Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 26
Gistinóttum á hótelum á fyrsta árs- þriðjungi fjölgaði um sautján pró- sent milli ára. Þetta sýna nýbirtar tölur frá Hagstofu Íslands. Gisti- nætur á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru samanlagt 293.200 en voru 250 þúsund á fyrsta þriðjungi ársins 2006. Alls staðar fjölgaði gistinóttum. Mest varð fjölgunin þó á Austur- landi þar sem gistináttafjöldinn jókst um tæp 73 prósent. Minnst varð hún á Suðurnesjum, Vestur- landi og Vestfjörðum eða sex pró- sent. Í aprílmánuði fjölgaði gistinótt- um á hótelum um tólf prósent milli ára. Þær voru 89.900 í ár og fjölg- aði um 8.900 milli ára. Má rekja fjölgunina bæði til útlendinga og Íslendinga. Mest varð fjölgunin á Norður- landi þar sem gistinóttum fjölgaði um rúman helming. Þær fóru úr 4.600 í 6.900 milli ára. Minnst varð fjölgunin á Suðurlandi. Þar fjölg- aði gistinóttum úr 9.000 í 9.500 milli ára. Í takti við fjölgun gisti- nátta fjölgaði einnig gistirýmum á hótelum í apríl. Bæði fjölgaði her- bergjum og rúmum um ellefu pró- sent milli ára. Hótel sem opin voru í apríl síðastliðnum voru 73 en 74 í sama mánuði árið 2006. Gistinóttum fjölgar um sautján prósentLýsi hefur gengið frá kaupum á 53 prósentum í fyrirtækinu IFEX ehf. Lýsi átti fyrir 47 prósent í félaginu og á nú félagið allt. Kaupverð er trúnað- armál. IFEX, sem var stofnað fyrir sex árum, framleið- ir gæludýrafóður fyrir hunda og ketti úr íslensk- um sjávarafurðum og Harðbita og Snakkbita til manneldis. Hjá fyrirtækinu starfa tíu manns í Þor- lákshöfn. Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis, segir kaupin skemmtilega viðbót við framleiðslu fyrirtækisins og sjái það mikla möguleika á markaði með hollustufæði fyrir gæludýr, jafnt hér sem erlendis. Markaður með heilsuvörur fyrir gæludýr hefur vaxið gríðarlega um allan heim, að hennar sögn. „Fólk er farið að hugsa afskaplega vel um gælu- dýrin sín,“ segir Katrín og bendir á sem dæmi að lífslíkur hunda séu í mesta lagi 15 ár. „Fólk vill helst að dýrin lifi sem lengst og við góða heilsu. Nú komum við til móts við gæludýraeigendurna með heilsufæði og fæðubótarefnum fyrir dýrin,“ segir hún. Lýsi framleiðir fæði fyrir dýrin Eignarhaldsfélagið Imon, sem er í eigu athafnamannsins Magnúsar Ármanns, er orðið stærsti stofn- fjáreigandinn í Byr sparisjóði með um 9,59 prósenta hlut. Hlutur þessi er metinn á rúma 3,4 millj- arða króna miðað við nýleg við- skipti með stofnfé sparisjóðsins. Magnús kom inn í SPH á sínum tíma. Sparisjóðurinn sameinaðist SPV undir merkjum Byrs. Í sam- tali við Fréttablaðið sagðist hann hafa bætt hlut sinn jafnt og þétt á undanförnum mánuðum. Magnús situr í stjórn Byrs. Hraunbjarg ehf., félag í eigu MP Fjárfestingarbanka, var áður stærsti stofnfjáreigandinn. Félag- ið seldi nýverið 4,5 prósent stofn- fjár í Byr og heldur nú utan um 4,62 prósenta hlut. Magnús Ármann stærstur í Byr Hluturinn er metinn á 3,4 milljarða króna. Greinendur hjá Glitni og færeyska bankanum Eik Banka mæla með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í Föroya Banka. Einkavæðing bank- ans hefst í næstu viku en Land- stjórnin í Færeyjum hyggst selja allt að 66 prósentum hlutafjár. Útboðsgengi liggur á bilinu 162- 189 danskar krónur á hlut sem þýðir að markaðsvirði bankans er um 21 milljarður miðað við efri mörk. Íslendingum stendur til boða að kaupa í útboðinu. Eik Banki bendir á að klassískar hlutabréfakennitölur fyrir bank- ann séu lágar í samanburði við meðalstórar fjármálastofnanir í Danmörku. Q-hlutfall (markaðs- virði/bókfært eigið fé) liggur á bil- inu 1,26-1,47 ef miðað er við sölu- verð hlutafjárins. Til samanburðar er meðaltalsgildið 2,43 hjá bönkun- um í Danmörku. „Hlutabréf í För- oya Banka eru heldur ekki dýr þegar V/H-gildið [markaðsvirði/ hagnaður] er skoðað,“ segja sér- fræðingar hjá Eik. Glitnir bendir á að efnahagur gefi til kynna að Föroya Banki sé spennandi kostur. Bankinn byggir fjármögnun sína að stórum hluta á innlánum eða 69 prósentum af efnahag. Þetta er útlánabanki sem hyggur á vöxt í þóknunartengdri starfsemi. „Bankinn er að vísu lítill miðað við markaðsvirði en að okkar mati mun hann fyrr en seinna verða hluti af mun stærri banka og er þá líklegt að íslensku viðskiptabank- arnir muni sýna honum talsverðan áhuga,“ segir orðrétt í Morgun- korni Glitnis. Samkvæmt samþykktum bank- ans er engum hluthafa heimilt að fara með meira en tíu prósent atkvæðisréttar. Íslensku bankarnir gætu sýnt bankanum talsverðan áhuga í framtíðinni. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 37 74 8 06 /0 7 Deuter Aircontact 50+10 SL Dömupoki í Aircontactlínunni frá Deuter. Sérhannaður fyrir konur. Verð 21.990 kr. Deuter Futura 32 AC Futura línan, sú mest selda í Evrópu! Dagpoki ársins í Outdoor tímaritinu 2004 og 2006. Regnvörn, Aircomfort burðarkerfi, 32 lítrar. Verð 10.990 kr. Futura 22 l.: 8.990 kr. Futura 28 l.: 8.990 kr. Futura 38 l.: 12.990 kr. Millet Hiker 38 l Frábær dagpoki. Innbyggð regnvörn. Verð 12.990 kr. Hiker 28 l verð: 10.990 kr. Hiker 22 l verð: 9.990 kr. . Aircontact pokarnir frá Deuter eru með stillanlegu baki, óviðjafnanlegu loftflæði, og innbyggðum regnpoka. Frábærir í lengri ferðir. Verðlaunabakpo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.