík
Sími: 420 0000
Grundargötu 61 • Grundarfirði
Sími: 430 0000
- hrein fagmennska!
GLUGGAÞVOTTASKINN/SKAFA
Visa Versa gluggaþvottaskinn/skafa –
20% fljótlegra að nota þvottaskinn og
gluggaþvöru í einu áhaldi. Til í tveimur
stærðum. Auðvelt að festa á skaft til
að framlengja. Til í tveimur stærðum.
HREINIR OG
GLERFÍNIR
GLUGGAR
Tilboðið gildir til 30. júní eða
á meðan birgðir endast.
GLUGGAÞVOTTASÁPA
Gluggaþvottasápan sem
fagmaðurinn notar.
HIFLO ÞVOTTAKÚSTUR
HiFlo þvottakústur – samanstendur af
10 m slöngu, bursta með stillanlegum lið,
sápuskammtara og 64 umhverfisvænum
sáputöflum. Hægt er að kaupa mismunandi
lengdir á sköftum (fylgja ekki með).
GLUGGAÞVARA
Gluggaþvara með þægilegu
griphandfangi. Endurbætt gúmmí
sem skilur engar rákir eftir sig.
Auðvelt að festa á skaft til að
framlengja. Til í þremur stærðum.
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
28
06
7
Skráningar á námskeið á
vegum Íþrótta og tómstundasviðs
Reykjavíkurborgar (ÍTR) fara
fram á Rafrænu Reykjavík í fyrsta
skipti í ár. Þannig skrá foreldrar
börn sín á námskeið í gegnum vef
Reykjavíkurborgar.
Steingerður Kristjánsdóttir,
verkefnisstjóri á skrifstofu ÍTR,
segir aðsókn á námskeiðin mikla
og nægt starfsfólk. „Leikjanám-
skeiðin fyrir börn á aldrinum sex
til níu ára eru vinsælust. Við erum
einnig með siglingaklúbba, smíða-
velli, gæsluvelli og frístunda-
klúbba. Frístundaklúbbarnir eru
fyrir börn á aldrinum tíu til tólf
ára. Þá geta krakkarnir ráðið því
sjálf hvort þau koma og hvað þau
gera en það eru þó leiðbeinendur á
staðnum og laus dagskrá yfir dag-
inn.“
Steinunn segir að vel hafi geng-
ið að koma til móts við börn með
sérþarfir í gegnum tíðina. „Hvert
barn er sérstakt og með ólíkar
þarfir en við reynum að manna í
stöður stuðningsfulltrúa sé þess
óskað og yfirleitt hefur gengið vel
að fá stuðningsfulltrúa fyrir þau
börn sem þess þurfa.“
Steinunn segir markmið nám-
skeiðanna að börn njóti útiveru og
upplifi borgina á nýjan hátt, meðal
annars með því að fara á söfn og í
fjöruferðir.
Leikjanámskeiðin vinsælust