Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 28
greinar@frettabladid.is
Þegar Harry Truman sendi einkabréf af skrifstofu sinni
í Hvíta húsinu, límdi hann utan
á umslögin frímerki, sem hann
hafði keypt sjálfur í næsta póst-
húsi. Hann hafði verið kjörinn
varaforseti 1944, tók við forseta-
embættinu við fráfall Franklins
Roosevelt vorið 1945 og fyrirskip-
aði nokkru síðar kjarnorkuárás-
irnar á Hírósíma og Nagasakí til
að flýta stríðslokunum. Japanar
gáfust upp, stríðinu lauk. Trum-
an kvaddi þá George Marshall ut-
anríkisráðherra á sinn fund og
lagði fyrir hann áætlun um end-
urreisn Evrópu úr rústum stríðs-
ins. Þegar Truman hafði lýst áætl-
uninni, sagði hann við Marshall: Ég
fel þér að hrinda Marshall-áætlun-
inni í framkvæmd. En herra for-
seti, sagði Marshall, nafngiftin er
röng, þetta er þitt verk. Fundi slit-
ið, sagði Truman. Því eru engin
takmörk sett, sagði Truman síðar,
hverju hægt er að koma til leiðar í
stjórnmálum, standi manni á sama
um hverjir fá þakkirnar.
Í fyrradag, 5. júní, voru sex-
tíu ár síðan George Marshall lagði
fram Marshall-áætlunina í skóla-
slitaræðu í Harvardháskóla. Fram-
leiðsla í evrópskum landbúnaði og
iðnaði hafði stöðvazt eða því sem
næst, svo að hungursneyð blasti
við um alla álfuna. Hvað vakti
fyrir Truman og þeim? – annað
en að gera öðrum gott. Einkum
fernt. Í fyrsta lagi þurftu Banda-
ríkin sjálf á því að halda, að Evr-
ópa risi upp aftur, því að Evrópu-
löndin höfðu verið helzti markaður
fyrir bandarískar afurðir. Og ekki
bara það: Þar stóð vagga þeirrar
menningar, sem er nú líftaug gjör-
valls hins menntaða heims, svo að
vitnað sé orðrétt í innlenda sam-
tímaheimild um málið. Í annan
stað hefðu Evrópuþjóðirnar á eigin
spýtur ef til vill gripið til áætl-
unarbúskapar sem örþrifaráðs
eftir stríðið og með því móti færzt
nær sovézkum búskaparháttum.
Í þriðja lagi þótti brýnt að hamla
gegn því, að almenningur snerist
til kommúnisma. Í fjórða lagi þótti
Kananum brýnt að búa svo um
hnútana, að Evrópa gæti af eigin
rammleik staðizt ásælni Sovétríkj-
anna, en þau voru nú orðin helzti
andstæðingur Bandaríkjanna á al-
þjóðavettvangi. Til þess þurfti
einkum að endurreisa Þýzkaland,
sem hafði áður verið hryggjar-
stykkið í atvinnulífi álfunnar og
myndað mótvægi við Sovétríkin.
Marshall-hjálpin var því ekki ein-
göngu góðverk, hún þjónaði einn-
ig hagsmunum Bandaríkjanna.
Þannig varð til mesta og árangurs-
ríkasta þróunaráætlun allra tíma.
Hjálparféð nam röskum 13
milljörðum Bandaríkjadollara í
fjögur ár (1948-52). Mest voru
þetta beinir styrkir, afgangur-
inn var ódýr lán. Fjárhæðin nam
tæpum sex prósentum af lands-
framleiðslu Bandaríkjanna 1947
eða tæplega einni og hálfri pró-
sentu af framleiðslu á ári þessi
fjögur ár. Þetta er sjö sinnum
meira fé miðað við landsfram-
leiðslu en Bandaríkin veita nú til
þróunarhjálpar, og eru Banda-
ríkjamenn þó þjóða örlátastir í
dollurum talið, en ekki í hlutfalli
við landsframleiðslu. Marshall-
fénu var dreift til sautján Evrópu-
landa til að reisa þau við, einkum
iðnað, landbúnað og verzlun, og til
að renna styrkum stoðum undir
lýðræði og frelsi. Ella myndu fá-
tækt, atvinnuleysi og örvænting
meðal almennings veita komm-
únistum byr undir báða vængi í
Vestur-Evrópu: það var hugsunin.
Í upphafi áttu einnig Austur-Evr-
ópulöndin, þar sem Rauði herinn
réð lögum og lofum eftir stríðið,
að njóta góðs af Marshall-hjálp-
inni, en Sovétríkin kærðu sig ekki
um það. Þessi lönd þágu aðstoðina:
Austurríki, Belgía, Bretland, Dan-
mörk, Frakkland, Grikkland, Hol-
land, Ísland, Írland, Ítalía, Lúxem-
borg, Noregur, Portúgal, Svíþjóð,
Sviss, Tyrkland og Vestur-Þýzka-
land. Bretar, Frakkar, Ítalar og
Þjóðverjar fengu mest í dollurum
talið, en Íslendingar fengu mest
miðað við mannfjölda og notuðu
féð til að reisa virkjanir og verk-
smiðjur og kaupa togara.
Marshall-áætlunin bar mikinn
árangur í bráð og lengd. Fram-
leiðsla í Evrópu jókst um 15 til 25
prósent um hjálpartímann. Evr-
ópskur iðnaður gekk í endurnýjun
lífdaganna. Truman forseti lagði
Marshall-áætlunina til grundvall-
ar, þegar Bandaríkin hófu þró-
unarhjálp í stórum stíl handa
þriðjaheimslöndum 1949. Þegar
Marshall-hjálpinni lauk 1952, var
hættan á valdatöku kommúnista
í Vestur-Evrópu liðin hjá, iðnað-
arframleiðsla álfunnar var orðin
þriðjungi meiri en hún hafði verið
fyrir stríð, og Vestur-Þýzkaland
var í örum vexti. Helzti samstarfs-
vettvangur iðnríkjanna í efna-
hagsmálum, OECD, varð til í beinu
framhaldi af Marshall-hjálpinni,
og einnig ESB.
Hvers vegna hefur þróunarað-
stoð handa Afríku ekki skilað jafn-
miklum árangri? Það er löng saga;
hún bíður. Sumir telja, að Banda-
ríkjastjórn hefði átt að leggja
fram nýja Marshall-áætlun handa
Rússum eftir 1991 til að beina
þeim inn á réttar brautir. Hefði
það verið gert, hefðu Bandaríkja-
menn og Evrópuþjóðirnar kannski
minni áhyggjur af Rússlandi núna
og óöldinni þar. En Kaninn vildi
ekki hjálpa Rússum, segja sumir:
kannski kaus hann helzt, að Rúss-
land kæmist ekki á fætur.
Marshall-hjálpin
Þegar Samfylkingin kynnti umhverf-is- og virkjanastefnu sína undir yfir-
skriftinni Fagra Ísland var sérstaklega
til þess tekið að á komandi fimm árum
yrði hlé á stóriðjuframkvæmdum í land-
inu. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom
svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver
og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið
rædd í stjórnarmyndunarviðræðunum á þann hátt
að lyktir fengjust og niðurstaða. Um það báru mis-
vísandi yfirlýsingar frá hendi oddvita ríkisstjórnar-
flokkanna vitni.
Ef um pólitískt hjartans mál hefði verið að ræða
má ætla að málið hefði verið til lykta leitt. En þegar
á degi tvö í ríkisstjórnarsamstarfinu hafði semsé
komið í ljós að Fagra Ísland hafði verið látið sitja
á hakanum. Nú er runninn upp þriðji dagurinn þar
sem Fagra Ísland kemur upp í hugann. Gengið
hefur verið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í
Helguvík og ná skuldbindingar orkusala aldarfjórð-
ung fram í tímann. Orkusalarnir eru Hitaveita Suð-
urnesja og Orkuveita Reykjavíkur. Ekki er
vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórn-
arinnar til að hafa áhrif í þá átt að fá þessum
áformum breytt og er það óræk staðfesting á
því að stóriðjustefnan er hér á fullri ferð og
greinilega enginn pólitískur vilji fyrir öðru.
Ákvarðanir sem orkufyrirtækin taka varða
landsmenn alla. Þær skipta máli í efnahags-
legu tilliti að ógleymdri náttúrunni því virkja
þarf til að afla orkunnar. Jafnvel þótt beisluð
orka væri fyrir hendi er ljóst að þörfin fyrir
orku fer vaxandi – aðrir nýtingarmöguleikar
en stóriðja skjóta upp kollinum í vaxandi mæli og er
það ótrúleg skammsýni að binda orku landsmanna
áratugi fram í tímann í þágu erlendra stóriðjufyr-
irtækja. Allt þetta lætur hinn glaði Samfylkingar-
meirihluti á Alþingi sér í léttu rúmi liggja.
Nú er spurningin hvað gerist á degi fjögur. Verð-
ur Fagra Íslandi áfram fórnað til að svala löngunum
og þrám til að verma sætin í Stjórnarráði Íslands?
Ég geri ráð fyrir að þeim sem kusu Samfylkinguna
út á Fagra Ísland sé ekki skemmt og vel gæti svo
farið að nú færu að stirðna brosin hinna brosmildu.
Höfundur er þingflokksformaður VG.
Fagra Ísland – dagur þrjú
D
eilur um starfslok Egils Helgasonar á Stöð 2 beina
athyglinni enn á ný að einkennilegri stöðu Ríkis-
sjónvarpsins á fjölmiðlamarkaði. Fyrir liggur að
Agli stóð til boða samningur um að þáttur hans, Silf-
ur Egils, yrði á dagskrá Stöðvar 2 að minnsta kosti
næstu tvö ár. Ljóst er hins vegar að Silfrið verður ekki sýnt þar
heldur hefur göngu sína í Ríkisútvarpinu í haust.
Í framhaldi af þessu – og það alveg ótengt atvinnufrelsi Egils –
vaknar sú klassíska spurning hvort eðlilegt sé að Ríkissjónvarp-
ið teygi sig eftir dagskrárefni sem vitað er að hinn frjálsi mark-
aður mun sjá áhorfendum fyrir?
Áhugamenn um fjölbreytta og öfluga innlenda dagskrárgerð
hljóta að svara þeirri spurningu neitandi. Nærtækara hefði verið
fyrir Ríkisútvarpið að taka fjármunina sem fara í Silfur Egils
og búa til nýtt og ferskt efni, í stað þess að eyða þeim í þátt sem
hefur verið í opinni dagskrá á annarri stöð.
Vissulega er Silfrið þrautreynd og góð formúla sem öllum
stöðvum er sómi að hafa á sinni dagskrá. Þá kröfu má hins vegar
gera til Ríkissjónvarpsins – og á hiklaust að gera – að það stuðli
að nýsköpun og aukinni fjölbreytni í innlendri dagskrárgerð.
Um þá kröfu er hægt að hafa eitt orð: „menningarhlutverk“.
Og það er einmitt orðið sem oftast er gripið til þegar réttlæta
þarf tilveru ríkisfjölmiðlunar í þessu landi.
Sannarlega er það líka verðugt hlutverk. Brjóstvörn Ríkissjón-
varpsins er að tryggja framleiðslu á innlendu efni, hvort sem það
eru fréttir og fræðsla, hreinræktuð skemmtun á borð við Spaug-
stofuna eða Tíu fingur Jónasar Sen.
Með þeim tekjum sem Ríkissjónvarpið fær frá skattborgur-
unum er stofnunin í þeirri einstöku stöðu að hún hefur listrænt
frelsi í dagskrárgerð sinni. Þeir sem borga geta nefnilega ekki
sagt upp áskriftinni að Ríkissjónvarpinu þótt þeim mislíki það
sem er þar í boði.
Því miður virðist núverandi stjórnandi stofnunarinnar, Páll
Magnússon, annað hvort ekki kunna að meta þetta frelsi, eða
hreinlega ekki skilja það.
Átakanlegt dæmi um afstöðu útvarpsstjóra til hlutverks Ríkis-
sjónvarpsins eru kaupin á sjónvarpsréttinum á Evrópukeppninni
í fótbolta 2008. Þar yfirbauð Ríkissjónvarpið sjónvarpsstöðvarn-
ar Skjásport og Sýn og keypti útsendingarréttinn á um 100 millj-
ónir króna. Þó voru skilyrðin fyrir útsendingunum á þá leið að
nítján af 31 leik keppninnar átti að sýna í opinni dagskrá. Þar á
meðal úrslitaleikinn og alla aðra veigamestu leikina.
Sjónvarpsstjóri keypti sem sagt tólf fótboltaleiki á um 100
milljónir í keppni sem einkastöðvarnar hefðu ella sýnt.
Við vitum fyrir víst að Sýn og Skjásport munu ekki taka pen-
ingana, sem Ríkissjónvarpið sparaði þeim, og búa til leikna ís-
lenska sjónvarpsþáttaröð. Miklu nær er reyndar að snúa þess-
ari stöðu við og velta fyrir sér hvaða mat Ríkissjónvarpið hefði
getað gert sér úr hundrað milljónunum ef fótboltinn hefði verið
látinn einkastöðvunum eftir.
Ofuráhersla útvarpsstjóra á markaðsvæna og þrautreynda
dagskrárliði hlýtur að vera hollvinum Ríkissjónvarpsins nokk-
uð áhyggjuefni.
Ef aðeins er leitað á kunnugleg og örugg mið sem tryggja gott
áhorf, í stað þess að sýna djörfung og taka áhættu, verður Rík-
issjónvarpið óhjákvæmilega eins og hver önnur sjónvarpsstöð.
Ríkið þarf ekki að koma að slíkum rekstri.
RÚV á villigötum
Sjónvarpsstjóri keypti tólf fótboltaleiki á um 100 millj-
ónir í keppni sem einkastöðvarnar hefðu ella sýnt.