Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 10

Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 10
 Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri Mjólkursamsöl- unnar, segir að hann og aðrir for- svarsmenn fyrirtækjanna sem Samkeppniseftirlitið (SE) gerði húsleit hjá á þriðjudag, geri sér fyllilega grein fyrir því að fyrir- tækin þurfi að lúta samkeppnis- lögum á markaði. SE fjarlægði gögn í kassavís af skrifstofum MS, Osta- og smjör- sölunnar og Auðhumlu svf. á þriðjudag. Fyrir hendi er rök- studdur grunur um brot fyrir- tækjanna á samkeppnislögum. Magnús sagði, þegar leitin stóð sem hæst, að honum þætti málið undarlegt, ekki síst í ljósi þess að mjólkuriðnaðurinn væri undan- þeginn samkeppnislögum. Hann segist þá hafa átt við að samruni afurðastöðva lyti ekki lögunum. Magnús segir einnig að í rök- semdafærslunni sem fylgir dóms- úrskurðinum um húsleitarheim- ildina, komi einungis fram að Mjólka hafi kvartað yfir viðskipta- háttum fyrirtækjanna, og að Nettó og Samkaup hafi auglýst vörur frá MS á grunsamlega lágu verði. Hann fullyrðir að MS hafi selt vör- urnar fullu verði og endursölu- verðið sé verslananna að svara fyrir. Hann neitar því að fleiri atriði komi fram í rökstuðningn- um. „Ég tel mig ekki geta farið í smáatriðum út í ástæður húsleit- arinnar,“ segir Páll Gunnar Páls- son, forstjóri SE. „En við höfum verið að fylgjast með þessum markaði og það eru ýmsar saman- teknar ástæður fyrir því að við förum í þessa húsleit.“ Magnús gagnrýnir jafnframt SE fyrir harkaleg vinnubrögð. „Það þarf enga húsleit í svona. Röksemdafærslan er svo þunn að hún heldur hvorki vatni né vindi og allar upplýsingar sem SE hefði þurft liggja á lausu. Það er verið að gera fyrirtækið tortryggilegt með húsleit.“ Páll Gunnar segir að eðlilega hafi verið að öllu staðið. „Það var mat okkar, sem stutt var af hér- aðsdómi, að það væri nauðsynlegt að fara í þessa húsleit. Um það er ekkert meira að segja.“ Páll segir að athugun á gögnun- um sé hafin en vill ekkert gefa uppi um það hversu langan tíma rannsóknin mun taka. Búðir auglýstu grunsamlega lágt vöruverð Aðstoðarforstjóri MS segist nú vel vita að mjólkuriðn- aður þurfi að lúta samkeppnislögum á markaði. Ýms- ar ástæður fyrir húsleit, segir Samkeppniseftirlitið. Meðal þeirra eru grunsamlegar auglýsingar verslana. Nautarúllan frá SS er vafin inn í netta rönd af svínaspekki, taðreykt en þó með mildu en sjarmerandi reykbragði sem minnir dálítið á hangikjöt. Það er því tilvalið að nota SS nautarúllu á svipaðan hátt og hangiálegg eða feta nýjar slóðir eins og t.d. hér er sýnt. Nautarúllan hefur fengið gullverðlaun í fagkeppnum bæði hér heima og erlendis. Ilmandi álegg frá SS www.ss.isF íto n eh f. / S ÍA „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðyrkjubændur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda. VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR. Tveir fulltrúar íbúa á Njálsgötu sem valdir voru á íbúafundi á mánudagskvöld sitja í dag fund í sérstökum samráðs- hópi borgarinnar og íbúanna vegna fyrirhugaðs heimilis fyrir heimilslausa á Njálsgötu 74. Á fundi samráðshópsins munu fulltrúar íbúanna afhenda fundar- mönnum frá Reykjavíkurborg lög- fræðiálit Karls Axelssonar lög- manns um fyrirhugaða starfsemi á Njálsgötu 74. Mun það meðal ann- ars vera niðurstaða Karls að starf- semina ber að flokka sem stofnun en ekki sem heimili. Þar með beri borgaryfirvöldum að setja málið í grenndarkynningu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.