Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 16
„Er í alvöru verið að rífa niður rekkana? Hann Víg- lundur vildi kaupa þá fyrir marg- ar milljónir!“ segir Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri og eig- andi Sólar hf. Rekkarnir umræddu eru átta hæða lagergeymsla úr járni sem SR-verktakar eru í óða önn að rífa niður við Þverholt. Þeir voru kæli- geymsla Sólarverksmiðjunnar frægu, sem Davíð rak í tæp 45 ár og framleiddi meðal annars Svala og Trópí. Þar eiga nú að rísa íbúðir fyrir námsmenn og Davíð segir það tímanna tákn. „Hér var Ölgerðin, þarna var Garnastöðin, Pípugerðin, ÍSAGA og svo var Vinnufatagerðin hér,“ segir hann og bendir yfir svæðið. Margt hefur breyst síðan 1951, þegar Davíð hóf hér störf. „Þegar ég kom voru þetta sam- tals 320 fermetrar en þegar ég fór voru þeir 10.000,“ segir hann stolt- ur í bragði. Fyrirtækið óx stöðugt og á blómskeiði þess störfuðu þar um 300 manns og seldu milljón Svala á mánuði. Davíð er hingað kominn til að kveðja Golíat, risavaxinn lyftara sem var fluttur til landsins árið 1980. Golíat var fyrsta og líklega stærsta vélmenni sem flutt hefur verið til Íslands. Risinn tók við vörubrettum gegnum lítið op og kom þeim fyrir í kæligeymslunni. Starfs- mennirnir sjálfir vissu ekki hvar vörurnar voru geymdar, þeir spurðu bara Golíat. Þetta þótti afar fullkomin tækni. „Hornrétt hnitakerfi, eins og það heitir á fagmáli,“ segir Davíð sposkur á svip. „í gegnum Golíat hafa farið vörur eins og Trópí, Svali, Ljómi, Sólblóma, Seltzer og vatn fyrir tugmilljarða króna. Aldrei bilaði hann!“ segir Davíð. „Allir sem hafa rekið bissness vita hvílíkt viðhald lyftarar þurfa, en þarna þurfti aldrei neitt,“ segir Davíð, sem undrast mjög að sama tækni hafi ekki verið innleidd í öll frystihús á Íslandi. „Þarna var líka notuð innlend orka í stað olíu arab- anna,“ segir hann og kveður. Davíð kveður vélmennið Golíat með sárum söknuði Davíð Scheving Thorsteinsson stofnaði Sólarverksmiðjuna við Þverholt. Hann flutti svo inn Golíat sér til hjálpar, fyrsta og stærsta vélmenni Íslandssögunnar. Nú er verið að rífa Sólina hans Davíðs og Golíat gamli verður seldur í brotajárn. Risann vantaði aldrei í vinnu og ekki þarfnaðist hann viðhaldsins. NÝJAR OG BETRI JÚMBÓ HYRNUR Í NÆSTU VERSLUN Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í gær að það væri of seint að stöðva kjarnorkuáætl- un Írans. „Íran er komið fram hjá þeim stað sem þeir vilja að við stoppum,“ sagði forsetinn á blaðamanna- fundi. Forsetinn varaði jafn- framt Banda- ríkjastjórn og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna við að herða efnahagsþvinganir gegn Íran. „Við ráðleggjum þeim að sleppa þrjósku og barnalegum leikjum.“ Ahmadinejad ræddi einnig um óöldina í Írak. „Við erum tilbúnir til að hjálpa íraska fólkinu. Við getum tjaldað öllu til.“ Segir of seint að stoppa Lögreglan er ekki í stakk búin til að rannsaka höfundarrétt- arbrot á netinu á viðunandi hátt. Fjármagn sem veitt er til tækni- deilda nægir ekki til að rannsaka allt það sem ætti að rannsaka. Efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra hefur rannsakað mál sem tengist skráaskiptaforritinu DC++ síðan í lok árs 2004. Nú fyrst hillir undir lok rannsóknarinnar, tveimur og hálfu ári síðar. „Það er auðvelt að spyrja af hverju við rannsökum ekki þetta og hitt, en þessi mál eru flókin og þurfa mannskap,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglu- stjóra. „Ef við ætlum að sinna þessari tegund mála sérstaklega hjá Ríkislögreglustjóra þarf að byggja upp betri tæknideild.“ Vinsælasta skráaskiptasvæðið á Íslandi í dag er IsTorrent, en þar skiptast þúsundir Íslendinga á höf- undaréttarvörðum lögum, kvik- myndum, leikjum og forritum. Helgi vildi ekki segja hvort Rík- islögreglustjóri væri að rannsaka IsTorrent, en útilokaði það ekki. „Það þarf að rífa upp hugarfarið og gera umræðu um þessi mál að uppeldisþætti. „Að þessu leyti virðast Íslendingar bera minni virðingu fyrir lögum en nágranna- þjóðirnar.“ Tæknideildina þarf að efla Norsk Hydro staðfesti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki að reisa vatnsafls- virkjun og álver á Grænlandi. Norsk Hydro hafði handsalað samning við heimastjórn Grænlands um rannsóknir og undirbúning. Heimastjórnin ákvað hins vegar að slíta samstarfi við fyrirtækið og hefja samstarf við Alcoa um byggingu 340 þúsund tonna álvers. Raforkuþörf slíks álvers er 500 megavött að lágmarki. Álver Alcoa á Grænlandi yrði svipað að stærð og álver fyrir- tækisins í Reyðarfirði. Byggja álver á Grænlandi Skilnuðum fjölgar sífellt í Finnlandi og hjónaböndin eru styttri. Ný gögn sýna að helmingur hjónabanda endar með skilnaði og skilnaðir eiga sér stað fyrr en áður, eftir ellefu ár að meðaltali, en um síðustu aldamót stóðu hjónabönd að meðaltali í tólf ár. Þetta kemur fram í vefútgáfu Helsingin Sanomat. Tíðni hjónaskilnaða hefur líka aukist. Á sjöunda áratugnum endaði þriðjungur hjónabanda með skilnaði og á áttunda áratugnum var hlutfallið meira en fjörutíu prósent. Fleiri skilja í Finnlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.